Aðildarviðræður hét það fyrst....

Þegar það var farið af stað með ESB umræðu á Alþingi fyrst þá var talað um að fara í Aðildar-viðræður.

Ekki aðlögunarferli eða hvað þá umsóknarferli...

Aðildarviðræður var það sem að Alþingi samþykkti að farið yrði í, og var Þjóðin látin halda svo líka. Varð hávær umræða um að svo væri huganlega ekki og steig þá Utanríkisráðherra Íslendinga Össur Skarphéðinsson fram og sagði að um aðildarviðræður væru eingöngu að ræða, sagði hann máli sínu til stuðnings að þetta yrði svona eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða málin....

Það er verið að afvegaleiða Íslendinga sem hafa ekki einu sinni fengið að segja hug sinn um það hvort þetta sé það sem að þeir vilja, það er í ESB eða ekki...

ESB sinnar virðast vera það hræddir við svar Þjóðarinnar að þeir þora ekki að láta Þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um það hvort þetta sé það sem að Íslendingar vilja eða ekki....

Aðildarviðræður urðu að Aðlögunarferli sem núna á að verða Umsóknarferli...

Ég vil að Þjóðin fái að segja vilja sinn um það hvort hún vilji í ESB áður en lengra verður haldið...


mbl.is Vilja ekki ræða um aðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við höfum ekki fengið að opna pakkana,marg umtöluðu. Þau skammast sín ekki einu sinni þótt ljúgi upp í opið geð okkar. Munum við gera það þegar við rekum þessa stjórn. Athugaðu Ingibjörg,þegar talað var um að 8,þúsund manns hefðu mótmælt,niðri á Austurvelli(var það ekki 8.okt) voru miklu fleiri, fólk kom og fór,í ca 4 tíma,allir til að mótmæla Jóhönnustjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Helga og mikið rétt hjá þér. Ég fór niður á Austurvöll 8 okt. og þegar ég labbaði að miðbænum þá var ég alveg sannfærð um að það væri vel á annan tugþúsund manns þar ef ekki á þriðja tug... Alla vega þá passaði ekki talan 8000 manns við það sem ég sá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband