Það var nefnilega það...

Umkenningarleik talar Fjármálaráðherra Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon um að menn séu búnir að vera í og núna gangi það ekki lengur sem er alveg rétt hjá blessaða manninum en grátbroslegt og hlægilegt í leiðinni vegna þess að hann er sá maður sem er búinn að vera FASTUR í þeim leik...

Allt hefur verið gert hjá honum í skjóli þess að hruna-ríkistjórnin gerði hitt og þetta.

Það sem að Fjármálaráðherra Íslendinga er búinn að gera er að sjá til þess að Íslendingar missi allar eigur sínar sem og fyrirtæki til þess eins að hann geti bjargað þeim sem að komu okkur Íslendingum í þessa stöðu....

Þetta gerði hann þegar að sú ákvörun var tekin að fjármagninu skyldi bjargað á kostnað okkar Íslenskra skattgreiðenda, en ekki að okkur Íslenskum skattgreiðendum yrði bjargað frá þessari óreiðu og vittleysu sem komin var innan í fjármálageiran og var búin að smita allt samfélagið með sér út í tóma vittleysu í verðlagi....

Þetta gerði hann vitandi að ólögleg lánaform væru í gangi í kerfinu, vitandi að Fjármálafyrirtækin höfðu verið rænd öllu fé sínu af eigendum sínum og þar af leiðandi gefið dæmi að við hinn almenni skattgreiðandi erum ekki þeir sem eiga að gjalda fyrir þetta...

Svei og skömm segi ég vegna þess að ef hann fattar ekki sjálfur vittleysuna og óréttlætið í þessu hjá sjálfum sér og tekur á því þá er um siðblindan einstakling að ræða og það er ekki gott fyrir okkur Íslendinga að vera með svoleiðis Fjármálaráðherra....


mbl.is Vitnar Steingrímur í repúblikana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill!

Steingrímur misnotar hugtakid "Blame Game" og að trúa að orðskrýpi eins og "umkenningarleikur" geti lýst einu eða neinu, er bara þvæla af verstu sort.

Vanti gott orð til að lýsa Steingrími þá væri það enska orðið Con. Leikurinn sem Steingrímur finnsr svo gaman að leika heitir "ConGame".....

Óskar Arnórsson, 29.10.2010 kl. 02:45

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er sorglegt að sjs þessi gamli baráttujaxl sem lagðist í nöldur fyrir um 20 árum skuli ekki sjá ljósið enn -

allt öðrum að kenna - líka ósannindin varðandi framlagningu Icesave landráðsins - feluleikurinn með Viljayfrlýsinguna - ofbeldið gegn þinginu o.fl. o.fl.o.fl.

Sorglegt - og alltof langt dauðastríð pólitísks ferils.

Líknarmorð eru stunduð - það ætti líka að vera gerlegt þegar um pólitískt dauðastríð er að ræða.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.10.2010 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband