Er ekki allt í lagi...

Á þeim tæknitíma eins og við erum í núna, þar sem allt liggur við að ég segi er hægt að nálgast í gegnum netið eða fá upplýsingar um, þá er ljóst að Þjóðin er mjög vel upplýst um þetta Icesave vegna þess að það hefur verið hægt að koma upplýsingum til hennar á annan hátt en var áður....

Þjóðin veit í dag að lagalega séð þá ber henni engin skylda til að borga þennan óreiðureikning Icesave eða þá rest sem eftir stendur af honum þegar uppi er staðið...

Þjóðin veit að um Einkabanka var að ræða með enga Ríkisábyrgð á innistæðum, og það sem meira er að Bretar og Hollendingar vissu það líka....

Frakkar líka og það má spyrja sig að því hvort það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir vildu ekki Icesave inn í Landið...

Þjóðin man vonandi líka eftir orðum Fjármálaráðherra Íslendinga Steingríms J. Sigfússonar þar sem hann setti stól sinn að veði ef að það fengist annar og betri Icesave samningur, besti samningur sem hægt var að fá sagði hann og hvað núna þegar annar og betri samningur er komin...

Eins og staðan er í dag þá finnst mér að Íslenska Þjóðin eigi að krefjast þess að það verði farið með þetta Icesave fyrir Dómsstóla vegna þess að þetta er mikið óréttlæti gagnvart okkur skattgreiðendum þar sem við erum upplýst um að það er ekki okkar að borga þetta...

Fyrir utan þá staðreynd að það hrundu allir Bankarnir og þegar svo gerist þá er það ekki okkar skattgreiðenda að greiða hrunið samkvæmt lögum...

Þetta fær mig til þess að velta því fyrir mér HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST hérna hjá okkur Íslendingum...

Af hverju tekur Ríkisstjórn Íslendinga ekki upp hanskan fyrir Þjóðinni sinni í þessu máli...

Er Ríkisstjórn Íslendinga svo spillt og flækt í þetta Bankarán sem átti sér stað að hún er ófær um að vinna vinnuna sína fyrir okkar hönd í þessu mikla óréttlætismáli sem þetta Icesave er gegn okkur Íslensku þjóðinni...


mbl.is Vextir 3% í Icesave-samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvernig spyrðu Ingibjörg mín? Afhverju tekur ríkisstjórnin ekki upp hanskann fyrir þjóð sína? Hún gerir það,meira að segja tvo fyrir einn.Þjóðin hennar er Samfó. Hún er með box-stríðshanskana á báðum og slær ólöglega,fyrir neðan beltisstað, og á því að vera dæmd úr leik. Áhorfendur ærast vaða inn í hringinn og henda henni út, Það gerir hin eina sanna íslenska þjóð.

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Elle_

Algerlega satt hjá ykkur báðum, Helga og Ingibjörg.  Ömurlegt hvað þetta samfylkingarskrípi með stuðningi Sjálfstæðisflokks og mestum VG, lætur erlend veldi gjörsamlega kúga okkur. 

Við borgum ekki eyri, fyrr skal ég dauð liggja en vera ólöglega sköttuð fyrir ríkiskassa Breta og Hollendinga eins og við værum nýlenda þeirra.  Samfylkingin og aðrir meðvirkir geta asnast til að borga kúgunina sjálfir.

Elle_, 15.11.2010 kl. 23:58

3 identicon

Því miður heldur þjóðin ýmislegt sem ekki stenst nánari skoðun. Lýðskrum, rangfærslur og hreinar lygar hafa verið mjög áberandi í málflutningi þeirra sem ekki vilja standa við óumdeilanlegar skuldbindingar okkar. Ein stærsta lygin er að verið sé að greiða skuldir einkabanka þegar hið rétta er að við erum að greiða skuldir hins íslenska tryggingasjóðs innistæðueigenda sem Bretar og Hollendingar lánuðu fyrir skuldbindingum sínum eftir að við tæmdum hann til að greiða útvöldum innistæðueigendum. 

Ástæða þess að við viljum ekki með þetta fyrir dómstóla er sú að samskonar mál hefur farið fyrir dómstóla og við vitum því að þetta væri gjörtapað mál.

Þegar bloggþjóðin virðist lifa í einhverskonar sjálfsblekkingu, veruleikafirrt þvælandi staðleysu, rökleysu, bull og vitleysu þá er skiljanlegt að stjórnvöld taki ekki upp hanskann.

Það hefur legið fyrir frá fyrsta degi og aldrei verið neinn vafi á, nema í bloggheimum, að það er Íslenskra stjórnvalda að greiða þessa skuld sem hvílir á hinum íslenska tryggingasjóði innistæðueigenda.

sigkja (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 00:20

4 Smámynd: Elle_

ICESAVE er EKKI okkar skuldbinding, hefur aldrei verið og mun ekki verða.  ICESAVE ER ÓLÖGLEG KÚGUN, NAUÐUNG.  Nú geturðu sleppt endalausum lygunum.  Mér hefur oft sýnst þú vera með veruleikafirringuna sem þú ætlar öðrum.  

Elle_, 16.11.2010 kl. 00:36

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll sjgkja, þú talar fyrir þína hönd og Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að þú ert ekki öll Þjóðin, Það er meiri hluti Þjóðarinnar sem átti engan þátt í þessu bankaráni og þar af leiðandi ekki sökudólgur....

Það var engin Ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði þér að segja skal ég segja þér, og það hafa flest allir vel-lesnir lesið sér til um það og heyrt, Bretar og Hollendingar tóku það upp á sitt eins-dæmi að borga sínum þegnum skaðann, en sendu svo Icesave reikning á Þjóðina eftir á...

Landsbankinn var Einkabanki...

Það er ljóst að samviska þín er ekki alveg hrein vegna þess að einhverstaðar finnst þér þú eiga bara að borga...  Það er líka ljóst að Ríkisstjórnin er búinn að haga sér eins og fífl með þetta Icesave mál gagnvart okkur þjóðinni, og það gerði hún með því að svíkja eitt af kosningarloforð sínum sem vörðuðu þetta mál og ég veit ég ekki betur en að þá hafi verið um óreiðuskuld annara en okkar að ræða og það ekki okkar að greiða þessa Icesaveskuld sem er tilkomin vegna þess að bankarán átti sér stað, það gerði hún líka með þessum hótunum sínum sem gengu svo langt í eitt skiptið að okkur Íslendingum var tilkynnt það í gegnum NORSKAN fréttamiðli að við gætum átt það á hættu að við gætum dáið úr þorsta ef við borguðum ekki bara vegna....

Þessi skuld á að hvíla á gamla innisæðutryggingasjóðinum en ekki þeim nýja vegna þess að Icesave tilheyrir gamla Bankanum...

Svei og skömm segi ég....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2010 kl. 00:56

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Helga mín, já það er vonandi að það sjóði núna endanlega uppúr svo það sé hægt að koma þessari stjórn frá, annars er ég hissa á því að Alþingi skuli ekki vera búið að lýsa yfir vantrausti á þetta samstarf með Ríkisstjórnina og leita til Forseta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2010 kl. 01:01

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Ellen og takk fyrir þessa hjálp. Ég er algjörlega sammála þér með það að þetta er ekki okkar að greiða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2010 kl. 01:03

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigjka eitt í viðbót, þú ferð með rangt mál þegar þú talar um að það sé bara á blogginu sem því sé haldið fram að Icesave sé ekki okkar að borga, það hafa margir komið fram í sjónvarpi sem og útvarpi og bent á það að Icesave sé ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga... Svo hvernig getur þú haldið þessu fram bara á blogginu.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2010 kl. 01:10

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég er hér og við borgum ekki krónu af þessari skuld sem Banki og eigendur hans efndu til! Firr mun ég dauður liggja!

Sigurður Haraldsson, 16.11.2010 kl. 01:19

11 identicon

Alþingi samþykkti samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Samkvæmt honum hefur tilskipun Evrópusambandsins um innlánatryggingakerfi lagagildi hér á landi.

Innlánatryggingakerfin tryggja að samanlögð innlán hvers innstæðueiganda séu tryggð upp að 20.000 evrum ef innlánin verða ótiltæk.

Útibú þarf ekki lengur að fá leyfi í gistiríki, því allsherjarleyfið gildir alls staðar í bandalaginu, og lögbær yfirvöld í heimaríkinu fylgjast með gjaldhæfi þess. (Ath. ekki Bretar eða Hollendingar heldur lögbær yfirvöld í heimaríkinu, okkar yfirvöld.)

Þegar gjaldþrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðrum aðildarríkjum en þar sem lánastofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofnuninni. (Þannig að Bretar og Hollendingar gætu gert kröfu um að Íslenska ríkið borgaði allt, eins og það gerði þegar það tæmdi sjóðinn og borgaði Íslendingum. En ekki bara upphæð tilskipunarinnar. Við tókum hættulega ólöglegt skref þegar við tæmdum sjóðinn.)

Árið 2004 var þýska ríkið dæmt til að greiða innistæðueigendum þessar 20.000 evrur á grundvelli tilskipunarinnar. Þýskaland hafði ekki staðið sig í lagasetningunni, hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda gat ekki borgað. Þýska ríkið bar ábyrgð á að hinn Þýski Tryggingasjóður innistæðueigenda stæði við tilskipun Evrópusambandsins. Og Þýska ríkið þurfti að borga.

Þannig að það er kristal tært að Tryggingasjóður innistæðueigenda á að borga þessa skuld og Íslenskum yfirvöldum bar að sjá svo um að hann gæti það.


Það var á ábyrgð Íslenska ríkisins að setja lög og reglur sem tryggðu að Tryggingasjóður innistæðueigenda gæti staðið við 20.000 evrurnar. Íslenska ríkið gerði það ekki. Íslenska ríkið sá þvert á móti ástæðu til að reyna að halda bönkunum sem Íslenskum skattgreiðendum og lækkaði framlög þeirra í tryggingasjóðinn. Íslensk stjórnvöld ákváðu síðan í lokin að tæma sjóðinn til að greiða nokkrum útvöldum langt umfram trygginguna.

Ábyrgðin liggur öll hjá okkur. Okkar stjórnvöldum sem ekki stóðu sig sem skyldi í lagasetningu, eftirliti og framkvæmd. Og tóku ófrjálsri hendi eignarhlut Breskra og Hollenskra innistæðueigenda út úr tryggingarsjóði innistæðueigenda.

En hvað fólk segir til að veiða atkvæði, vinsældir og frama í silfri egils verður seint flokkað sem heilagur sannleikur.

Góða nótt.

sigkja (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 01:27

12 Smámynd: Elle_

GJALDÞROTA FYRIRTÆKI BORGAR EKKI AÐ FULLU.  GJALDÞROTA FYRIRTÆKI ER NEFNILEGA AKKÚRAT ÞAÐ: GJALDÞROTA.  ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI AÐ RÍKISSJÓÐUR TAKI VIÐ OG RÍKIÐ MÁ EKKI VERA ÁBYRGT, SAMKVÆMT EEA LÖGUNUM.  HÆTTU NÚ AÐ LJÚGA UPP Á OKKUR RÍKISÁBYRGÐ.  VIÐ BORGUM EKKI EYRI.  HINSVEGAR GETUR ÞÚ ÞAÐ.  HVÍ HEFURÐU EKKI FARIÐ AÐ BORGA EF ÞÚ ÆTLAR OKKUR HINUM ÞAÐ??

Elle_, 16.11.2010 kl. 01:42

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,þá er ljóst að Þjóðin er mjög vel upplýst um þetta Icesave vegna þess að það hefur verið hægt að koma upplýsingum til hennar á annan hátt en var áður....

Þjóðin veit í dag að lagalega séð þá ber henni engin skylda til að borga"

Fyrirgefðu, samkv. síðustu línunni hjá þér og að því gefnu að það sé rétt mat hjá þér - þá bendir það til að svokölluð þjóð sé einmitt ekki ,,mjög vel upplýst" um viðkomandi efni.  það væri nú skrítið ef sjálf þjóðin hefði misst af þessari grundvallarstaðreynd að Ísland er skuldbundið til að standa undir icesave samkv. alþóðlegum samningingum.  það væri mjöög skrítið - ef hún væri svo upplýst.  Svo líklega er þjóðin bara ekkert vel upplýst heldur fókuserar á einhverja þjóðrembingsdrullu og er mötuð af henni eftir atvikum af áróðurspésum ýmiskonar.  því miður.

,,Iceland is obliged to ensure payment of the minimum compensation to Icesave depositors in the United Kingdom and the Netherlands, according to the Deposit Guarantee Directive.[1] This is the conclusion in a letter of formal notice the Authority sent to Iceland today.

The EFTA Surveillance Authority has the task to ensure that Iceland, Norway and Liechtenstein comply with the terms of the EEA Agreement. The Deposit Guarantee Directive forms part of that agreement. According to the Directive, Iceland was obliged to guarantee for EUR 20.000 per depositor after Landsbanki and its Dutch and British branches, called Icesave, collapsed in October 2008.
http://www.eftasurv.int/press--publications/press-releases/internal-market/nr/1253

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.11.2010 kl. 12:18

14 Smámynd: Elle_

´ICELAND´ BER ENGA LAGALEGA ÁBYRGÐ Á ICESAVE.  FARÐU NÚ AÐ LÆRA ÞAÐ ÓMAR, UTANBÓKAR EF ÞÚ ÞARFT.   ÞAÐ SKIPTIR ENGU MÁLI HVAÐ ÞIÐ SEGIÐ ÞAÐ OFT.  ÞÚ HREKUR EKKI RÖK LAGAPRÓFESSORA.  VIÐ BORGUM EKKERT.   

Elle_, 16.11.2010 kl. 14:08

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ástæða þess Sigkja að meira er skrifað um Icesave-nauðungina á bloggheimum,er að þessi pottþétti sannleikur,er þaggaður niður í stærstu fjölmiðlunum. Þar er hann þaggaður.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2010 kl. 20:37

16 identicon

Ástæða þess Helga að meira er skrifað um Icesave á bloggheimumm er að í bloggheimum er enginn hemill á heimskunni, samanber Lúkasarmálið. Þar fékk pottþéttur sannleikur og réttlæti að hætti bloggheima að grassera.

sigkja (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 21:32

17 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl öll sömul, ef eitthvað er þá er ég enn harðari á því að þetta er ekki okkar að greiða, mér er alveg sama hvað þú sigkja segir þá er í það fyrsta þessi skuld komin til vegna þess að eigendur rændu viðskiftavini sína, þessir eigendur ganga en lausir og ekkert gert til þess að ná í endan á þessum peningum sem þeir stálu, stálu segi ég vegna þess að það varð stórt rán framið.... Allir ganga lausir og það er allt í lagi, að ætlast til þess að það sé í lagi að knésetja heila Þjóð til borgunar á þessu ráni á sama tíma er STÓR BILUN....

Í 2 lagi þá er einhver ástæða fyrir því að Bretar, Hollendingar ásamt Íslenskum stjórnvöldum vilja ekki að þetta mál endi hjá ESA... ATH. hvorki Bretar eða Hollendingar er svolítið skrítið finnst mér þar sem að það voru aðallega þeirra landar sem voru rænir fé sínu.... Þetta fær mig til þess að hugsa það að það skyldi þó ekki liggja svo í málinu að yfirvöld þessara Landa beri ábyrgðina  en ekki við 'Islenskir skattgreiðendur... Frestur til ESA er 7 Des. að mig mynnir. Nú svo er það 4. endurskoðun AGS það er ekki hægt að klára hana nema það sé búið að ganga frá Icesave...

Sigkja varðandi ummæli bloggheimsins þá talar þú fyrir þína hönd, ef að þú ert að hleypa heimsku þinni þar út þá er það þitt, það táknar ekki að allir hinir eru að gera það sama og þú, en eins og segi þá getur þú bara talað fyrir þig þar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.11.2010 kl. 00:22

18 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Helga og Elle það er á hreinu að þetta er ekki okkar að greiða...

Það er líka alveg á hreinu að Ríkisstjórnin er komin út í horn, Steingrímur á að hirða poka sinn og koma sér í sveitina að grafa skurði, það er þvílíkt bull búið að koma frá honum varðandi þetta Icesave að honum eða Ríkisstjórninni er ekki stætt lengur... Það er að verða komin 2 ár frá því að þau tóku við og það er ekkert búið að gera nema koma ESB umsókn af stað og bjarga bönkunum liggur við að ég segi....

Ríkisstjórnin er rúinn öllu trausti og það er ekki gott fyrir hag okkar að hafa Ríkisstjórn sem veit að traustið sem Þjóðin bar til hennar er farið... Þá eru hagsmunir heildarinnar ekki hafðir lengur að leiðarljósi eins öll vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar hafa reyndar einkennst af....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.11.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband