Stól handa þeim manni sem var strokaður út af lista....

Þetta er alveg með ólíkindum allt saman segi ég bara. Á sama tíma og það er verið að segja upp tugum manna hjá OR vegna niðurskurðar þá er eins og þetta embætti Borgarstjóra geti hagað sér eins og ég veit ekki hvað. Á mínum bæ hefði verið sagt fífl....

Ef tilfellið er að Jón Gnarr. nennir þessu starfi ekki eða þá að hann standi frammi fyrir því að þetta embætti sé honum ofviða, þá á hann að hafa það mikin sóma í sér og segja okkur Reykvíkingum það svo við sjálf getum þá kosið okkur Borgarstjórn sem við treystum....

Dagur B. Eggertson er sá maður sem var strokaður út af lista í síðustu Borgarstjórnar-kosningum og það hlýtur að vera ástæða fyrir þeirri útstrokun....

Það er spurning hvort það verði ekki að kjósa nýja Borgarstjórn strax...

Það er hagað sér eins og það sé til nóg af peningum á þessum bæ... 

Á sama tíma og það er verið að segja fólki upp vinnu, hækka gjöld, hækka rafmagn og hitakostnað til okkar Reykvíkinga vegna þess að það er ekki til nóg af pening, þá horfum við á það að hvert Launastarfið er búið til á fætur öðru...

Hvað er þetta annað.....


mbl.is Snýst um stól fyrir Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Það er ekki hægt að kjósa til borgarstjórnar nema á 4 ára fresti, samkvæmt lögum.

Dagur er í borgarstjórn, og formaður borgarráðs, og hefur laun samkvæmt því, þannig að ef hann tæki hluta borgarstjórastarfsins, þá myndu launin sjálfsagt ekki hækka mikið.

Svo má spyrja. Hverjir bjuggu til starfið framkvæmdastjóri miðborgarinnar?

Fjölmargir sjallar hafa verið strikaðir mikið út af listum í undanförnum kosningum og færst til um sæti, en ekkert var gert frekar með það, frægasta dæmið er þegar Björn Bjarnason var strikaður út af þúsundum kjósenda sjálfstæðisflokksins árið 2007. Hvað gerðist þá. Jú hann varð áfram ráðherra.

Svo af hverju ætti Dagur að taka þetta frekar til sín en Björn?

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 10:14

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er nefnilega málið - þegar horft er hlutlaust allan hringinn þá virðast flestir ekki beint samkvæmir sjálfum sér - því er nú ánskotans ver

Jón Snæbjörnsson, 15.10.2010 kl. 10:53

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hamarinn það er verið að kalla eftir breytingu á þessu öllu saman, breytingu á þessu formi sem verið hefur að því verði hætt... Að þessi hugsanargangur úr því að þessi gerði þá má ég líka er að verða okkur æði dýrkeyptur....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2010 kl. 12:54

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón í alvöru þá er mér að blöskra, er verið að segja okkur að það sé engin með heildarsýn á því sem er að gerast.... Ráðið í stöður sem eru búnar til á sama tíma og það er verið að reka fólk vegna þess að það er ekki til peningur...

Þetta er fyrra sem verður að stoppa tafarlaust...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Hamarinn

Er ekki besti flokkurinn að koma með breytingar?

Ég get ekki séð betur, en það fer bara svo illa í sjallana.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 13:29

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

má einu skipta ef unnið af heilindum sem og til góðs og þá ekki bara fyrir félaga Jón Gnarr og þessa með krullurnar heldur smá fyrir borgarbúa líka - en ég bý ekki þar svo sem en leiðist endaus óþarfa fíflagangur

Jón Snæbjörnsson, 15.10.2010 kl. 13:46

7 Smámynd: Hamarinn

Hvaða fíflagangur?

Af því að besti flokkurinn er að breyta nálgun manna á viðfangsefninu, þá er það fíflagangur að mati VALDALAUSRA sjalla.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 16:25

8 Smámynd: Hamarinn

Þið sjallar fenguð spark í afturendann ásamt hinum þremur í borgarstjórnarkosningunum, við völdum þetta.

Hamarinn, 15.10.2010 kl. 16:26

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hamarinn í hvaða viðfangsefni er verið að reyna að breyta nálgun manna og hvernig breytingu er besti flokkurinn að koma með.... Ekkert nema aukin útgjöld sem er ekki til innistæða fyrir á sama tíma og það er verið að segja 80 manns upp hjá OR.... það er kannski verið að segja því fólki upp til að borga laun vina bestaflokksins í Borgarstjórn. Þetta er ekki embætti til að vera með fíflagang í....

Það er verið að skera niður allstaðar á sama tíma og það er allt í lagi að ráða nokkra aðstoðarmenn borgarstjóranum til, það hefur ekki þurft þessa aðstoðarmenn hingað til, og í dag þá hefur Reykjavíkurborg ekki efni á því að borga mörgum einstaklingum laun fyrir sömu vinnu og það hefur nægt að borga einni manneskju laun fyrir hingað til....

Hamarinn varðandi þessi lög þá má margt um þau segja, Þessi staða sem við Reykvíkingar erum í núna er ekki staða sem hefur komið áður ef ég man rétt. Þetta er ekki venjuleg staða og þar sem að það er um hag okkar Reykvíkinga að ræða þá ættum við að fá að kjósa nýjan borgarstjóra... Ég man ekki eftir því að hafa lesið um það fyrir kosningarnar eða heyrt í umræðunni að hann væri með turett sjúkdómin og adh eitthvað líka, ég er ekki viss um að staðan væri sú sem að hún er í dag ef að almenningur hafi verið upplýstur um það fyrir kosningar....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2010 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband