Réttlátt hagkerfi er það sem þarf...

Að tala endarlaust um hversu vonlaus gjaldmiðill okkar er, er gert til þess að afvegaleiða almenning frá því sem er í raun og veru að...

Að staðan skuli vera eins og hún er, er þeim sem að stjórna krónunni okkar um að kenna en ekki krónunni sjálfri sem slíkri eins og látið er í ljós...

Það er greinilegt að  það er allt reynt til þess að afvegaleiða Þjóðina frá því sem að er í raun og veru og því sem þarf að gera í von um að almenningur skilji ekki og samþykki þess vegna bara hvað sem er, bara vegna...

Fyrir mér þá eru hlutirnir ekki að ganga upp meðal annars vegna þess að AFÆTUR eru orðnar of margar í kerfinu okkar og það er eitt af því sem þarf að laga...

Við skulum átta okkur á því að það skiptir engu máli hvaða gjaldmiðil við erum með ef að þeir sem eiga að sjá um hann gera það ekki betur en þeir eru að gera...


mbl.is Bannað að flytja ræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert að einfalda þetta um of.

Vissulega skiptir góð hagstjórn máli. 

En krónan verður ávalt til vandræða. Þrátt fyrir góða hagstjórn. 

Sleggjan og Hvellurinn, 3.3.2012 kl. 10:46

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þarna er ég ekki sammála ykkur einfaldlega vegna þess að góð Hagstjórn byggist meðal annars upp á því að allt sé opið og einfallt í umgjörð...

Þegar það er búið að setja hlutina þannig upp að þeir er ekki lengur einfaldir og skýrir er það vegna þess að einhverstaðar er ekki hreint borð sem má ekki sjást og jafnvel sagt að þetta sé svo flókið að það sé ekki fyrir meðal-ljónið að skilja, ég segi að það sé sagt vegna þess að það er verið að fela og hvað er verið að fela er það sem verður að komast upp á yfirborðið....

Hagkerfi eiga að vera einföld og auðskilin....

Heimurinn er þannig vaxin að það verður alltaf eftirspurn og framboð eftir grunnvöru, og verð mun alltaf ráðast af magni sem og gæðum vöru hverju sinni sem mun gera það að verkum að form til jöfnunar verður að vera til staðar og þetta er kannski spurning um að verðtrygging verði eingöngu á launum til að rétta þessar veiflur af sem verða alltaf hvort sem þjóðir eru með evru krónu eða dollar eða hvaða mynt sem er vegna þess að verð hverju sinni fer fer alltaf eftir framboði og eftirspurn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.3.2012 kl. 17:45

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

smá leiðrétting...

til að rétta þessar sveiflur af sem verða alltaf....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.3.2012 kl. 17:48

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þú segir að krónan er góð líttu á hagsögu íslans.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2012 kl. 05:26

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það sem ég er að reyna að segja í einföldu máli svo allir skilji er að það er ekki krónunni sem slíkri að kenna hvernig farið er, heldur þeirra sem að áttu að sjá um hag hennar okkur til...

Fyrir mér þá liggur vandinn þar...

Ég geri mér líka grein fyrir því að fyrir þá sem að áttu að sjá um hag okkar er miklu betra að kenna bara krónunni um...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.3.2012 kl. 08:52

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jams... hagstjórnin var léleg

og hagstjórnin seinustu fimmtíu ár

íslendingar hafa aldrei getað höndlað krónuna

er ekki kominn tími til að breyta ?

Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2012 kl. 12:36

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sagan segir okkur að það koma góðir tímar og það koma slæmir tímar og það er hringrás sem alltaf verður. Góð hagstjórn tekur tillit til þess og notar hluta af góða tímann til þess að geta mætt slæma tímanum....

Hvað olli þessari stöðu sem uppi er núna er það að við vorum rænd fé okkar...

Ég vildi frekar sjá okkur taka almennilega á því og tryggja að svoleiðis geti ekki gerst auðveldlega aftur og kannski er eina leiðin til þess að svo geti orðið leiðin sú að hafa Ríkisbanka en ekki einkabanka því það er jú vinnandi höndin sem skaffar peninginn í upphafi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.3.2012 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband