Er þetta blekking...

Já var það ekki bara allt tilbúið á rúmum 3 mánuðum sem er ekki búið að takast á 3 árum hvern er verið að blekkja hér spyr ég bara...

Er þessu ekki bara kastað fram í von um að þetta ESB ferli verði ekki stöðvað, það mætti segja manni að svo sé vegna þess að það er ótrúlegt að allt í einu sé allt tilbúið og satt að segja þá talar Stefan Fule þannig að allt liggi fyrir svo kannski er bara fyrir þá sem vilja fá að vita hvað sé í þessum pakka að lesa lög og reglur ESB....

Samkvæmt nýjustu könnun sem útvarpsstöðin Bylgjan var að segja frá og púlsinn var tekin í gær þá vilja 70% Þjóðarinnar stoppa þetta ESB ferli og ekki nema 28% halda því áfram og það er ekki hægt að hunsa svona mikinn meirihluta Þjóðarinnar lengur og í það minnsta ætti að fara fram Þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Íslendingar vilji halda þessari aðlögun áfram eða ekki, það er skynsamlegastt og þá verður ekkert hægt að segja við því sem verður ofan á vegna þess að ákvörðunin verður tekin af Þjóðinni sjálfri...


mbl.is Spilin ættu að liggja á borðinu í lok árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem stjórnarliðar felldu tillögu um að lata fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjoðin vildi sækja um ESB. sitja þau uppi með þessa stöðu núna. En hinn almenni borgari þessa lands,lærði að loforð og mælska er agn sem ekki skal bita á . Látum fíflin skrifa upp á loforðavixil,þa eiga þeir séns.

Helga Kristjánsdóttir, 17.8.2012 kl. 00:03

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er alveg ljóst Helga að okkur kjósendum þarf að tryggja það að þeir sem lofa og hljóta kosningu vegna þeirra loforða sem þeir lofa standi við loforð sín ella fari þeir frá með það sama og svik um annað komist upp..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.8.2012 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband