Nei ég nenni ekki að svara þér mér finnst þú leiðinlegur...

Þannig svaraði Borgarstjóri einum fyrirspyrjanda á fundi í Grafarvogi Laugardagsmorgun síðastliðin...

Nei ég nenni ekki að svara þér mér finnst þú leiðinlegur sagði hann...

Þetta er búið að valda mér heilabrotum vegna þeirra fyrirmyndar sem við erum að leyfa með því að bregðast ekki við svona svörun...

Það þætti ekki gott uppeldi frá heimili ef að barn svaraði kennara sínum svona til dæmis...

Það sem ég finn er að ég vil ekki svona fyrirmynd...

Jón Gnarr er Borgarstjóri og viss fyrirmynd þar og ætla mætti að hann sem fullorðin einstaklingur ætti að vera meðvitaður um það að...

KURTEISI KOSTAR EKKI NEITT, EN DÓNASKAPUR GETUR ORÐIÐ ANSI DÝRKEYPTUR...

Ég er ekkert frekar að skilja þessi orð hans út í Vínarborg þar sem hann lýsir því yfir að hann sé orðin þreyttur á Icesave og ætli þess vegna að samþykkja þær byrðar á komandi kynslóð þó svo að hann viti ekkert um hvað Icesave snýst í raun og veru...

Það er ekki lengur hægt að hlusta á það að við Reykvíkingar verðum bara að sætta okkur við þetta vegna þess að Borgarstjóri er kosin til 4 ára í senn, þó svo að hann sé kosin til 4 ára í senn þá er engin lagaregla til sem segir okkur Reykvíkingum að við getum ekki sagt Borgarstjóra upp áður en kjörtímabili er líkur...

Ég er ekki sátt við að Jón Gnarr hagi sér svona og ætti hann að hugsa alvaralega um það að segja af sér vegna þess að hann er ekki að nenna þessu hlutverki sem Borgarstjóra fylgir...


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hann er kanski ekki slípaður eins og fyrirrennarar hans. Afhverju ættum við að þola embættismönnum,að snupra viðmælendum,með svona orðalagi.En kanski á hann eftir að biðjast afsökunar.

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:03

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mér finnst ótrúlegt Helga að hann geri það en auðvitað væri það gott ef svo yrði...

Mér finnst þessi framkoma ekki boðleg einum eða neinum, og í einni af siðarreglum okkar er fjallað meðal annars um að við komum fram við náungann eins og við viljum að komið sé fram við okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:11

3 identicon

Ég hallast alltaf meira og meira að því að Narrinn sé ekkert að leika sig hálfvita til að vera fyndin,heldur sé hann það í raun og veru.

Casado (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:18

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þannig svaraði Borgarstjóri einum fyrirspyrjanda á fundi í Grafarvogi Laugardagsmorgun síðastliðin...

Nei ég nenni ekki að svara þér mér finnst þú leiðinlegur sagði hann...

Ótrúlegt að maður í opinberri stöðu láti svona frá sér fara.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.3.2011 kl. 17:19

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Halldór það er það....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:20

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Casado já hálfviti eða ekki, eða ekki í sambandi við raunveruleikann þar sem hann er greindur með turett og athyglisbrest.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband