Evran er mikilvægari en allt virðist vera...

Já þetta er ótrúleg frétt það verð ég að segja...

Ef Grikklandi yrði leyft að fara í greiðsluþrot þá myndi það gera að engu traust fjárfesta á evrusvæðinu og GÆTI breiðs út líkt og gerðist...

Það hljóta að vera fáir fjárfestar eftir sem hafa trú á þessum gjaldmiðli Evruni og finnst mér eins og að það sé frekar verið að hanga í einhverju sem er ekki að ganga frekar en að viðurkenna mistök...

Bara þetta EF segir að Grikkland er komið í greiðsluþrot...

Þessi staða sem uppi er er að hafa áhrif á allt evrusvæðið og út fyrir það, og alveg ljóst á þessari frétt að það er allt lagt í að bjarga gjaldmiðli frekar en gölluðu eða vittlausu hagkerfi...

Sú hugmynd að ein tegund gjaldmiðils bjargi öllu er greinilega komin út í horn og frekar en að viðurkenna svo þá er betra að setja heiminn allan liggur við að ég segi í ánauð þessum gjaldmiðli til bjargar...

Það er ekki verið að horfa á lífskjör fólks í þeim ríkjum sem eru í erfiðleikum, nei lífskjör almennings skipta ekki máli, lífskjörin geta átt sig svo lengi sem þessi gjaldmiðill EVRAN lifir...

Hagkerfi og Fjármálakerfi er nátengt og alveg ljóst að það er ekki fjármálakerfið sem stjórnar hagkerfinu heldur er það hagkerfið sem stýrir fjármálakerfinu í upphafi...

Þetta þýðir í stuttu máli að ef Ísland fer í ESB þá verðum við sett í ánauð til björgunar Evruni...

Ekkert ESB og enga Evru segi ég.


mbl.is Myndi eyðileggja traust á evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband