Það þarf kjark og...

Það þarf ansi mikin kjark og þor að fara svona með heimilin og fyrirtækin í landinu eins og Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon gerði með þessu.

Bjarga Heimilunum og fyrirtækjunum var eitt af kosningaslagorðum og loforðum þessara Ríkistjórnar. Að lesa þessa frétt á sama tíma og við höfum séð Ráðamenn Íslendinga koma fram í dag og segja við alla þá sem er með þessi lán, við ráðum þessu ekkert lengur það er um einkafyrirtæki að ræða... BANKARNIR. Ykkur var nær að fjárfesta hefur líka heyrst...

Að lesa að Bankarnir hafi fengið þessi lán á 35% virði í endurkaupum, (var það ekki það sem átti sér stað endurkaup..) og bankarnir rukka svo 100% og ganga svo langt í rukkun sinni að margir eru búnir að missa heimili sín, aðrir við það að missa sín er sorgleg að horfa á. Það er sorglegt að við skulum ekki vera með Ríkistjórn sem er annt um okkur ætla ég að leyfa mér að segja.

Að það skuli ekki hafa verið gerðar reglur á sama tíma og endurkaupin voru gerð um að öll þessi lán verði færð áfram með afslættinum til eigenda sinna það er lántaka er alveg með ólíkindum.

Ég er farin að velta því fyrir mér hver var eiginlega stefna þessara Ríkistjórnar frá upphafi... Það hefur verið stríð að milli Ríkistjórnar og fólksins í landinu frá fyrsta degi langar mig að segja. Það er búið að endurfjármagna bankana og Sjóvá. Það er búið að henda fullt af peningum í þetta ESB aðildarferli sem meiri hluti þjóðarinnar vill ekki í og á eftir að kosta nokkra milljarða í viðbót, á sama tíma og það er ekkert hægt að gera fyrir heimilin og fyrirtæki. Það hefur aldrei verið eins mikið atvinnuleysi á landinu eins og núna og menn segja að eigi eftir að fara hækkandi sú tala þar. (hentar að vísu ESB ) Við stöndum frammi fyrir því líka að öll heilbrigðisþjónusta hefur skerst til skaða um allt land og Ríkistjórnin boðar en frekari niðurskurð og hækkun á sköttum sem mun gera það að stærri og stærri hluti landsmanna mun standa frammi fyrir því hvort eigi að borga reikningin eða kaupa mat... og hvernig verður staðan ef að fólkið hættir að nærast til að geta borgað þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu... Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun hjá okkur vegna þess að þetta er stefna Ríkistjórnarinnar sem hún ætlar sér að fara alveg sama hvað... Þessi mikilvæga þjóðaratkvæðagreiðsla sem var, er ekki einu sinni litin viðlits hjá Ríkistjórninni sem heldur ótrauð áfram í samningsviðræðum um Icesave vegna þess að Ríkistjórn ætlar okkur að greiða þessa spillingu sem varð og ganga í ESB.

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Kalla ég eftir aðgerðum sem og viðbrögðum frá Forseta vor og Stjórnarandstöðunni tafarlaust í þessu, það er ljóst að ríkistjórnin er að horfa í allt aðra átt en þá sem að hún á að vera að horfa...  Verum vakandi þetta er SPILLING sem við horfum á hérna á kostnað heimila og fyrirtækja...

Ekkert ESB og ekkert Icesave segi ég, við erum fullvalda og Sjálfstæð þjóð og það er okkur eða ætti að vera dýrmætara en þetta sem er verið að bjóða okkur.  Kveðja.


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Ég er næstum því orðlaus. Þá er ekkert skrýtið þó hægt sé að afskrifa milljarða hjá sumum, heimilin borga þetta hvort sem er. Hvenær ætli þetta hafi verið gert, man ekki hvenær nýju bankarnir voru stofnaðir en minnir einhvern veginn að það hafi verið Geir og ISG sem sátu þá við völd.

ÞAð eru við og heimilin í landinu sem fáum að blæða vegna óráðsíu fámenns hóps.  Spurningin er hvað geta heimilin gert til þess að fá leiðréttingu sinna mála þega þetta er búið að gera opinbert.

Kidda, 12.3.2010 kl. 10:01

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er Steingrímur sem Fjármálaráðherra sem er ábyrgur fyrir þessu. Það var engin smá fögnuður hjá honum yfir þessu afreki sínu þegar hann afhenti bankana til baka mikilri endurreisn lokið... Ég man eftir því að hann var spurður eitt sinn um húsnæðislánin hvort það ætti ekkert að gera eitthvað, eða hvort hann ætlaði bara að rétta þau til baka í hendur eigenda bankana sem að voru jafnvel erlendir aðilar þetta er STÓRT LJÓTT MÁL ....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband