Látið eins og Íslendingum komi ESB umsóknin ekki við...

Þessi ESB umsókn er komin út í horn hjá Ríkisstjórninni og allar þær væntingar sem Ríkisstjórnin var með varðandi þessa ESB umsókn sína í byrjun hvernig hún átti að bjarga öllu hér á Íslandi hafa brugðist og undirferli Ríkisstjórnarinnar varðandi þessa umsókn er meira og meira að opinberast okkur Íslendingum sem voru látin halda að eingöngu væri um viðræður að ræða er mjög alvaralegt og ekki laust við Íslendingar upplifi kúgun af hendi Ríkisstjórnarinnar í þessu máli...

Bara þessi frétt þar sem það kemur fram að Seðlabankastjóri telur sig ekki hafa umboð til annars en að vinna að upptöku Evrunar og það án þess að Íslendingar hafi verið spurðir er mjög alvaralegt vegna þess að það er ekki verið að hugsa um okkar Íslendinga hag lengur heldur ESB....

Króna sem gjaldmiðill eða annað á ekki að skipta máli heldur hvernig hagkerfunum eru stýrt og stjórnað í heild sinni.

Að vera með hinn eða þennan gjaldmiðil hefur frekar með virðingu fyrir hvert öðru að gera, allstaðar eru vinnustundir tengdar í peninga og að vera með hinn eða þennan peningin á ekki vera höfuðmálið heldur hvernig haldið er utan um búskapinn hérna og það með Íslensku krónunni vegna þess að hún er okkar gjaldmiðill og er búin að vera það um örófir alda þrátt fyrir að hún hafi ekki hendur eða fætur eða hvað þá talanda til að geta tjáð sig eins og þessir háu herrar sumir hverjir hafa látið í veður vaka...

 ESB er mikið að ganga í eins og Þjóðin hefur fengið að finna fyrir og lágmark að Ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að við Íslendingar búum í lýðræðis ríki og virði Þjóð sína það mikið og treysti til að ráða för...

Þar sem það eru ekki nema nokkrir mánuðir í nýjar Alþingiskosningar og fundur Ríkisstjórnar fyrirhugaður á Bessastöðum á morgun ætti Forseti vor að taki fram fyrir hendur þessara Ríkisstjórnar og krefja hana um vinnu samkvæmt þeim leikreglum sem hér á landi eru, það getur hann gert með því að fara fram á það að Þjóðin fái að segja vilja sinn um áframhald á þessari ESB umsókn í næstu Þjóðaratkvæðagreiðslu sem er fyrirhuguð núna í október....

Þessi umsókn er að kosta okkur Íslendinga mikinn pening og það pening sem við eigum jafnvel ekki til heldur er tekin að láni á sama tíma og það er þrengt meira og meira að Íslendingum með hækkunum á öllum gjöldum og sköttum án þess að það sé einu sinni hugað að því hvort Íslendingar geti almennt tekið meiri hækkanir á sig...


mbl.is Umsóknin í vegi afnáms haftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér, nú er mál að linni.  Hættum þessari vitleysu og gerum okkur grein fyrir að hér var aldrei um neitt að kíkja í pakka dæmi.  Heldur fullkomlega aðlögun að regluverki upp á 100.000 blaðsíðna tilskipanir frá Esb.  þetta er bara óþolandi og versnar eftir því sem á líður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband