Upp á borð með það...

Mér finnst þetta stórt mál ef rétt reynist og krefst þess að það verði leitað eftir því hvort svo sé að það hafi verið leynimakk á bak við tjöldin...

Ég get alveg sagt það fyrir mín hönd að þegar nafn Indriða kom við sögu þá hvarlaði ýmislegt að manni en það er svo alvaralegt ef rétt reynist að ég kastaði þeirri hugsun afturábak strax í ljósi þess að ég vil ekki trúa því að við séum með Ríkistjórn sem sé svo langt gengin í að verja eigin sæti, að allt er gert í að halda launum sínum. Svo mikið að svona vinna á bak við tjöldin sé framkvæmd...

En annað eins hefur gerst, svo það er mikilvægt að það verði fengið svar við þessum grun sem gefið er í skin hér tafarlaust ef að svo hafi verið í gangi. Tölum ekki um tímann og launakostnað sem farin er í þetta Icesave mál...  Höldum vöku okkar það er mikilvægt núna það er alveg ljóst... Kveðja.


mbl.is Grunur um leynimakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjum lýðræðið og gefum alþingi frí þjóðstjórn strax ó háð flokksræðinu og einkavinavæðingunni spillinguna burt!

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér. Það verður að stoppa þessa vitleysu strax, tala nú ekki um það ef að stjórnarsamstaðan er búin að vera að fara á bak við tjöldin gagnvart stjórnarandstöðunni á sama tíma og hún þykjist vera að vinna með henni... Algjörlega VANHÆF Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Ef það þarf að gera læti til að Ríkistjórnin víkji þá verður að gera þau læti það er alveg ljóst. Á sama tíma þá spyr maður hvað er verið að vinna á bakvið tjöldin sem má ekki líta dagsins ljós... ef það er tími þá verður þess frekar að stoppa þetta strax, því eins og staðan er hérna þá gæti hann verið að vinna gegn okkur gagnvart ábyrgð þeirra sem ollu þessu hruni og þeirra sem hafa verið að hjálpa í að fela sporin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.2.2010 kl. 13:21

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ingibjörg það er komið að því að ég vík ekki frá alþingi firr en unnið hefur verið á málunum til lýðræðis ekki einkavinavæðingar og spillignar eins og nú er.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 13:46

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn verður það að vera vegna þess að þóðstjórn er valinn með öllum flokkum en utanþings er óháð flokkunum.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:29

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður Utanþingsstjórn er ég sammála að verði að koma og það sem fyrst. Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um að hafna samning 2 sem gerir það að samningur 1 stendur ef eitthvað er sem Bretar og Hollendingar eru reyndar búnir að hafna. Svo ef það á að stoppa þessa Þjóðaratkvæðagreiðslu af þá verður tilboðið að vera betra en samningur 1 myndi ég halda, fyrir utan að okkur ber engin skilda til að greiða þetta.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.2.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband