Tíminn á þrotum...

Það er allur tími úti hjá Ríkistjórninni myndi ég halda núna, þetta hlítur að fara verða spurning um hvenær hún þurfi að standa við orð sín og víkja...

Ég veit ekki betur en ég og öll þjóðin sem fylgdumst með beinni sjónvarpsútsendingu þar síðustu helgi sem áttu sér stað strax eftir að kjörstöðum lokaði og fyrstu tölur voru birtar, viðtal við Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra þar sem þau sögðu bæði tvö... nýr samningur er á leiðinni og mátti skilja sem svo að hann væri bara rétt ókomin í hús. Jóhanna gekk öllu lengra og sagði að nýr samningur er komin það á bara eftir að ganga frá formsatriðum...

Þegar þessi frétt er svo lesin, þá kemur í ljós að þessi staða sem er núna er búin að vera svona síðan fyrir Þjóðaratkvæðakosninguna ... Engir ákveðnir fundir...

Ég segi hingað og ekki lengra núna það er en og aftur verið að draga mig og ykkur kjósendur á asnaeyrum segi ég, það skal engin segja mér það að kjósendur Samfylkingunar eða VG séu samþykkir þessum aðferðum sem og leiðum sem Ríkistjórnin er að fara... Þetta er svo allt annað en KOSNINGARLOFORÐIN sem þau voru kosin fyrir.

Fyrir mér þá er tímin búin sem þessi Ríkistjórn hafði með að  koma þessu Icesave máli í réttan farveg.. Við Íslendingar höfum ekki lengur efni á að missa meiri tíma í ekki neitt. Ekki meiri tíma fyrir þessa Ríkistjórn í þau verkefni sem hún er nú að koma með rúmu ári seinna og eru að koma alltaf of seint... Það eru margir búnir að þurfa að labba frá sínu og hvað á að gera fyrir þá, og aðrir að labba frá... Það eru margir búnir að missa bílana sína og hvað á að gera fyrir þá...  þessi skjaldborg sem var lofuð fyrir fólkið bara ef að þú vilt kjósa mig er fallin um sjálft sig segi ég og þó að það sé hugsanlega á leiðinni einhverjar nýjar leiðir eina ferðina en eins og má heyra á Ríkistjórn sem greinilega er að klóra í bakkann núna, þá táknar það ekki að aðrir geti ekki haldið áfram með þær ef þær eru þess eðlis að þær komi að einhverju gagni sem verður til þess að gefa fólkinu von á að það geti staðið sig...

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust, þetta er orðið spurning um tíma hjá okkur, og þessi Ríkistjórn er ekki að nýta hann fyrir okkur það er ljóst fyrir mér í þessum vinnubrögðum sem eru búin að viðgangast þetta rúma ár sem að hún Ríkistjórnin er búin að sitja. Til þess að geta haldið áfram verður þessi Ríkistjórn að víkja það er engin trúverðugleiki lengur og hún veldur bara meiri þunglyndi og magapínu í þjóðfélaginu... Köllum eftir því að það verði kallað til Ríkistjórnarkosninga tafarlaust, þjóðstjórn sett á og núverandi stjórn vikið tafarlaust. Þetta eru kræfar aðgerðir en það er líka ansi mikið í húfi hjá okkur Íslendingum eins og þetta er að stefna...  Kveðja.


mbl.is Ágreiningur um grundvallarforsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband