Hvað er Össur ekki að skilja...

Hverslags bull er þetta í manninum að segja að andstæðingar ESB séu hræddir við kosningu um efnið...

Er það ekki búið að vera vandamálið frá upphafi þessara ESB göngu að hvorki Össur Skarphéðinsson eða Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir treysta Þjóðinni...

Það er búið að skína í gegnum þetta ESB ferli frá upphafi að það er Ríkisstjórnin sjálf sem er drulluhrædd, já ég segi drulluhrædd við vilja Þjóðainnar í þessu efni...

Fyrst var lofað öllu sem hægt var að lofa bara til þess að fá þetta ESB ferli í gang og þar var þessi maður Össur Skarphéðinsson manna fremstur...

Það vantaði ekki lygarnar hjá honum frekar en fyrri daginn í þessu ESB máli þar sem hann var óspar á orð sín um að það væru BARA viðræður sem væru að fara í gang og ekkert annað...

BARA VIÐRÆÐUR...

Það er ekki búið að gera eitt eða neitt til þess að rétta úr hag Þjóðarinnar vegna þess að Ríkisstjórnin segir að það sé ekki til peningur....

Ekki til peningur á sama tíma og Þjóðin horfir á að það er til nægur peningur til þess að sinna þessu GÆLUVERKEFNI Ríkisstjórnarinnar ESB á sama tíma og Þjóðfélaginu blæðir...

Það er búið að ljúga og ljúga að Þjóðinni í þessu máli og ef að vandamálið hjá Össuri er að ESB andstaðan sé hrædd þá er það ekki rétt vegna þess að það er Össur Skarphéðinsson sjálfur ásamt Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem eru drulluhrædd við vilja Þjóðarinnar í þessu máli segi ég vegna þess að það voru þau sjálf sem þorðu ekki að leyfa þjóðinni að segja til um það hvort hún vildi fara í þetta ESB brölt eða ekki...

Ekkert ESB segi ég vegna þess að ég tel hag okkar best borgið hér heima fyrir og hvergi annarstaðar...


mbl.is Össur: Andstæðingar ESB hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá eru þetta "bara viðræður". Fullyrðingar um aðlögunarfeli en ekki umsókarfelrli eru rakið bull.

Það hefur engu verið logið að þjóðinni í sambandi við ESB umsókn okkar.

Það hefur alltaf staðið til að aðildarsamningur fari í þjóðaratkvæðageiðslu og því fáránlegt að tala um hræðslu við vilja þjóðarinar hjá þeim sem vilja klára ferlið. Það eru þeir sem vilja draga aðildarviðræðurnar til baka sem vilja taka réttin til að kjóaa um málið frá þjóðinni.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 09:02

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður hættu þessu bulli. Það var og er Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir sem þorði ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort það ætti að fara í ÞETTA ESB brölt eða ekki...

Þorðu ekki vegna andstöðu meirihluta Þjóðarinnar á ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.9.2011 kl. 09:11

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar þetta ferli hófst var meirihlutastuðningur við ESB umsókn.

Til að þjóðaratkvæðagreiðsla hafi eitthvert gildi þurfa að vera skýrir kostir í stöðunni þar sem afleiðing af því að samþykkja þá tillögu sem kosið er um eru eins ljósir og hægt er. Það er einfaldlega þannig að meðan aðildarsamningur liggur ekki fyrir þá er ekki ljóst hvað í aðild felst.

Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla þegar aðidlarsamnignur liggur fyrir svo fremi að ESB andsætðingar nái ekki að taka þann rétt frá þjóðinni að fá að taka afstöðu til aðildarsamnings. Það eru ESB andstæðinar sem eru hræddir um að aðildarsamningurinn verði þannig að meirihluti þjóðarinnar geti alveg sætt sig við hann.

Hræðsla ESB andstæðinga við kosningu um fyrir liggjandi aðildarsamning kristallast í því að þeir vita að þegar samningur liggur fyrir sé þjóðinni það ljóst að margar af þeim mýtum og hræðsluáróðri sem þeir hafa dælt yfir þjóðina og stór hluti þjóðarinnar trúir núna séu bull. Séu ekkert annað en innihaldslausar mýtur og hræðsluáróður.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 09:23

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður það er ekki rétt hjá þér að það hafi verið stuðningur með þessari aðild, og akkúrat vegna þess að það var ekki stuðningur þá þorði Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki að láta Þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um það hvort Þjóðin vildi eða vildi ekki fara í þessar ESB viðræður...

Það átti að fara fram Þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál áður en lagt var af stað...

Sigurður andstaða Þjóðarinnar minnkar ekki og ef eitthvað er þá vex hún hjá þeim sem eru ákveðnir í að við höfum ekkert í ESB að gera...

Það eru þið ESB sinnar sem eruð hræddir við meirihluta Þjóðarinnar.

Að segja svona að það sé ekkert mál að hætta við þegar það verður búið að keyra allt regluverk hér að hætti ESB er fyrra...

Svik og lygar segi ég vegna þess að Össur Skarphéðinsson hefur sagt að það sé bara viðræður og ekkert annað, bara viðræður og engu breytt fyrr en Þjóðin hefur sagt sitt orð...

Alþingi logar núna dag eftir dag vegna þess að það er verið að breyta öllu regluverki fyrir ESB og nægir að nefna þetta nýja innanríksráðuneyti sem búið er að stofna og er eingöngu gert fyrir ESB...

Þessi Ríkisstjórn er búin að vera með hugann sinn allann við ESB frá því að hún tók við, ekki með hugann við það að koma Þjóðinni út úr þessum skuldarvanda, nei við ESB er hugur Ríkisstjórnarinnar búinn að vara á sama tíma og Þjófélaginu blæðir út...

Svei og skömm bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.9.2011 kl. 10:04

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Smá villa sem leiðréttist hér með. Við ESB er hugur Ríkisstjórnarinnar búinn að vera á sama tíma og Þjóðfélaginu blæðir út...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.9.2011 kl. 11:31

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ingibjörg. Staðreyndin er sú að samkvæmt nýjustu skoðanakönnum um afstöðu fólks til aðildarumsóknarinnar vilja um tveri þriðju hlutar þjóðarinnar klára ferlið og taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því fátt sem kallar á hræðslu ESB sinna við að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður. Það er alls ekki sami hlutirinn að vera nú þeirrar skoðunar að vilja ganga í ESB og að vilja að umsóknarferlið sé klárað og síðan kosið um það. Það var meirihlutastuðningur við það að sækja um þegar sótt var um samkvæmt flestum skoðanakönnunum.

Það er engin lygi að við séum aðeins í viðræðum um aðild að ESB. Það er einfaldlega haugalygi að verið sé að breyta hér einhverju regluverki vegna aðildarumsóknar okkar. Það er hins vegar verið að breyta fullt af reglum vegna EES aðildar okkar eins og gert hefur verið á hverju einasta ári öll þau 17 ár sem við höfum verið það aðilar. Þetta eru breytingar sem við hefðum hvort eð er þurft að gera þó við stæðum ekki í aðildarviðræðum við ESB.

Sigurður M Grétarsson, 13.9.2011 kl. 22:34

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hvað gerir það þá til þótt við séum vænd um hræðslu,(sem er rangt)ef ykkur líður betur með það.  Hvers vegna eru þessar breytingar svona fyrirferðamiklar allt í einu,vegna Ees. Það er nuddað í Jóni Bjarnasyni lagt hart að honum allt á að gerast í hvelli. Össur talaði um að herða á svokölluðum viðræðum,eða hvað vitum við hvað er í gangi þegar þetta kallast ýmist umsóknarferli eða aðlögun. Þeir ætla líklega að koma sér upp bækistöð hér,þar sem nægt landrými er,eftir stórfelldan fólksflótta. Stjórnarandstaðan væri búin að koma okkur úr sporunum,efla atvinnu,þess vegna er aðkallandi að koma þessari stjórn frá,en aðallega stoppa þetta bévítans Esb trúboð. Skoðanakannanir Fréttablaðs er ekki marktæk,spurningarnar eru leiðandi,síðan er þjóðaratkvæðagreiðslan ekki bindandi,en hún hefði verið það í byrjun,þegar/ef við hefðum fengið að kjósa um hvort sækja ætti um Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2011 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband