Hvar er skynsemi okkar...

Einhvern vegin þá kemur upp í huga mér meir og meir þessi hugsun.. hvar er skynsemin okkar eiginlega... Hvar er siðferðið okkar eiginlega líka...

Þessi umsókn fékkst samþykkt með naumindum, og þurfti að ljúga að fólki svo það næðist í gegnum Alþingi. Ljúga segi ég vegna þess að menn voru látnir halda og trúa að það væri bara um viðræður að ræða...

Það þorði greinilega engin að segja að það þyrfti að breyta öllu regluverki okkar fyrst áður en til aðildarviðræðna kæmi...

Þessi Ríkistjórn hefur brugðist í öllu segi ég nema þessu ESB ferli sínu sem hún er búin að þröngva eins langt og hún getur á okkar kostnað. Það er ekki hægt að horfa á þetta lengur eða lesa án þess að láta í sér heyra. Þessi Ríkistjórn var líka kosin til að slá skjaldborg utan um heimilin í landinu sem og fyrirtæki, þar hefur ekkert gerst voga ég mér að segja vegna þess að það sem hefur verið boðið er einhverjar skammtímalausnir hverju sinni, og eru ekki þúsundir fjöldskyldna að missa heimili sín í haust vegna þessa kosningaloforðs sem reyndust svo svik þegar uppi var staðið spyr ég...

Eins er með þennan Icesave reikning... Loforðið var í kosningunum að það væri sko ekki okkar að borga þennan óreiðureikning sem hann væri...

Það er búið að líða rúmt ár og hver er barátta Ríkistjórnarinnar búin að vera þar... Jú út á eitt þá er hún búin að ganga og það er það að reyna allt sem að hún hefur getað til að troða þessum reikning á herðar okkar...

Það er komið nóg finnst mér. Við Íslendingar höfum ekki efni á þessu. Það er alveg ljóst og á hreinu fyrir mér, algjörlega burt séð frá því að það er ekki vilji hjá meiri hluta þjóðarinnar og er ég þar á meðal, en þá höfum við ekki efni á þessu.... Var ekki verið að selja part af AUÐLIND okkar til útlendinga vegna þess að ríkið á ekki pening.... Drögum umsókn okkar til baka tafarlaust, og komum þessari Ríkistjórn frá hið fyrsta og förum að snúa okkur að innivið okkar segi ég. Mótmæli upp aftur ef það er það eina sem Ríkistjórnin skilur og þarf segi ég núna...  Kveðja.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ingibjörg,ég er sammála kverju orði sem kemur framm í þessari grein.

Snorri Hansson, 20.5.2010 kl. 13:34

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.5.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ingibjörg gaman að heyra í þér aftur tek undir allt sem þú segir hér. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband