Skrifaði undir í skjóli nætur...

Bíðum nú við hver kom okkur í þessa stöðu með þennan handónýta samning annar en Fjármálaráðherra sjálfur með undirskrift sinni í skjóli nætur 5 júní síðast liðin til greiðslu á þessum besta lánasamning sem gerður hafði verið að hans sögn og átti að keyra hann ólesin af honum sjálfum sem og öðrum í Ríkistjórn í gegnum Alþingi í von um að allir vinni heimavinnuna sína eins og hann greinilega gerir, sem og aðrir innan Ríkistjórnarinnar. Það vantar allt bein í nefið á Ríkistjórn Íslendinga og Það er ekki að ræða að hann eða núverandi Ríkistjórn komi að frekari samningum eða ákörðunum um hvað verður gert frekar varðandi Icesave eftir að þjóðin hafnar þessum óhroðasamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust svo Íslendingar geti fengið Ríkistjórn sem er til í að taka slaginn fyrir okkur þjóðina en ekki Breta eða Hollendinga og hvað þá AGS eða ESB. Stöndum á réttlætinu öll sem ein og látum ekki troða þessu á okkur þar sem þetta Icesave er ekki okkar.  Kveðja.


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð innkoma samála að öllu leyti

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband