Er hún runnin út á tíma...

Eins og staðan er orðin þá held ég að margir velti því fyrir sér hvort er meira aðkallandi fyrir okkur núna...

Að losna við Ríkisstjórnina eða kjósa til annars Stjórnlagaþings...

Að það sé ekki hægt að vinna að breytingum á Stjórnarskránni nema hún og hennar Ríkisstjórn séu við völd er bara ekki rétt. 

Ef að hún Jóhanna Sigurðardóttir vill gera sérstakar breytingar á Stjórnarskránni sem hlýtur að vera þá er þingið til þess teldi ég, og þangað ber henni að fara með sínar tillögur og leggja þær fram og fá tillögur sínar samþykktar þá áfram ef samstaða verður...

Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að bjóða þá samvinnu núna, en orðið Sjálfstæði þolir Forsætisráðherra víst ekki svo kannski heyrir hún ekki það sem að hún ætti kannski frekar að leggja hlustir við ef skynsöm væri...

Það sem mér finnst alvaralegast í þessu öllu saman er að það er hvergi verið að hugsa um hag og velferð fólksins í Landinu eins og lofað var ef til valda kæmust....

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég og á hún að segja af sér strax....


mbl.is Ný stjórnarskrá fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Sammála, við höfum ekki efni á þessu lengur hvorki mannlega, samfélagslega né efnahagslega.Við þurfum forsetisráðherra sem sameinar en ekki sundrar.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 29.1.2011 kl. 18:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ekki seinna en í næstu viku,þetta er að klára fólk andlega einnig,er ekki nóg af veiku fólki.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2011 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband