Raunverulegar aðgerðir.

Það eru raunverulegar aðgerðir að fara fram á það að fólk eigi ofan í sig og á.

Að fólk geti borgað reikninga sína, að fólk geti matarfætt sig og sína ekki síður en að það geti mætt þeim aukaútgjöldum sem til falla hvort sem það er lækna eða tannlækna þjónusta rekið bíl eða átt fyrir þeim kostnaði sem það kostar að ferðast með strætó nú eða allur sá kostnaður sem að fylgjir því að eiga börn á ýmsum aldri.

Eitt af því versta sem nokkur getur gengið í gegnum er það að vinna alla daga vikunar og jafnvel sólahringana á milli en samt ekki átt fyrir því sem þarf til að halda sér og sínum saman.

Það er eitt af því mikilvægasta fyrir sálina okkar segi ég að finna það að við erum að geta staðið okkur vel í því sem að við erum að gera. Sem foreldri þá er mikilvægt að finna að maður nærir vel. Nærir er stórt orð í þessari merkingu á bæði við líkamlega og andlega.

Það þarf að setja launagrunninn þannig að hann uppfyllir lágmarks þarfir manneskjunar og þetta eru lágmarks þarfir hvers og eins segi ég að eiga í öruggt húsaskjól að leita, að eiga fyrir reikningum sínum, að eiga ofan í sig og á og geta mætt þessu sem ég hef talið upp hér að ofan til dæmis.

Stöndum saman núna í því að koma þessu í lag. Ef meiri hluti þjóðarinnar á að geta lifað á undir 200,000 krónum á mánuði en hinn hlutinn ekki þá er mikið að sem þarf að laga...


mbl.is Lágmarkslaun ekki undir 200 þúsundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband