Réttur okkar að ráða för í þessu máli...

Það er réttur okkar að ráða för í þessu máli þar sem það er ekki okkar lögum samkvæmt að borga þennan óreiðureikning Icesave...

Forseti vor Hr. Ólafur Ragnar Grímsson gerði sér grein fyrir því og útskýrði það um leið og hann setti síðasta Icesave samning í hendur okkar...

Það hefur ekkert breyst síðan síðast í lagarammanum sem segir okkur að ábyrgðin sé okkar núna....

Lee Buchheit lætur það út úr sér að Icesave SAMNINGARNIR (fleirtala) sé viðunandi á óviðunandi vandamáli og skiljanlega séu sumir óánægðir....

Lee Buchheit lét það líka út úr sér í viðtali fljótlega eftir að þessi Icesave samningur lá fyrir að Bretar og Hollendingar settust frekar að samningarborði aftur en að fara til Dómsstóla og hvað segir það okkur Íslendingum...

Það er ljóst að okkar er ekki að greiða Icesave og það veit Forseti vor. Það er óskandi að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson virðir og treystir okkur Þjóðinni áfram og setji þetta Icesave aftur í hendur okkar, það væri annað en það sem Ríkisstjórnin gerir. Þessi Ríkisstjórn var kosin til að tryggja það meðal annars að svona gerðist ekki sem búið er að gera og á þessi Ríkisstjórn að koma sér frá tafarlaust vegna þess að ekki er hún að vinna að okkar hag eins og hún ætti að vera að gera...


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband