Fáum að kjósa í leiðinni um ESB aðild okkar...

það var nefnilega það... þessi einkafundur sem hún var að fara á var þá eftir allt saman ekki einkafundur. Það sem vekur furðu mína er þessi leynd sem var farin með þennan fund.

Þarf Forsætisráðherra ekki að hafa umboð frá þjóðinni fyrir þessari ESB aðildarviðræðu... Umboð frá þjóðinni er ekki Samfylkingarflokkurinn með stuðningi Fjármálaráðherra. Eitt af kostningarloforðum VG var ekki inn í ESB og þess vegna fékk sá flokkur þessa miklu kosningu, og er skammarlegt að horfa upp á þessi miklu kosningarsvik sem urðu þarna bara til að komast til valda...

Þessi Ríkistjórn er vanhæf að öllu leiti. Búinn að draga þjóðina á asnaeyrum og hafa hana að fífli liggur við að maður segir, vill stokka allt upp sem var á þeim forsendum að það hentar ekki skipulagi hennar en er svo ekki með neitt skipulag í taktinum sjálf. Það er allt búið að snúast um þennan blessaða Icesave reikning sem er ekki okkar að borga, og því meir sem þjóðin verður meðvitaðri um það þá verða viðbrögð Ríkistjórnarinnar þeim undarlegri, Steingrímur hleypur í eina átt og Jóhanna í aðra, Allt gert í von um að það fáist það stórt lán til að það sé bara hægt að borga Icesave upp... hvað halda þau að við þjóðin séum eiginlega spyr ég mig að núna. Þessi Icesave reikningur er ekki okkar að borga alveg sama hvaðan lánið kemur það er ekki okkar að borga þennan óreiðureikning sem Icesave er, og eins og staðan er að verða í þessu máli þá væri annað skrítið ef það yrði ekki farin Dómstólaleiðin til að skera út um hver er réttur okkar Íslendinga er þar...

Það er búið að setja Icesave í hendur okkar þjóðarinnar og verður að bíða með niðurstöðu okkar þar til hún liggur fyrir, en það er annað sem mætti athuga og það er hvort þjóðin geti ekki fengið að segja álit sitt í leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni með hug sinn varðandi inngöngu í ESB um leið og hún segir hug sinn um Icesave...

Það er allt ennþá að snúast um Icesave og ESB ári seinna og það er ekki hægt að líða lengur svona aðgerðarleysi gagnvart okkur almenningi, 70% þjóðarinnar vill ekki inn í ESB og með hliðsjón af því þá spyr maður sig hvort það er ekki hægt að flýta þessarri þjóðaratkvæðagreiðslu eitthvað svo það verði hægt að fara að gera eitthvað gagnvart þessari vanhæfu Ríkistjórn sem er farin að verða uppvís að því núna að hafa tekið sjálf þátt í spillingunni og peningagræðginni sem virðist hafa gripið þessa útrásavíkingavíkinga sem þau eru svo sjálf...  Verum vakandi yfir þessu þetta er landið okkar og við Þjóðin.  Kveðja.


mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Jónasson

Meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB ef forsætisráðherran fylgdi því ekki eftir væri hann að brjóta lög Alþingis.Minni á að tveim vikum eftir hrun var 60-70 % landsmanna samþykkur því að ganga í ESB þetta fólk býr enn í landinu þótt sumt af því hafi e.t.v skipt um skoðun tímabundið.

Benedikt Jónasson, 4.2.2010 kl. 14:57

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kommúnistar þurfa ekki umboð frá neinum. Benedikt bendir á að forsætisráðherra geti brotið lög ef hún svíkur ekki landið.

Gott og vel, hún Jóhanna hefur ekkert umboð til að gera það sem hún er að gera.Auðvitað á að kjósa um ESB í leiðinni.

Það er alrangt að 60 - 70% landsmanna hafi viljað ganga í ESB. Klassíkt fyrir ESB sinna að búa til svona rugl...skipta um skoðun tímabundið? Hroðalegur hroki er þetta...

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 17:58

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Benedikt, þessi umsókn var barin í gegnum Alþingi. Ef Steingrímur hefði staðið á sínu og sagt nei þá hefði líf þessara Ríkistjórnar lokið þar. Þess vegna sagði hann já með það í huga að þjóðin fengi svo að segja lokaorðið þar í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefði verið betra að svo hefði farið þegar maður lítur yfir farin veg núna, að hann hefði sagt nei. Ég hef hvergi séð þessa tölu 60-70% stuðningur við aðild að ESB , en þú getur kannski bent mér á það hvaðan þú hefur það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.2.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Óskar þú segir nokkuð... það er gott að vita að Forætisráðherra getur brotið lög til að verja okkur, en það táknar ekki að það megi líka brjóta þau til að hagnast á okkar kostnað fyrir aðra. Já merkileg þessi tala hjá Benedikt 60-70% þjóðarinnar, ég kannast ekki við að hafa séð þá tölu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.2.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Jóhanna brýtur öll lög hvort eð er. Hún er hræðileg pína fyrir þetta land Ingibjörg. Og þessi könnun sem er vitnað í,60 - 70% er ekki til...Í stað þess að verja eigið land, notar Jóhanna hvert tækifæri til að draga þjóðina ofan í svaðið..

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 23:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er virkilega að vekja athygli núna.Í ath.semd hjá Jónu Kolbrúnu,nefni ég það sem allir vita fólk var, í áfallastreitu hrætt og reitt,fagurgalarnir fengu því fleiri atkvæði en ella.Margir eru að sjá eftir því núna,vinna hörðum höndum við að reyna að bæta fyrir mistökin.

Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2010 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband