Mikill og góður stuðningur...

Mér finnst þetta vera mikill og góður stuðningur sem að InDefence hópurinn er að gera hérna og okkur í hag. Þetta er vinna sem að við fólum Ríkistjórn okkar meðal annars að gera fyrir okkur með kosningunum...

Ætla ég að þakka þessum mönnum innilega fyrir þetta þarfa verk sem að þeir gerðu með þessum fundi sínum þarna. 

Þetta sýnir okkur líka hversu vanhæf Ríkistjórn okkar hefur verið fyrir okkar hönd í þessu máli. Ríkistjórnin á að fara frá tafarlaust segi ég. Þetta er alveg að verða gott í skaða sem þau eru búin að valda okkur með þessari meðferð á þessu Icesave máli, og maður talar nú ekki um tímann sem er búin að fara í þetta.... og allt útaf því að það fæst ekki lán nema við tökum þessa skuld sem er ekki okkar að borga... Látum í okkur heyra núna... þetta er ekki hægt lengur að fá svona fréttir á hverjum einasta degi og það er alltaf látið sem ekkert sé...   

En og aftur takk InDefence.   Kveðja.


mbl.is Spurðu hvassra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof fyrir Framsóknarmenn! Án þeirra væri heimurinn sennilega ekki til!

En... hvernig komu þeir annars undir??!?!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 23:56

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sama hver flokkurinn er allt er það gerspillt

Sigurður Haraldsson, 13.3.2010 kl. 00:39

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ybbar gogg, en og aftur segi ég Framsókn, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking eða VG eða hver sem er. Þetta sem að InDefence var að gera er okkur ómetanlegt og eiga þeir mikið þakklæti skilið fyrir þessar aðgerðir þeirra. Þetta er aftur á móti þvílík skömm fyrir Ríkistjórnina sem er búin að gera allt sem að hún getur til að koma þessum drápsklyfjum á herðar okkar í þeirri von hugsanlega að þjóðin öll fari svo ílla á hnén að hún myndi sleikja tærnar á Ríkistjórninni fyrir vatnsglas. Hvernig mannskepnan verður til þarf vonandi ekki að kenna þér, en hvort einhver sérstök stelling býr til Framsóknarmenn veit ég ekki ...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 07:38

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Sigurður innilega sammála þér, það eru og verða alltaf svartir sauðir innan um alveg sama hvað. Og það er ljótt að sjá hvernig Ríkistjórnin hefur unnið á bak við þjóðina í þessu Icesave máli. En það er allveg ljóst að tímin er að vinna vel með okkur í þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2010 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband