Rjúfa á Alþingi tafarlaust og boða til kosninga...

Sorglegt var sem Íslendingur að horfa á hvernig Alþingi vann vinnuna sína í dag vegna þess að það var ekki að taka á málefninu sem slíku.

Málefninu sem var það að allt hrundi hérna á Íslandi vegna þess að hinir ákærðu, fyrrverandi Ráðherrar ákváðu að gera ekkert eftir að þeir fengu vittneskju um hvert stefndi, ákváðu að gera ekki neitt vegna þess að það hefði ekki bjargað neinu úr því sem komið var....

Hverslags hugsunarháttur var þetta eiginlega sem var ríkjandi, og hver átti hugmyndina að því að það skipti ekki máli úr því sem komið var....

Það sem mér finnst hafa vantað í umræðuna og ekki verið nóg spurt um er...

Hversu mikið stækkuðu innistæður Icesave reikningana í öllum föllnu Bönkunum sem og þessum sjóðsávaxtarreikningum eða hvað þetta allt nú hét frá því vorið 2006 til loka 2008... Var Icesave ekki stofnað 2006 í Hollandi...

Það skal engin segja okkur Almenningi það að það hefði ekki skipt neinu máli hvort allt hefði hrunið vorið 2006 eða veturinn 2008...

Hrunið hefði ekki þurft að verða að þeirri ofurstærðar-gráðu sem það varð það hlítur hverri manneskju að vera það ljóst.

Alþingi sýndi það með vinnubrögðum sínum í dag að það er óstarfhæft vegna þess að það er ekki að hafa hag okkar almennings að leiðarljósi í ákvörðun sinni þar sem að meirihluti Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að það væri allt í lagi að ljúga að okkur þjóð sinni sem olli því að svo fór sem fór, allt í lagi að svíkja okkur sem olli því að svo fór sem fór, og greinilega finnst Alþingi allt í lagi að ræna okkur öllum eigum okkar vegna þess að það er það sem þjóðin er að ganga í gegnum núna vegna þessa alls, það að missa eigur sínar og fara á götuna vegna þess að þetta var bara allt í lagi liggur við að maður segi vegna þess að það á bara að gera 1. mann ábyrgan Forsætisráðherra fyrrverandi Geir H.Haarde.... 

Rjúfa á Alþingi tafarlaust og kalla eftir kosningum....


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband