VG slítið þessu samstarfi tafarlaust...

Það sem VG á að gera núna og það tafarlaust er að kalla eftir því að Þjóðin fái að svara til um það hvort hún vilji fara í þessa ESB aðlögun eða ekki annars sé öllu Ríkisstjórnarsamstarfi lokið...

VG hlaut fullt að atkvæðum í síðustu kosningum vegna þess að eitt helsta kosningarloforð þeirra var ekki í ESB...

Traust og virðing er það sem Þjóðin þarf, ekki einhverja fagurgala sem góla fögur loforð eingöngu til þess að komast til valda og svo um leið og valdið er komið þá er allt gert til að stinga kjósendur í bakið...


mbl.is Finnur til með Jóni Bjarnasyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég held að þú hafir ekki tengt á hvað er að gerast... Það er þingflokkur VG sem er að skipta Jóni Bjarnasyni út af því hann fer ekki að samþykktum sem þeir hafa gert í sjávarútvegsmálum. Hefur ekkert með ESB að gera.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.12.2011 kl. 09:40

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvaða samþykktir eru það sem Jón er ekki að fara að í sjávarútvegsmálum, Jón Ingi?

Ég fæ ekki betur séð að það sé eitthvað bogið við tenginguna hjá þér, sennilega vitlaust tengdur af yfirlögðu ráði. En þannig er víst krataeðlið.

Jóhannes Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 09:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Hvern vilt þú fá í staðinn fyrir Jón Bjarnason í ráðherrastólinn? Er það Björn Valur Gíslason, sem á að henta betur sem sjávarútvegs-ráðherra? Hann er vel tengdur inn í sjávarútvegsmálin, er það ekki? Hentar hans sýn á ESB-aðildina kannski betur en sýn Jóns Bjarnasonar ásamt stærsta hluta fólksins í landinu, á ESB-aðildina?

Treystir þú hagsmuna-aðila í sjósókn til að taka sanngjarna afstöðu í sjávarútvegsmálum? Veist þú ekki að Björn Valur á eigin-hagsmuna að gæta í sjávarútvegsmálunum?

Er ekki komið nóg af Rússneskum vinnubrögðum í þessari ríkisstjórn, og á Íslensku embættismannakerfi yfirleitt? Finnst einhverjum virkilega sanngjarnt að reka fólk úr embættum, ef það er ekki leiðitamt í ESB-aðildinni? Er ekki til snefill af réttlæti og lýðræði í þessari ríkisstjórn? Hvers konar villimennska og einelti er þetta eiginlega á stjórnarheimilinu? Myndir þú vilja að komið væri fram við þig, eins og komið er fram við Jón Bjarnason þessa dagana?

Ég vona að þú getir svarað einhverjum af þessum spurningum, með skiljanlegum útskýringum og sanngjörnum réttlátum rökum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2011 kl. 10:08

4 identicon

VG eru ómissandi fyrir ESB plott samfylkingar; Aðeins VG eru nægilega mannvondir til að hækka skatta á allt og alla upp úr öllu valdi; Aðeins skattpyntingarstefna VG fær almúgann til að hrópa eftir inngöngu í ESB...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 10:56

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ja hlutlaus er ég í þessum ESB málum a.m.k. eins og er, hvað svo sem síðar verður. En Anna Sigríður verður það ekki þjóðin sem hefur úrslitavaldið um inngöngu í ESB? En hvað blessaðan kallinn hann Jón varðar, að nú tárfellir mikill hluti stjórnarandstöðunar yfir því hvernig komið er fram við hann af hans samráðherrum og flokksmönnum. En þeir feldu ekki tár þegar þeir voru að krítisera hans málaflokk, og ef ég man rétt þá fór þar mikinn fyrverandi sjávar og landbúnaðarráðherra EG. En mér hefur fundist blessaður kallinn hann JB vera svolítið útundan í þessari ríkisstjórn, finnst hann líka ekkert vera voða ráðherralegur kall anginn, en hvað um það. Nú þessi ríkisstjórn lagði upp með miklar breytingar í sjávarútvegi, og þeim málaflokki stýrir blessaður kallinn hann JB, og samkvæmt því sem maður sér í fréttum þá virðist hann hafa verið að gaufa við það svona hálfpartinn í felum, þ.e.a.s. að hann hafi lítið verið að upplýsa ríkisstjórnina um sinn málaflokk, hvað varðar sjávarútveginn. Ætli það sé ekki aðalástæðan, eins og Jón Ingi kemur inn á að skipta eigi honum út. Góðar stundir.

Hjörtur Herbertsson, 2.12.2011 kl. 11:47

6 identicon

Enn og aftur Jón Ingi getur ekkert rökrætt því hann veit ekki haus eða sporð á því sem hann er að básúna, það er bara eitthvað sem spunameistarar samspillingarinnar hafa fyllt hausinn á honum af.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 18:23

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Ingi ég er nokkuð inni í þessum málum þó svo að vissulega geta allir fræðst betur ef þeir vilja...

Þeir sem halda öðru fram en að þetta sé gert vegna ESB stefnu Jóns Bjarnasonar eru sjálfir að loka augunum sínum Jón Ingi.

VG var með kosningarloforð til kjósenda sinna sem var einhvervegin á þá leið að skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki landsmanna átti að tryggja, óreiðuskuldir annara eins og Icesave átti ekki að vera þjóðarinnar að borga og ekkert ESB var ofarlega á listanum...

Það sem VG er búið að gera er að svíkja allt sem þeir lofuðu að þeir myndu gera ef þeir kæmust til valda...

Traust er eitt af því sem Þjóðin verður að geta haft til Ráðamanna sinna sem  hún kýs sér og Ráðamenn eiga að geta haft bein í nefinu til að standa á sínum loforðum sem er gífurlega mikilvægt fyrir samfélagið allt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2011 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband