Ríkisstjórnin er okkur til skammar...

Sú tilfinning að það sé verið að hengja vittlausa aðila hér læðist að manni...

Það er augljóst að Landskjörstjórn gerði það sem henni var SAGT að gera...

Hver gaf Landskjörstjórn verkskipun til dæmis...  Hver fór fram á það þetta breska kosningarkerfi væri notað, kosningarkerfi sem augljóst var að þungt yrði í vöfum fyrir vissan hóp manna...

Að hlusta á þetta væl hjá Ríkisstjórninni um að þessi og þessi sé ábyrgur en ekki hún Ríkisstjórnin sjálf er sorglegt að sjá og henni til háborinnar skammar.

Öll Ríkisstjórn Íslands á að segja tafarlaust af sér vegna þessa, það er ekki nóg að Landskjörstjórn geri það vegna þess að hún var að vinna vinnuna sína og fékk sín fyrirmæli annarstaðar frá, það er hægt að ásaka hana fyrir að hafa ekki risið upp og bent á þessa galla þegar þeir urðu augljósir... 

 


mbl.is Gagnrýnir löggjöfina um kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ríkisstjórnin hefir ekki átt sjö dagana sæla, að ósekju. Á meðan koma fram stórfelld misferli með fé sem tengjast „dáðadrengjunum“ sem ofdekraðir voru og fengu að vera í friði fyrir eftirliti Seðlabanka, Fjármálaeftirlits og ríkisstjórnar, að eta innan bankana og mörg fyrirtæki haustið 2008, jafnvel eftir „neyðarlög“ Geirs Haarde.

Það er með öllu óskiljanlegt hvernig öðrum er kennt um sem ekki áttu þátt í hruninu.

Stjórnlagaþingskosningarnar voru eitt merkeasta framlag til að auka lýðræði á Íslandi.

Nú er deginum ljósara hverjir eru á móti lýðræðinu!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2011 kl. 20:59

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er verið að einbeita sér að því að ná þessum dáðadrengjum? Er ekki vandamálið það að ríkisbankarnir í dag hafa litlu breytt í sínum ranni? Er það þeim sjálfum að kenna eða öðrum og hverjum þá ef ekki þeim sjálfum? Dabba kóngi kannski?

Sindri Karl Sigurðsson, 30.1.2011 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband