Æskilegt er að hún segi af sér...

Ríkisstjórninni ber að fara eftir lögum og reglum sem í Landinu eru, og Ríkisstjórnin á að vera fyrirmynd okkar Íslendinga...

Það er að verða skrautlegur listinn þar sem um óvönduð vinnubrögð hefur verið að ræða og þau eru að kosta okkur útgjöld sem svo sannarlega er þörf á annarsstaðar eins og staðan er hér á Landi...

Síðast í gær voru fréttir um að Utanríkissráðherra væri ekki allur þar sem hann er séður gagnvart okkur þjóðinni í heiðarleika gagnvart ESB umsókninni sem átti að vera viðræður en urðu óvart aðlögun að okkur óspurðum...

Hvað veldur því að Ríkisstjórnin hagar sér svona gagnvart okkur er erfitt að segja...

Stundum finnst mér Ríkisstjórnin haga sér eins og  hún sé óviti sem væri hægt að réttlæta vegna ungs aldurs ef um barn væri að ræða en í þessu tilfelli þá er ekki svo...

Það er mjög alvaralegt...

Það er logið að okkur, það eru lög brotin sem og brotið á rétti okkar til þess að ná sínu fram...

Það er alveg ljóst að skynsemi er hvergi að ráða för og það er ljóst að  Jóhanna Sigurðardóttir þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og segja af sér í kjölfari þessa frétta...

Ég krefst þess að hún ætli sér það sama og hún ætlar öðrum í þessari stöðu...


mbl.is Sakaði ráðherra árið 2004 um vankunnáttu á jafnréttislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

o ekki hún er heilög.

gisli (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 13:33

2 Smámynd: Óskar

Æ voðalega er þetta þreytt hjá þér.  Þú eins og aðrir náhirðarmeðlimir hafið vælt og grenjað um afsögn annan hvern dag síðan þessi rikisstjórn tók við eftir að þinn flokkur hafði lagt landið í rúst.   Aumkunnarvert væl.

Óskar, 23.3.2011 kl. 14:01

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar ég á ekki flokkinn þó sjálfstæð sé...

Það er aumkunarvert af ykkar hálfu að styðja svik og pretti...

Hvað hver gerði og hvenær á ekki að ráða för, og þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið við völd þá var hann svo sannarlega ekki einn við völd...

Það er komin tími á að það verði teknar skynsamar ákvarðanir og skynsamar leiðir og ekki lengur réttlætanlegt þetta væl ykkar og réttlæti á þeirri forsendu að einhver gerði á undan og þess vegna sé allt í lagi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband