Sammála því...

Það á ekki að koma annað til greina en að birta þetta samtal til okkar, það er verið að ætlast til þess að við borgum þessa skuld þó svo að hún sé ekki okkar...

Við Íslenskir skattgreiðendur vitum að það er ekki okkar að borga þessa einkaskuld, við kusum okkur Ríkisstjórn sem gaf það út í kosningarbaráttu sinni og með kosningarloforðum að tryggja það ætlaði hún sér að það yrði sko ekki Íslensku þjóðarinnar að borga þessa óráðsíu Icesave...

Í dag stöndum við Íslendingar frammi fyrir því að það er búið að vera eitt aðalmarkmið Ríkisstjórnarinnar að troða þessum óhroða Icesave á herðar okkar alveg sama hvað...

Ríkisstjórninni er búið vera svo mikið sama um hag okkar og rétt að tilbúin hefur hún verið í að samþykkja hvað sem er án þess að vita jafnvel hvað hún er að samþykkja á herðar okkar til greiðslu í þessu mikla óréttlætismáli sem ég segi að þetta Icesave sé...

Ennþá meira óréttlætismál í augum okkar finn ég þegar svona staða kemur upp þar sem það á að halda upplýsingum frá okkur sem gætu varpað nýrri sýn á málið, á sama tíma og það er ætlast til þess að við borgum...

Það er ekki okkar að borga þetta...

Ríkisstjórnin er óstarfhæf í þessu máli vegna fyrri vinnubragða í þessu...


mbl.is Segir samtalið eiga erindi við almenning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband