Er fólk á örorku vegna þessa iðnaðarsalts....

Öll þessi umræða um iðnaðarsaltið eins og hún er búin að vera í fréttamiðlunum fékk mig til þess að velta því fyrir mér hvort það hefði einhver dáið eða veikst alvaralega af þessu iðnaðarsalti þvílíkur hefur flutningurinn verið, en það er alveg sama hvað ég hugsa þá minnist ég ekki eftir frétt eða umræðu um þess háttar svo mig langar að kalla eftir upplýsingum um hvort það sé vitað hvort það hafi einhverjir dáið, veikst alvaralega og jafnvel hlotið varanlega örorku vegna þessa iðnaðarsalts...

Það er ekki laust við að mér finnist í fljótu bragði að það sé verið að gera úlfalda úr mýflugu hér vegna þessa iðnaðarsalts og ætti ekki að vera mikið mál að laga þessa hluti.

Var annars ekki til Saltverkssmiðja hér á Landi og væri ekki frábært ef við Íslendingar gætum framleitt okkar eigið salt...


mbl.is Ekkert iðnaðarsalt í mötuneytum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta salt hefur verið notað í stóran hluta matvælaframleiðslu á landinu í 13 ár. Þar sem það hefur ekki verið vottað og gæðaprófað á fullnægjandi hátt, þá er engin leið að vita hversu mörg þeirra dauðsfalla sem orðið hafa á Íslandi á þessu tímabili má hugsanlega rekja til saltsins. Það þarf ekki nema einn farmur á ölllu tímabilinu að hafa innihaldið eitthvað tiltekið aðskotefni sem til hálkueyðingar væri skaðlaust, en við neyslu þess af heilli þjóð myndi tölfræðilega hafa í för með sér einhvern ótilgreindan fjölda dauðsfalla. Ótilgreindan, vegna þess að án þeirra prófana sem eru skilyrði vottunar höfum við höfum engar forsendur til að meta það. Kannski ekkert, kannski hundrað.

Fjöldi dauðsfalla af völdum iðnaðarsalts undanfarin 13 ár er þess vegna og mun áfram verða óþekkt stærð. Þar sem allri þjóðinni var byrlað þetta er engin leið að gera marktækar samanburðarrannsóknir eftir á til að komast að réttum fjölda. En á móti langar mig að spyrja þig, hversu mörg sjúkdómstilvik eða dauðsföll á þessu tímabili myndir þú telja tölfræðilega ásættanleg vegna afleiðinga af neyslu matvæla úr óvottuðum hráefnum? Eitt Tvö? Þrjú?

Enn fremur ef það lægju fyrir eitt eða fleiri staðfest tilvik, myndir þú þá vilja vera í sporum þess sem hefði selt þetta salt, vitandi að það var ekki vottað? Persónulega held ég að engin vilji í raun og veru standa í neinum af þessum sporum sem hér hafa verið nefnd. Að fólk skuli reyna að verja þetta hneyksli hlýtur að ganga gegn samvisku og betri vitund þess. Eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2012 kl. 21:19

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Guð minn almáttugur Guðmundur ég er ekki að verja þetta á einn eða neinn hátt það var allavega ekki meiningin heldur eins og þú bendir á að í 13 ár hefur saltið verið notað og það er langur tími fyrir mannslíkama sem ætti að vera farin að sína viðbrögð löngu fyrr, en eins og þú bendir líka á þá geta verið óæskileg efni innan um og þér að segja að um leið og fyrsta tilfellið kæmi upp ef ég væri ábyrgðaraðili sem leiddi til gruns þá færi eftirlitið í gang hjá mér og eyru og augu höfð opinn fyrir fleiri tilfellum, en eitt tilfelli yrði væntanlega litið á sem einstakt tilfelli og þar af leiðandi ekkert hægt að fullyrða og jafnvel með annað tilfellið líka ef það kæmi til en ef þriðja kæmi fljótlega í röð á eftir hinum þá myndi ég telja að það þyrfti að grípa til aðgerða. Annars fer þetta allt líka eftir hverju veikindatilfelli fyrir sig og hvernig fólk verður veikt...

Guðmundur það verð ég að segja þér að ef að seljandi er að selja meðvitaður annað en hann segir er það vítavert segi ég... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2012 kl. 00:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég var alls ekki að gagnrýna þig fyrir að verja þetta, sem þú gerðir svo sem ekki, heldur alla hina sem hafa verið að reyna að færa rök fyrir því að þetta sé bara í fínu lagi, alveg eins og gengistryggðu lánin eða sílikonpúðarnir o.s.frv. Hafi þetta misskilist, sem kann að vera mín sök fyrir að vera ekki nógu skýr, þá áréttast það hér með og ég biðst velvirðingar. Bestu kveðjur og lifðu heil.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2012 kl. 04:19

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

 Guðmundur farðu vel með þig og hafðu það gott.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2012 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband