Dómstólaleiðina með Icesave...

Að ætlast til að pólítísk sátt náist á milli þjóða finnst mér ekki vera aðalmálið hérna þó mikilvæg sé, en að sátt og traust sé á milli þeirra sem eiga að bera hag okkar Íslendinga fyrir brjósti það er stjórnvalda og okkur þjóðarinnar finnst mér vera meira mál en það hvort sátt náist á milli þjóða, er það eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós þegar það skref verður tekið sem tekið verður, sem væntanlega mun mótast af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 

Það er öllu verra þetta bil sem er á milli Ríkistjórnar og Þjóðarinnar, þetta bil sem er búið að myndast vegna þessa stóru kosningarloforða sem Ríkistjórnin fékk sig kosna til valda fyrir. Kosningarloforð sem reyndust svo ekkert annað en svik út í eitt. Eitt loforð.. ekki Þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir annarra... Annað loforðið.. skjaldborgin sem átti að slá utanum heimilin.. þriðja loforðið allt upp á borðum...

Ég veit eiginlega ekki hvar við erum stödd í dag með þessa Ríkistjórn, og segi ég þetta vegna þess að ef maður styklar á stóru í huganum um það sem er búið að gera þá kemur efst þar björgun bankanna til fyrri eigenda... Björgun Sjóvá til fyrri eigenda... það er reynt að ala undir fyrirtæki Björgúlfs feðga sem og Bónus feðga. Við lesum eða heyrum fréttir á hverjum degi um að einhverskonar siðspilling eigi eða hafi átt sér stað. Össur Skarphéðinsson og Árni þór Sigurðsson núna síðast í fréttum vegna sölu á bréfum í banka og annar fékk rúmar 30 milljónir en hinn sagði ekki hversu mikið hann hefði grætt en þó sagði hann það mikið að það voru einhverjar milljónir. Það var ekki annað að sjá en þeim finndist það bara allt í lagi... Fyrir mér þá eiga þeir að víkja tafarlaust, þetta segir okkur að þeir eru flæktir í þessa spillingu og hafa hagsmuni að gæta. Ríkistjórnin ætlar sér hvorki að bjarga heimilunum eða fyrirtækjum almennings í landinu það er alveg ljóst. Það er búið að hækka allt sem hægt er, og hækka alla skatta sem og gjöld. Ríkistjórnin er búinn að tryggja það að það koma engar launahækkanir til annarra en sjálf sín, ég bara spyr er þetta það sem ég vil, þú vilt lesandi góður ?

Þessi Ríkistjórn á að víkja tafarlaust eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu vegna alls þessa sem og miklu meira, Þjóðin er ekki ósjaldan búinn að fá að heyra það að betri samningur verði ekki fengin hjá þessari Ríkistjórn, og eru það orð hennar sjálfrar.

Það má ekki gleyma því að það átti að keyra Icesave ólesið í gegnum Alþingi og fá samþykkt á þeim forsendum að þetta væri besti samningur fyrir okkur. Það á að fara Dómstólaleiðina með þetta það hefur alltaf verið mín skoðun, Rétt á að vera rétt í þessu og rétta er að við Íslenska Þjóðin rændum ekki þessum peningum sem hurfu, en allir vilja láta okkur Íslendinga bara borga af því bara...   

Höldum vöku okkar vel núna hálfnað skref þá hafið er hjá okkur, og tökum allt skrefið í að koma þessum siðspilltu Stjórnmálamönnum frá. Ef það þarf aðrar Ríkistjórnarkosningar þá verður það bara að gerast. Það er ljóst að það ekki hægt að allt fari bara eins og allt er að fara á kostnað heimilana eða smærri fyrirtækjanna í landinu. Kveðja.


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband