Ringulreið og óvissa.

Það eina sem þessari blessaðri Borgarstjórn er búið að takast með góðu móti er að grafa undan öllu trausti og stöðugleika í Borginni og skapa ringulreið og óvissu í allar áttir og finnst mér störf hennar til háborinnar skammar.

Það ætti að vera takmark hvers einasta Borgarstjóra að vilja borgarbúum sínum það besta og ef þetta er það besta sem Besti flokkurinn hefur að bjóða þá vil ég hann frá...

Borgarstjóri Reykvíkinga er eina ferðina enn að haga sér eins og fífl á erlendri grund og finnst mér það miður af manni í hans stöðu.

Hann á að sína gott fordæmi og góða fyrirmynd og það er hann ekki að gera með orðum sínum erlendis þar sem hann segir að eitt af persónulegum markmiðum sínum er að eyðileggja þessa ímynd sem búinn hefur verið til af Leiðtoga....

Hvaða ímynd er hann að tala um veit það einhver...

Ég hefði haldið að Leiðtogi sé eitthvað sem kemur innan frá frá persónu sem hefur óeigingjarna forsjón í að vilja vel fyrir heildina, óeigingjarna fyrir-hyggju sem og umhyggju fyrir heildinni til svo ég nefni eitthvað og því er ekki fyrir að fara hjá þessum blessaða Borgarstjóra og finnst mér því miður...

Ég vil ekki Borgarstjóra sem lætur sig Tónlistarhús meira varða en dagvistunarpláss fyrir foreldra svo þeir geti stundað störf sín eða hvað þá skólaganga barna okkar. 

Ég kalla eftir Borgarstjóra sem sýnir Borgarbúum að þeirra velferð er númer 1. 2 og 3...


mbl.is Ótrúverðugar forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband