Það væri óskandi.

Akkúrat vegna þessa miklu óvissu sem er í þjóðfélaginu sem Ríkisstjórninni hefur tekist að skapa með því að hafa hvorki gengið erinda eða vilja kjósenda sinna þrátt fyrir loforða um annað setti ég nafnið mitt á þennan lista...

Loforða sem Þjóðin kallaði meðal annars eftir voru skjaldborg utan um heimilin okkar og fyrirtæki og að tryggt yrði að óreiðuskuldin Icesave yrði ekki okkar Þjóðarinnar að borga, öll vitum við hvernig þjóðin hefur átt í sínu stríði við Ríkisstjórnina með þessi mál og þurfti kall til Forseta vor eftir hjálp til þess að Icesave yrði ekki troðið á herðar okkar Þjóðarinnar og sýndi Forsetinn þroskaða ákvörðun þar að mér finnst með því að vísa því máli í hendur okkar Þjóðarinnar og er það annað er Ríkisstjórnin þorði að gera sem kom fram við Þjóðina sína á sama tíma eins og hún hefði nú bara ekkert vit á þessum hlutum, og rétt sinn til leiðréttingar á skuldum heimila og fyrirtækja hefur Þjóðin þurft að sækja í gegnum dómsstóla vegna svika Ríkisstjórnarinnar um skjaldborgina sem hún lofaði að kæmi...

Eins og óvissan er um framtíðina okkar í dag þá treysti ég Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni best til þess að leiða embætti Forseta og því hlutverki sem það fylgir fyrir Þjóðina næsta kjörtímabil.

Ég get líka alveg ímyndað mér að þetta sé mikil og stór ákvörðun að taka vegna þess að það er verið að tala um bindingu næstu 4 árin fyrir hann og hans fjölskyldu...

En það eru einstakir tímar sem við erum að ganga í gegnum núna og fyrir mér þá er mikilvægt að vita að við Þjóðin séum með manneskju sem við getum treyst og að standi með meirihluta Þjóðarinnar ef svo bæri við eins og Hr. Ólafur Ragnar er búin að sína mér að hann gerir. 

Svoleiðis traust myndast ekki á einni nóttu og er okkur sem Þjóð afar dýrmætt segi ég og vegna þessa traust sem er þá væri óskandi að hann yrði við þessu kalli míns og hinna sem settu nafn sitt á þennan lista sem honum var afhentur í dag að sitja eitt kjörtímabil í viðbót vegna þess að það er okkur afar mikilvægt sem Þjóð á þessum tímum.

Kv.góð

 


mbl.is Forsetinn: Ábyrgðarlaust að skapa tómarúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband