Góð ræða hjá Bjarna Benediktssyni verð ég að segja...

Ég hlustaði á ræður kvöldsins og það verð ég að segja að ræða Bjarna Benediktssonar bar af, það var kraftur í henni og raunveruleg von og sannfæring um að við getum komið okkur upp úr stöðunni þó erfið sé og verði í náinni framtíð og þó svo að það taki tíma, það var ekki laust við að mig langaði að klappa fyrir orðum hans að þeim loknum...

Er leiðtoginn komin framm...

En Bjarni Benediktsson var ekki sá eini sem talaði með von og sannfæringu um að hægt sé heldur gerði Sigmundur Davíð það einnig þó svo að mér hafi fundist Bjarni bera af...

Varðandi ræður Stjórnarsamstöðunar þá einkenndust þær að ótta og hræðslu við komandi kosningar sem birtust  í skothríð á stjórnarandstöðuna og Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega og það flaug í gegnum huga mér, ja hérna mikill er máttur Sjálfstæðisflokksins hjá þessu fólki...


mbl.is Leikur að tölum brauðfæðir engan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þau seilast aftur í fortíð,til að finna höggstað á stjórnarandstöðu,ef ekki hjá þeim sem þau skálda í,þá hjá pabba,afa eða einhverjum fyrri flokkssystkynum. Það er léttvægt miðað við þau brot sem þau fremja við nefið á okkur. Berjumst og tölum við alla. Ingibjörg,spurning með 20.okt bíst við að ég skili nei-inu þar.Þau eru svo lúmsk,fyrst þeim tókst ekki að hrekja Ólaf R.frá.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2012 kl. 03:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga fyrir mér þá er ekkert annað að gera en að segja nei þar vegna þessa svika og undirferli í öllu sem Ríkisstjórnin gerir og það er ekki einu sinni rætt um þetta framsal Fullveldisins okkar sem í þessari nýju stjórnarskrá færir Forsætisráðherra það vald í hendurnar að geta gert hvað sem er við Fullveldi okkar...

Afhent það hverjum sem er ef því er að skipta...

Það sem mér finnst augljóst varðandi ESB og inngöngu í það er þessi skattainnlimun og er þetta stór spurning fyrir okkur Íslendinga hvort við ætlum að verða skattaþrælar ESB eða okkar eigin skattaþrælar...

Þó svo að Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki hæfileika eða getu til að hugsa um okkar hag varðandi Sjálfstæði okkar og Fullveldi þá táknar það ekki að við eigum enga sem það geta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.9.2012 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband