Setja kostnað á komandi kynslóð...

Eg veit ekki betur en að það sé búið að vera eitt af aðalmálum núverandi Ríkisstjórnar að skera niður í Heilbrigðisgeiranum og á þeim hjúkrunarheimilum sem fyrir eru vegna skorts á pening og jafnvel ganga svo langt að loka þeim víðsvegar um Landsbyggðina á þeirri forsendu að það sé ekki til peningur...

Það er til nóg af húsnæði sem hægt er að endurbæta undir þessa starfsemi og ekki laust við að það hafi hvarlað að mér hvort Ríkisstjórnin sé orðin hrædd um að það verði ekki til athvarf fyrir sig þegar til kastanna kemur...

Það er öllu alvaralegra hvernig farið er í þetta og fyrir Fjármálaráðherra þá virðist ekkert vera að því að fara ólöglega svo lengi sem gjörningur er gerður...

Það er ekki laust við að það hljómi kunnuglega að setja kostnaðinn á komandi kynslóð...

Við skulum muna að eitt af fyrstu verkefnum þessa Ríkisstjórnar var að reyna að fá Þjóðina til þess að samþykkja greiðslu á risa reikningnum Icesave á þeirri forsendu að það væri allt í lagi vegna þess að það yrðu svo og svo mörg ár þar til það ætti að byrja að greiða af honum, það átti að samþykkja vegna þess að það yrði komandi kynslóð sem borgaði....

Það er ekki hægt að vera með Ríkisstjórn sem er gjörsamlega steingeld á hugmyndir í að auka hagvöxtin í Landinu og eina leiðin sem Ríkisstjórnin virðist kunna til þess að gera eitthvað er að setja kostnaðin á komandi kynslóðir...

Ég kalla eftir nýrri Ríkisstjórn takk fyrir.

Núverandi Ríkisstjórn er gjörsamlega rúin öllu trausti og gerir ekkert annað en kippa stoðunum undan samfélaginu og það er ekki hægt lengur...


mbl.is Ekki verður horft fram hjá gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband