ESB átti sig á því...

Ég held að það sé komin tími á að ESB sjálft staldri við og endurskoði mál sín hér á Landi...

Endurskoði mál sín og átti sig á því að Ríkisstjórn Íslands er að spila svo til einleik með þessa ESB umsókn sína og Íslensku Þjóðinni hefur aldrei verið gefin kostur á að svara því hvort þetta sé það sem hún gæti hugsað sér og langað í...

ESB þarf að átta sig á því að það eru bara nokkrir mánuðir í Alþingiskosningar hér á Íslandi og hvað þýðir það fyrir okkur Íslendinga, jú bara eitt og það er að þessari Ríkisstjórn verður komið frá og ESB umsóknar-aðildarferli Íslendinga verður ekki framhaldið án þess að Þjóðin gefi leyfi sitt og samþykki fyrir því eins og átti að verða í upphafi áður lagt var af stað í þetta mikla ferðalag sem meirihluti Þjóðarinnar vill ekki fara í...

Íslendingar stöndum saman í að halda vörð um það sem er okkar, það er einhver ástæða fyrir því að okkur var gefið þetta fallega Land að búa á og hlúa að...


mbl.is Vilja sérlausnir fyrir rútur og flutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr því sem komið er, er lang best að klára þetta ferli, og kjósa síðan um það. Ef ferlið er stoppað, þá verður þetta bara hangandi yfir okkur. Norðmenn gerðu það eina rétta og kusu um málið ( tvisvar ) eftir að samningur lá fyrir, og felldu í bæði skiptin. Það er að mínu mati rétta aðferðin.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 09:57

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er rétt Kristinn Norðmenn höfnuðu tvisvar aðild að ESB en þá var ekki landið sett í aðlögun að regluverki eins og á sér stað hérna svo það dáldið mikill munur á þessum tveim málum,svo að þessa aðlögun á að stöðva strax og láta kjósa um hvort eigi að halda áfram og þá myndi ríkisstjórnin hafa fullt umboð frá þjóðinni ef það yrði samþykkt í stað þess að vera með alla á móti sér núna..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 23.6.2012 kl. 11:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það sem Marteinn segir,árétta að þar er mikill munur á kosningu í Noregi um líkt mál og okkar núna. Það er beinlínis hættulegt að hleypa þeim nær,því klæki hefur ríkisstjórnin stundað frá ,,fæðingu,, sinni.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2012 kl. 11:43

4 identicon

Það eru forréttindi að vara fædd hér á landi. Fá að tala þessa tungu. Ég get bara líkt Össuri við "Gissur Jarl" með Gamla Sáttmálann!!!! Ætlum við að láta þá sögu endurtaka sig??? Nei TAKK!

anna (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 20:16

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kristinn Rósantsson úr því sem komið er segir þú...

Það er ósköp gott að þykjast verða vitur eftir á og áttu Ráðamenn virkilega að hugsa það áður en þeir ákváðu þá leið sem þeir fóru hvaða leið þeir væru að velja og hvað hún gæti þýtt...

Hvað meirihluti Þjóðarinnar vill er það sem málið á að snúast um en ekki hvað nokkrir Ráðamenn vilja og það er alveg sama við hverja ég tala Kristinn allir eru sammála um að þessi ESB aðild er ekki það sem koma skal, og þó svo að margir hafi verið tilbúnir að bíða og sjá hvað yrði í þessum pakka þá voru þeir hinir sömu andvígir aðild og er sá biðtími farin, farin og ekki lengur til staðar skynja ég, heldur vill fólk fá aðila að stjórn sem lætur sig fólkið hér á Landi og hag þess sig varða...

Ekki hvað ESB þarf eða vill...

Marteinn sammála þér sem og Helga, skynsemi er það sem við þurfum að fá og rétta forgangsröðun í samvinnu við okkur fólkið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.6.2012 kl. 09:35

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Anna já segðu og það er ekki bara tungumálið okkar heldur hreina loftið okkar og vatnið líka sem er okkur svo dýrmætt.

Hvað endurtekur sig og hvað ekki er algjörlega undir okkur fólkinu sjálfu komið og alveg ljóst í dag að hinn almenni borgari í heiminum á í stríði við peningaröflin sem vilja meira og meira fyrir sinn snúð á kostnað samfélagsins alls, og það versta sem gæti komið fyrir þann arminn það er peningaröflin, væri að hinn almenni borgari áttaði sig á því að án hans sjálfs væru þessi staða ekki svona...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.6.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband