Af hverju er þessi staða...

Af hverju þessi staða er uppi er eingöngu vegna þess að þessir menn lugu að okkur þjóð sinni til þess að komast til valda og er það ljótt...

Lugu að okkur Þjóðinni að það værum við sem málin ættu að snúast um og vegna þessa lyga aftur og aftur þá eru þessir menn ekki öruggir...

Hvað er þetta að kosta okkur aukalega spyr ég og eru það upplýsingar sem við Þjóðin eigum rétt á að vita vegna þess að það erum við Þjóðin sem erum látin borga...

Ég vil Ríkisstjórnina burt...

Ég vil fá Ríkisstjórn sem Þjóðin getur treyst, Ríkisstjórn sem vinnur fyrir okkur Þjóðina og velferð okkar en ekki fjármagnið og vogunarsjóðina eins og við erum að horfa upp á að þessi Ríkisstjórn er að gera og þess vegna eru þessir menn ekki öruggir...

Það er greinilegt að siðblinda er á ferðinni ef að þessum mönnum finnst allt í lagi að staðan sé svona á sama tíma og það er niðurskurður á öllum þáttum samfélagsins vegna þess að  það er ekki til peningur...

Þegar sú staða kom upp að öryggisverði þurfti til að gæta þessara manna áttu þessir menn að sjá sóma sinn í því að segja af sér vegna þess að þessi staða er eingöngu tilkomin vegna  þess að þessir menn eru ekki að standa við kosningarloforð sín, kosningarloforða sem komu þeim í þessi sæti sem þeir eru í og eru ekki öruggir í...

Þá er betra að viðurkenna að menn eru ekki meiri menn en það að orð sín geta þeir ekki staðið við og víkja í burtu vegna þess, víkja burtu vegna þess að svona staða þar sem að peningum okkar er sóað í gæslu á þeim mönnum sem eiga að vera að hugsa um okkar hag og velferð er ekki það sem á að vera ef að allt er í lagi...


mbl.is Vakta heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Við þurfum að borga öryggisgæsluna vegna þess að þeir eru í vinnu hjá okkur og vegna embætta sinna er ástæða talin þörf á þessari vernd. Reiði fólks snýr að embættum þeirra en ekki persónum. Þetta er ekki neitt alvg nýtt, það voru margir sem fengu öryggisgæslu og lífverði líka þegar hrunið varð af sömu ástæðum og kannksi áður líka þó svo ég muni það ekki hér og nú. Svo þetta er þverpólitískt ef svo má að orði komast.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 08:39

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hjördís ef að Ríkisstjórnin væri að vinna að okkar málefnum og þeim kosningarloforðum sem að hún lofaði að vinna að bara ef að hún kæmist til valda þá efast ég um að þessi staða væri uppi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2012 kl. 08:51

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er vissulega rétt að ríkisstjórnarflokkarnir lugu sig inn á þjóðina til valda og ég er sammála því að vilja þetta fólk burt úr ríkisstjórn, en öryggisgæslan hefur ekkert með þetta að gera..

Ástæðan er klárlega sú að Ögmundur og Steingrímur hafa verið harðorðir í garð skipulagðrar glæpastarfsemi og þess vegna er óttast um öryggi þeirra og þá sennilega sérstaklega Ögmundar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2012 kl. 08:56

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar þessi gæsla er ekki ný til komin.

Ef það er vegna þessara glæpasamtaka sem þessi staða er uppi þá ætti ekki að vera erfitt fyrir okkur Íslendinga að uppræta þau þar sem að við erum ekki nema rúmlega 300,000 manns og flestir þekkja hver annan eða vita af hverjum öðrum...

Mér finnst að ef svo væri eins og þú segir þá hefði það átt að koma fram í þessari frétt en það ætti ekki að vera erfitt að upplýsa þjóðina um það hvort þetta er eitthvað ný til komið eður ei...

Það sem mér finnst vanta er vilji og heill hugur að málefnunum og ef að Ráðamenn okkar eru ekki öruggari en það að gæslu þurfa þeir til þess að komast heilir í gegnum sólarhringinn vegna lyga sinna þá er ekki allt í lagi, ef að þessir menn væru samstíga Þjóðinni og ynnu að heilindum í því sem að þeir voru kosnir til að gera þori ég næstum því að fullyrða að þessi staða væri ekki uppi sem er. 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2012 kl. 09:13

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Rétt Ingibjörg að reiðin væri ekki til staðar ef allt væri í gúddí og allir happý og engir niðurskurðir sem að vísu voru ekki hafnir um leið og hrunið varð en þá hófst reiðin sem enn er mög mikil.

Það sem mér þykir skipta máli er að persónugera ekki embættin sem menn og konur sinna tímabundið fyrir okkur öll, hvort sem við kusum þau eða ekki, þá sinna þau störfunum fyrir landsmenn alla hvar í flokk sem þeir standa.

En öryggisgæslan er án efa ekki af þeim ástæðum, þeas vegna reiðinnar í samfélaginu sem er almenn og beinist gegn mjög mörgum málum og með réttu að mínu mati. Það er erfitt að vera vinsæll í stjórnmálum á tímum niðurskurðar og það á ekki bara við um Ísland.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 09:14

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hjördís ef að sannleikurinn er sagður þá skilja flest allir og virða það þó svo að það sé ekki endilega það sem viðkomandi langi að þá virðir maður það sem rétt er vegna þess að maður veit að það er rétt.

Það er eins með okkur fullorðna fólkið og börnin þegar þau spyrja af einhverju að ef að börnunum er ekki sagður sannleikurinn strax þá halda þau áfram að spyrja og spyrja þar einhver kemur og segir þeim það sanna og um leið og það gerist þá hætta þau að spyrja...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2012 kl. 09:30

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjördís. Það er gott að vita að þessir 2 menn fá öryggisverði.

Vandinn er gamall og rótgróinn. Á Íslandi hefur ríkt gjörspillt verktaka-dómara og yfirlögregluveldi í yfir 50 ár.

Til að breyta þeirri staðreynd, þá verður almenningur að vera hreinskilinn og heiðarlegur og segja frá öllu siðlausu sem vitað er um fjármálafyrirtækin og bankana. Ekki níða niður kúgaða einstaklinga, sem hengdir eru út sem mútaðir og hótaðir valdalausir einstaklingar í ráðherrastólum. Sundrung og áhrifagirni almennings, er skaðvaldurinn sem gerir ráðherrum ókleift að sinna fjöldanum af réttlæti, sanngirni og lýðræði.

Svona hefur þetta alltaf verið, og mun ekki breytast nema almenningur fari að átta sig á þessu, og breyta sinni siðlausu hegðun sjálft.

Máttur fjöldans er eina leiðin að réttlæti. Engir stjórnmálamenn geta komið neinu réttlæti á, ef almenningur er tryggari þöggun og pólitískum klíkuflokkum, heldur en réttlæti, sanngirni og lýðræði sameinaðs fjöldans.

Nú á kraftur sameinaðs réttláts almennings leik! Það er eina leiðin!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2012 kl. 09:45

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Flest okkar fá útrás fyrir óánægju okkar gagnvart ráðamönnum með orðum, í versta falli eggja og tómatakasti, en það finnast alltaf öfgamenn sem eru ógnandi á annann og verri hátt, hvað svo kemur slíkum öfgamönnum af stað má deila um, en samkvæmt því sem Gunnar segir hér, þá virðist þetta af öðrum toga.

Allalvarlegum toga ef rétt er, og ber að taka taki að sjálfsögðu, þar er ég sammála Ingibjörgu, en að það sé eins einfalt og auðvelt og hún heldur fram, er ég ekki sammála henni um, skipulögð glæpastarfsemi liggur oftast í "grásvæðinu" löglegt/ólöglegt og það þarf oft að taka í notkun aðferðir sem eiginlega stríða gegn stjórnarskrá og mannréttindum almennt, aðferðir sem krefjast breytinga á lögum, tímabundið og/eða til frambúðar, þegar fengist er við slíkt.

Þetta er ekki innlegg til varnar stefnu ríkisstjórnarinnar, bara svo það sé á hreinu.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 23.3.2012 kl. 09:46

9 identicon

En hver ver almenning fyrir ríkisstjórninni og 4flokknum/alþingi; Það er nokkuð ljóst að 4flokkurinn er lang hættulegasta gengi á íslandi...

DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 09:49

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekkert sem réttlætir svona stöðu Ingibjörg.

Heimili fólks eiga undir öllum kringumstæðum að vera friðhleg.

En annars, í hvaða umboði skyldi Ögmundur vera að auglýsa vöktun við heimili Steingríms ?

Ætli Steingrímur hafi beðið Ögmund um að koma því á framfæri ?

hilmar jónsson, 23.3.2012 kl. 10:08

11 Smámynd: Landfari

Ég held nú að Gunnar Th. fari nærri um ástæður fyrir þessari öryggisgæslu. Ég fæ í það minnsta ekki séð að Ögmundur ætti að þurfa að óttast eitthvað frá þjóinni. Steingrímur hefur hinsvegar gengið svo á bak orða sinna fyrir kosningar að annað eins þekkist ekki. Vonandi verður það til þess að fólk láti ekki svoleiðis háttsemi yfir sig ganga áfram eins og hingað til. En þau mál verða útkljáð í kosningum en ekki með einhverju líkamlegu ofbeldi.

Landfari, 23.3.2012 kl. 10:11

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég hef alltaf haft mikið álit á Ögmundi svo það sé á hreinu hérna og efast ég ekki um að hann sé að gera allt sitt okkur til.

Kristján Hilmar það sem ég á við er að við erum ekki nema rúmlega 300,000 manns hér á Landi og engin Lönd utan á okkur til þess að gera okkur erfiðara fyrir svo það ætti að vera auðveldara um vik fyrir okkur Íslendinga að stöðva þessar klíkur sem hingað eru komnar með lagasetningum og samstilltu átaki.

Það er líka hægt að skoða þetta út frá því hvað vakir fyrir þeim sem vilja meiða og skaða bara vegna...

En ábyrgð orða okkar er mikil og á að vera vegna þess að það eru orðin sem gera...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2012 kl. 10:20

13 Smámynd: Óskar

Ingibjörg man greinilega ekki aftur fyrir árið 2009 og spyr þvi eins og fáviti afhverju þessi staða sé svona.  Ingibjörg ætti í raun að spurja sína eigin flokksmenn í sjálfstæðiflokknum afhverju þeir rændu landið, slátruðu efnahag þjóðarinnar og enduðu 20 ára valdaferil með efnahagslegri hryðjuverkaárás á Íslensku þjóðina.  Svo er Ingibjörg ein af þeim sem sífelt reynir að gera lítið úr björgunarstarfinu og ræðst með mjög ósanngjörnum hætti á þá sem sinna því.  En hér er ekkert sem kemur á óvart, svona vinnur þetta íhaldspakk.

Óskar, 23.3.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband