Segjast hafa engan rétt til að...

Það er sorglegt að lesa réttlætinguna hjá þeim fyrir því að setja já við Icesave...

Þeir segja að þeir hafi engan rétt til þess að  leika sér með efnahagslega framtíð barna okkar og þar er ég sammála þeim og þess vegna ætla ég að segja nei...

Ég segi nei vegna þess að þá tel ég mig vera að gæta að rétti og hag míns og minna...

Það er nefnilega svo að ef ég samþykki þessa löglausu kröfu Icesave þá er ég að leika mér með efnahagslega framtíð barna okkar...

Þetta er óútfylltur tékki ef hægt er að segja svo og að samþykkja hann er að þykjast áfram vera ósigrandi og geta gert hvað sem er....

Við skulum athuga það að ef þjóðin samþykkir Icesave þá fyrst ber okkur Lagaleg skylda til þess að borga Icesave...

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Írar búa sig undir þjóðargjaldþrot.  Vilja að skilið sé milli banka og þjóðareigna. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2011 kl. 00:45

2 identicon

Er það ekki makalaust að enginn þessara lögvísu manna lyftir litlaputta til bjargar þjóð sinni, frá klóm þjóðníðinganna og bankaræningjanna á þeirri ögur stundu þegar þjóðin þarfnaðist þeirra mest við að klófesta þá og endurheimta þýfið.

Heldur rís nú upp skari þeirra, og vill að þjóðin segi sig frá heiðarlegum réttarhöldum til að fá úr skorið um sök sína og ófæddra barna sinna.

Svei þessum lítilmennum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:38

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga enda eina vitið í dag ef að við Íslendingar ætlum að eiga okkur viðreisnarvon...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.3.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Arnór segðu, og þeir eru meira að segja að hvetja til þess að samþykktur verði óútfylltur tékki sem engin veit hvernig endaleg tala hljóðar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.3.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband