Siðlaus stefna...

Já það er greinilega farið að þrengja íllilega að fólki núna og ekkert skrítið heldur vegna þess að kjör öryrkja ellilífeyrisþega og almennings í Landinu hafa ekkert annað gert en að versna frá því að þessi Ríkisstjórn tók við.

Núna er fjölskylduhjálpin ásamt samtökum öllum þeim sem séð hafa um að veita matargjafir til þeirra sem það hafa þurft á að halda farnar að eiga minna og þar af leiðandi farnar að fækka þeim dögum sem úthlutað er yfir mánuðinn og þá er eðlilegast að spyrja Ráðamenn af því hvað á að gera til að mæta þessum vanda...

Hvað ætla Ráðamenn að gera til þess að mæta þessum vanda sem (hugsanlega) er komin meðal annars vegna þess að siðleysið er alsráðandi...

Mér finnst það siðlaust af Ráðamönnum okkar sem kosnir eru af okkur í góðri trú til að vilja okkur allt það besta að þeim finnist það allt í lagi að þau sem svo auðveldlega ættu að geta borgað rétt verð fyrir mat sinn vilji ekki öllum sömu kjör...

Að segja að það sé ekki hægt er bara ekki rétt vegna þess að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og hvað þá réttsýni sem svo sannarlega er í því að geta látið alla njóta sömu kjara hvort sem að það er í matarkaupum eða öðru að maður tali nú ekki um í launakjörum...


mbl.is Öryrki boðar mótmæli við ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg vissi ekki fyrr en nú að matargjafir færu fram í Ráðhúsinu til borgarstjóra og starfsmanna þar sem .iggja full laun frá borginni.

Mér datt það bara ekki í hug eftir að Jón borgarstjóri Björk Vilhelmsdóttir og fleiri velferðarsviðs gæðingar sögðu að fatlaðir vildu borga matinn sinn sjálfir og njóta þannig jafnráttis og mannréttinda.

Þar með var lagður niður sá stuðningur við vinnustaði fatlaðra að þeir fengju hráefnið en sæju sjálfir um að elda matinn.Það munar um það af lélgum bótum þeirra að fá inn 12.000 kr. kostnaðarauka.

Mér datt bara ekki í hug að á sama tíma mundi þau brjóta sömu "MANNRETTINDI" á sjálfum sér alveg blygðunarlaust í sjálfu Ráðhúsinu.Þvólíkt skítapakk.

Matur út í félagsmiðstöðum borgarinnar kostar nú eftir síðustu hækkun 660 kr.En ekki 480 kr eins og í Ráðhúsinu.

Sólrún (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband