KREFJUMST AFSAGNAR TAFARLAUST.

Þessi frétt gerir mig sorgmædda í hjarta. Sorgmædda vegna þess að þessi frétt sínir okkur svo svart á hvítu hversu VERULEIKA FYRRTA Ríkistjórn við Íslendingar höfum.

Ríkistjórn sem virðist lifa í sínum eigin draumaheimi og sjá allt á einhverju BLEIKU skýi mætti halda... Skýi sem að engin annar sér nema hún vegna þess að þetta BLEIKA ský er hvergi til nema hjá Ríkistjórninni, og kannski að finna innan ESB á meðan það FYRIRBÆRI sem ESB er leyfi ég mér að kalla, notar kannski til að lokka þjóðir til sín, sem og AGS.

Það á að kalla tafarlaust eftir rannsókn á þessi ferli sem að Ríkistjórnin ákvað að fara í þessu Icesave máli vegna þess að þetta voru allir aðrir búnir að sjá hér heima, og þurfti ekki sérfræðinga til...

Það eru líka allir hérna heima búnir að gera sér grein fyrir því fyrir löngu síðan og sjá að Ríkistjórn okkar er búin að vera að vinna að allt öðrum hagsmunum en okkar.

En og aftur segi ég... þessi Ríkistjórn á ekki skilið sumarfrí.

Þessi Ríkistjórn á að fá UPPSAGNARBRÉF tafarlaust. Það á að setja hana í farbann strax á meðan yfirheyrslur eru. Það á að fá það á hreynt fyrir hverja hún er að vinna...... Það liggur alveg ljóst fyrir mér að þessi vinnubrögð sem að Ríkistjórnin er búin að vera með í þessu Icesave eru ekki búin að vera EÐLILEG svo ég taki VÆGT til orða.   kVEÐJA.


mbl.is Íslendingar „geta ekki borgað Icesave"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ósköp einfalt. Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að borga IceSave lágmarkstryggingu með vöxtum, sem og að ekki verði lengra í úrræðum til að mæta skuldavanda heimilanna en þegar hefur verið gert. Þetta stendur í plagginu svart á hvítu, og eftir því vinna þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 01:58

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

...á Ríkisstjórnin ekki skilið sumarfrí? Ég held að fæstir skrifi það sem þeir hugsi í kring um þetta mál. Aldrei hefur myndast svo hættuleg staða á Íslandi fyrr eða síðar. Verst er að íslendingar láta Ríkissjórnina pissa yfir sig og gera ekkert því þeir eru hræddir við lögreglunna. Og svo fara þeir bara og blogga um málið...alveg ótrúlegt pakk sem þessi Jóhanna og Steingrímur eru! Verstu skítseyði og svikarar sem hafa skriðið um þessu landi....

Óskar Arnórsson, 9.6.2010 kl. 06:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Af hverju þarf að óttast lögregluna Óskar ? Voru þeir ekki sjálfir í mótmælum um daginn..  Það er hægt að mótmæla með kröftugum hávaða og fjölmenni við alþingi, það þarf ekki að brjóta rúður og vera með ofbeldi... Það á að vera rödd okkar fólksins sem að þeim það er þessari Ríkistjórn ber að hlusta á og fara eftir... ef sú rödd segir uppsögn þá ber þeim að virða það hversu sárt sem það er. Það er ekki hægt að horfa upp á svona bull lengur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.6.2010 kl. 11:41

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

 Guðmundur... er viljayfirlýsing það sama og ríkisábyrgð ? Þarf ekki Alþingi að samþykkja ríkisábyrgð til greiðslu á þessu... var þjóðin ekki að segja sitt um þennan óreiðureikning í þjóðaratkvæðagreiðslu um daginn.. Jóhanna og Steingrímur lugu stórt til að komast til valda með fölskum kosningarloforðum sem stóð svo aldrei til að efna... Þar sem þau er í vinnu hjá okkur þá hljótum við að geta sagt þeim upp... nú eða kallað Forseta okkar til og beðið hann um að hlusta á rödd þjóðarinnar. Eitthvað verður að gera og það strax myndi maður halda. Þetta er framtíð okkar sem og afkomenda okkar sem er verið að setja í ánauð vegna þessa fjármálasukks og sofanda hátt 2 ríkistjórna fer maður hreynlega að segja með sanni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.6.2010 kl. 11:52

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er búin að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesavemálið og Jóhanna gerir samt sína samninga á bakvið alla þjóðinna. Og það sem verst er, að það var vita fyrirfram að hún ætlaði aldrei að taka mark á þjóðarvilja. Ég held að Íslendingar séu ekki að skilja hvað þetta þýðir raunverulega. - Lögregla verður að hlýða yfirboðurum sínum og mótmæli er hægt að stoppa með hjálp hennar. Það þarf að taka völdin af þessari Ríkisstjórn og það verður ekki gert á blogginu eða með hrópum fyrir utan Alþingishúsið...

Óskar Arnórsson, 9.6.2010 kl. 11:53

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar hvað þarf þá að gera...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.6.2010 kl. 14:49

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þurfa einhverjir að taka völdin...þetta lagast ekki af sjálfum sér.

Óskar Arnórsson, 9.6.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband