Stoppa þetta...

Þessi maður Utanríkisráðherra okkar Íslendinga Össur Skarphéðinsson hefur ekki umboð frá mér til þess að taka þátt í þessum ESB leik sínum sem og Jóhönnu Sigurðardóttir án þess að við Þjóðin fáum að segja vilja okkar um það hvort þetta er það sem viljum eða ekki...
mbl.is Össur á leið til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það gerðist lítið á landinu ef stjórnmálamenn þyrftu að leit umboðs allra landsmanna til að geta sett annan fótinn fram fyrir hinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 13:17

2 identicon

svipað og þegar Davíð og Halldór gáfu útvöldum sameiginlega auðlind þjóðarinnar,fiskinn, á sínum tíma....eða ekki voru þeir með mitt umboð fyrir þeim glæp.

árni (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 14:01

3 Smámynd: The Critic

þau er víst með umboð þjóðarinnar, þjóðin kaus þau og veitti þeim þar með umboð. Samfylkingin hefur haft það á stefnuskránni í mörg ár að ganga í ESB þannig að það hefði ekki átt að koma neinum á óvart sem kaus þau að þau myndu fara í aðildarviðræður. Hinsvegar er þetta það eina með viti sem þessi ríkisstjórn hefur gert.

The Critic, 26.7.2010 kl. 15:21

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er lágmark að það sé trúverðug Ríkistjórn strákar í landinu og þessi Ríkistjórn er ekki trúverðug... umboð og ekki umboð þessi Ríkisstjórn fékk umboð fyrir þessum kosningarloforðum sínum og þetta sem er búið að gera er ekki það... Þetta er ljótt og er verið að fara á bak við okkur Íslendinga í þessu... Þessi Ríkisstjórn fékk umboð fyrir að fara í aðildarviðræður og þetta er ekki viðræður sem er í gangi, þessi Ríkisstjórn þurfti að gefa loforð fyrir 2 þjóðaratkvæðagreiðslum til okkar ef það væri það sem að við Íslendingar vildum, loforð til að fá samþykki fyrir því að fara í þessar aðildarviðræður á Alþingi og hvað... Jú Ríkistjórnin er svo hrædd við vilja þjóðarinnar að hún lýgur blákalt upp í opið geðið á þjóðinni frekar en að horfast í augu við staðreyndina að inn í ESB vill ekki þjóðin. Þjóðinni blæðir ef hægt er að segja þannig og það eina sem að Ríkisstjórnin hugsar um er ESB... Svei og skömm...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.7.2010 kl. 16:50

5 Smámynd: The Critic

Vandamál íslendinga eru þau að þeir hafa ekki hugmynd um hvað ESB snýst og þess vegna er þjóðin á móti aðild.

The Critic, 26.7.2010 kl. 17:53

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Af hverju segir þú það The Critic... Vandamálið er aðferðarfræði Ríkisstjórnarinnar segi ég. Það hefur ekki verið hægt að koma hreint fram með sannleikann í einu eða neinu. Af hverju er það ekki hægt.... Öllu logið til og svo þegar upp kemst þá gert eins lítið úr lýginni eins og hægt er... svei og Skömm segi ég. Þessi Ríkisstjórn á að segja af sér tafarlaust núna og þessi heimska varðandi þetta Magna mál á að stoppa strax, það er ekki eins og Ríkisstjórnin sé búinn að hafa nauman tíma fyrir sér þar og núna fyrst á að setja nefndir í gang til að kanna þetta allt þegar allt verður brjálað, það er ekki hægt að líða svona kæruleysi lengur varðandi okkar hagsmuni segi ég... Svei og Skömm...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.7.2010 kl. 22:42

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl Ingibjörg mín! Einhver lönguliðin ríkisstjórn gerði ljótt,þá má ný ríkisstj. gera ljótara.  Tökum kvótann, fjarri því að mér finnist til fyrirmyndar hvernig,handhafar hans fóru að. Á þeim tíma hugsaði ég nánast ekkert um pólitík. Sjónvarpið sagði þingfréttir,jafnt hvað stjórnarandstaðan gagnrýndi og svo hverju stjórnin svaraði. Í dag get ég aldrei verið viss um,hvað sé rétt.Minnist þess ekki að Steingrímur Össur og Jóhanna,komi í sjónvarpssal til að verja gerðir sínar.  Að mínu mati mættu þau svara þeim, ofjörlum sínum,sem hnekkja hverri valdníðslu á eftir annari. Þá fengi almenningur að sjá hve aumkunarverð þau eru. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2010 kl. 00:12

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Árni og þeir ákváðu einhliða að styðja við innrás í Írak án samráðs við okkur eða stjórnvöld samt ganga þeir enn lausir þrátt fyrir glæpi sýna og landráð!

Sigurður Haraldsson, 27.7.2010 kl. 06:30

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl öll sömul. ég segi nóg komið af því að þessi gerði þetta og þessi hitt og þess vegna er allt í lagi að þau geri svona... Það er verið að tala um Auðlindir okkar og alveg ljóst fyrir mér að það henntar ekki heldur inngöngu í ESB að þessi sala verði dregin til baka svo kannski er það einu sinni enn stóra spurningin...  Ríkisstjórn er tilbúin að fórna landi og þjóð fyrir miða í ESB eins og við erum að horfa á... en erum við Íslendingar tilbúin í að missa Landið okkar fagra Ísland í hendur á ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.7.2010 kl. 09:31

10 Smámynd: The Critic

Vandamálið sem ég er að tala um að íslendingar vita ekki um hvað ESB sést skýrt hér í bloggheiminum.  

Eitt gott dæmi er t.d. þetta "Ríkisstjórn er tilbúin að fórna landi og þjóð fyrir miða í ESB eins og við erum að horfa á... en erum við Íslendingar tilbúin í að missa Landið okkar fagra Ísland í hendur á ESB..."

Veit ekki alveg hvað þú ert að meina eð þessum skrifum en þetta sýnir skýrt að þú veist ekki mikið um hvað ESB er með því að segja þetta.  

ESB saman stendur af þeim ríkjum sem í því eru. Við borðið sitja aðilar frá öllum aðildarríkjunum, þar á meðal danir, svíar og finnar sem eru nágranna þjóðir okkar. 

ESB er fyrst og fremst bandalag um frjálsan flutning á vörum innan aðildarríkjanna og snýst um að gæta hagsmuna íbúanna.  Ef þú lítur á ESB með þessum augum þá getum við alveg eins sagt að við höfum misst landið þegar það gekk inn í EES á sínum tíma því hér á landi tökum við nær upp allar reglugerðir ESB í gegnum EES samningin og hafur það bara verið íslendingum til góða.

Með inngöngu myndi stjórnsýslan hér verða mikið skilvirkari og allt hagsmuna pot ráðamanna heyra sögunni til. Almenningur myndi losna undan kúgun ráðamanna og þeirri einangrun sem við lifum við í dag.  Vöruverð myndi lækka gífurlega sem yrði öllum neytendum til hagsbóta.

Hér er stutt video sem þú ættir að horfa á og það útskýrir  á einfaldan hátt um hvað ESB er.

The Critic, 28.7.2010 kl. 08:53

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

ESB er ríki í ríkinu og Brussel drottnar yfir öllum með regluverki dauðans! Þegar kemur að okkur þá höfum við ekkert vald innan þessarar stofnunar og verðum því undir sama hvað hver segir.

Það vekur furðu mína að nokkrir vilji yfir höfuð ganga til ESB vegna þess að það batterí er að hruni komið evran á hallandi fæti og fjöldi innan ESB er orðin allt of mikill þannig að dæmið gengur ekki upp! 

Sigurður Haraldsson, 28.7.2010 kl. 12:01

12 Smámynd: The Critic

Það er alltaf merkilegt að lesa svona bull eins og hjá þér Sigurður, þú sérð samsæri í hverju horni og talar um ESB eins og þetta séu púkar. ESB er ekki að hruni komið, það er enn eitt bullið sem einkennir ESB umræðuna á íslandi.

The Critic, 29.7.2010 kl. 09:34

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

The Critic talaðu við mig eftir svo sem eitt til tvö ár

Sigurður Haraldsson, 29.7.2010 kl. 22:32

14 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

The Critic fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, en ég segi bara Guð hjálpi þér ef að þetta myndband er það sem ræður því að inn í ESB viltu fara... Við höfum þetta allt sem kemur fram að ESB bjóði.. það sem þetta myndband gerði mér er að sannfæra mig enn frekar að inn í ESB höfum við ekkert að gera. Við erum það Sjálfstæð segi ég. ESB er fyrir þá sem nenna ekki að hafa fyrir hlutunum sínum eða hugsa. Láta bara segja sér fyrir hvað má og hvað ekki. Eins og ég sé núna þá er mikil óánægja vegna þessa segi ég vegna þess að það er verið að fara fram á að fólk lifi undur fátækramörkum og ætlast er til fólk nái endum saman... Fólk er látið finna að betur á það að geta gert en það getur gert... Það er mín skoðun The Critic að Sjálfstæð eigum við að vera og sjá um okkur sjálf. Vissulega erum við búin að lenda ílla í því en það segir ekki að við getum ekki snúið þessu við eða verið við sjálf áfram eða Þjóð á meðal Þjóða þó að við göngum ekki í ESB... Við höfum lifað til dagsins í dag með Heiminum án þess að vera í ESB og hvað segir að svo verði ekki áfram þó við göngum ekki í ESB... Ég er ennþá slegin yfir þessu myndbandi ef það er það sem selir inn í ESB....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.7.2010 kl. 12:48

15 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður ég er svo sammála þér inn í ESB höfum við ekkert að gera...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.7.2010 kl. 12:49

16 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sorry The Critic, ef það er það sem selur inn í ESB á að vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.7.2010 kl. 12:50

17 Smámynd: The Critic

Við erum ekki að afsala neinu sjálfstæði með að ganga þarna inn. Mjög góð grein sem utanríkisráðherra Dana skrifaði um daginn, hann sagði óbeint að íslendingar væru of vitlausir til að ganga í ESB, þeir eru uppfullir af ranghugmyndum um að þeir séu að afsala sér sjálfstæðinu sem útskýrir það einfaldlega að íslendingar vita ekkert út á hvað ESB gengur.

The Critic, 3.8.2010 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband