Enn eitt merki um vanhæfni Ríkisstjórnar...

Þessi staða segir mér og væntanlega fleirum hversu arfa-vitlaus sú stefna var sem Ríkisstjórnin tók þegar hún ákvað að fórna heimilum og fyrirtækjum Landsmanna fyrir bankakerfið sem ofvaxið var út í yrstu æsar ef hægt er að segja svo...

Fórnað heimilum og fyrirtækjum segi ég vegna þess að það er það sem búið er og er að gerast...

Ekki nóg með að Íslendingar þurfi að láta ólöglegt lánaform yfir sig að ganga heldur er það í boði Ríkisstjórnarinnar sem bauð sig fram til þess að BJARGA heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...

Það er ekkert búið að gera til að auka hagvöxtin hér á Landi og ekkert í sjónmáli hjá Ríkisstjórninni sem gæti gefið Íslendingum bjarta von með framtíðina annað en INNANTÓM LOFORÐ sem eru farin að minna á tómahljóðið sem hljómað hefur í tunnum mótmælenda...

Það þarf kannski að vekja tunnumótmæli upp aftur og hætta þeim ekki fyrr en þessi svika Ríkisstjórn kemur sér frá...

Það er ekki laust við að maður fái það á tilfinninguna  að þetta sé jafnvel heimatilbúin vandi Ríkisstjórnar í von um að geta beygt þjóðina inn í ESB vegna fátæktar og bágra stöðu hennar, stöðu sem Ríkisstjórnin sjálf er búin að stefna á að koma þjóðinni í...

Íslendingar það er ekki laust við manni finnist Ríkisstjórnin haga sér eins og við eigum engar Auðlindir okkur til segi ég vegna þess að Auðlindirnar okkar eru miklar og sú staða sem uppi er er þess vegna heima-tilbúinn segi ég...

Hvernig stendur á því að Ríkisstjórnin vinnur ekki að því að efla og styrkja Þjóð sína...

Hvernig stendur á því að Ríkisstjórn Íslendinga vinnur fyrir bankakerfið en ekki Þjóðina...

Vanhæf Ríkisstjórn sem hefur gjörsamlega brugðist Þjóð sinni segi ég og vegna þessa stöðu sem uppi er sé ég bara eitt í stöðunni og það er að koma Ríkisstjórninni frá og fá nýja að...


mbl.is Stefnir í mikil fjárútlát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Sem allra fyrst,Ingibjörg. Við erum ekki alveg inn í klækja gjörningum þeirra, en höfum þó ýmislegt lært. Sigmundur Davíð segir Samfó vilja tala sem mest um L.Í.Ú. Það líkar þeim best,meðan þeir eru að sreytast við að ræna okkur fiskimiðunum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2011 kl. 14:50

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu Helga og mér finnst þessi aðferðarfræði svo lúaleg og hverjum þeim sem notar svona aðferðir til lítillækkunar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband