Skilaboðin sem að þjóðin er að gefa..

Skilaboðin sem við þjóðin erum að gefa með þessari kosningu er númer eitt finnst mér að við gefum enga ríkisábyrgð fyrir greiðslu á svona reikning eins og Icesave. Þetta fólk sem átti þessa Einkabanka ásamt þeim sem stjórnuðu þeim eru þeir sem eiga að bera ábyrgðina á þessum reikning, það voru þau sem að ollu þessu ekki við Íslenskir skattgreiðendur hvað sem að Fjármálaráðherra segir eins og hann gaf í skyn í sjónvarpsviðtalinu núna kl. 22.

Í upphafi skal endir skoða stendur skrifað í fræðiritum, og í upphafi á þessu máli var sú ákvörðun tekin að við Íslenskir skattgreiðendur værum gerð ábyrg fyrir greiðslu á þessum Icesave reikning en ekki þeir sem að bjuggu hann til......

Ríkistjórnin þarf að standa við orð sín núna það er ljóst, og Þau voru að hún færi frá ef að þjóðin myndi ekki samþykkja þennan samning sem að hún var að fella. Að Ríkistjórnin skuli ekki sjálf hafa fellt þennan samning þegar ljóst þótti að þjóðin myndi gera það er erfitt að skilja, og koma svo og kvarta yfir því að kosningin sé nú hálf marklítil og ótæk sem slík er sorgleg réttlæting á vandræðalegri stöðu sem er komin upp vegna fyrri orða hennar. Forsætisráðherra sem og Fjármálaráðherra segja núna að ÞAÐ SÉ KOMIN NÝR SAMNINGUR...

Þessi samningur sem að þjóðin er að fella er í leiðinni að opna alveg nýja stöðu fyrir okkur það skulum við átta okkur á, og eins að við höfum allan þann tíma sem að við þurfum til að leysa þetta Icesave mál, það fer ekki frá okkur svo mikið vitum við ætla ég að vona. Ég ætla að leyfa mér að óska okkur Íslendingum til hamingju með þessa glæsilegu Þjóðaratkvæðakosningu sem var að ljúka.  Kveðja.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband