4 ár til að gera eitthvað og ekkert gert...

Ríkisstjórnin er búin að hafa 4 ár til að bjarga Þjóðinni sinni frá þessu hruni og hver er staðan í dag 4 árum seinna og hvað er búið að gera til að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...

Ríkisstjórnin er búin að hafa 4 ár til að bjarga Íbúðarlánasjóði Landsmanna og frekar en að gera það sem hefði komið Þjóðinni til hins betra þá ákvað Ríkisstjórnin að hugsanlega væri Íslenska Þjóðin of sjálfstæð í sér og SJÁLFSTÆÐ er eiturorð á borði Ríkisstjórnar og vegna þessa þá hafi Ríkisstjórnin ákveðið að fórna þessari duglegu og Sjálfstæðu Þjóð sem Íslendingar eru...

Frekar en að bjarga þá var farið í það að fórna og hefur stór hluti Þjóðarinnar þurft að horfa upp á það og upplifa að missa eignir sínar (við það að missa) sem og störf og það nægir ekki Ríkisstjórninni, heldur gerir hún allt sem í hennar valdi stendur til að koma sem flestum Íslendingum í burtu af Landinu frekar en skapa störfin fyrir þjóðina sína og auka þar með hagvöxtinn sem nauðsynlegur er til að við Íslendingar eigum einhverja von á því að komast út úr þessari stöðu sem við vorum hreinlega sett í af annara manna völdum og okkur Íslendingum ætlað að bera ábyrgðina þó svo að hún sé ekki okkar...

Þjóðin er að vakna upp við ljótan draum, draum þar sem þjóðinni hefur verið fórnað og er þjóðin búin að horfa á í 4 ár í von um björgun sér til af Ríkisstjórn sem kallar sig við Norræna velferð og kom sér til valda á þeim orðum að Þjóðinni skildi bjargað, að Þjóðinni verður ekki bjargað heldur fórnað á meðan þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn er innanborðs.

það eru Íslendingar að vakna upp við núna og er það ljótur draumur fyrir alla sem hagsmuni höfðu og hafa af loforði Ríkisstjórnarinnar...

Þjóðinni var fórnað fyrir þá sem komu okkur í þessa stöðu...

Þessi Norræna Ríkisstjórn ætti að koma sér frá tafarlaust vegna þess að hún er ekki að ganga erinda Þjóðarinnar það skulum við hafa á hreinu... 

Ef Ríkisstjórnin hefði gengið erinda þjóðarinnar væri staðan hér allt önnur en hún er...

Það er hægt að fara allt aðra leið...


mbl.is Staða Íbúðalánasjóðs alvarleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

Þetta er nú meiri firran í þér, sérð ekki sólina skína fyrir flokknum. Þú ættir að fara út og anda að þér ferskaloftinu.

Sigurður Heiðar Elíasson, 17.10.2012 kl. 18:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ríkisstjórnin er búin að hafa 4 ár til að bjarga Íbúðarlánasjóði

Hvers vegna ætti ríkisstjórnin að bjarga Íbúðalánasjóði eitthvað sérstaklega?

Og frá hverju þarf eiginlega að bjarga honum?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2012 kl. 21:01

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður þó að ég sé sjálfstæð þá hefur mín skoðun ekkert með flokkinn að segja, og að segja að þetta sé fyrra er fyrra hjá þér út af fyrir sig að segja og hugsanlega sagt til að tala ekki um málefnið...

Guðmundur af hverju ekki, Íbúðarlánasjóður er Ríkissins og Ríkið erum jú við fólkið allt hérna...

Að finnast allt í lagi að bjarga þessum bönkum sem komu okkur í þessa stöðu en ekki þjóðinni er ekki allt í lagi skal ég segja ykkur og hana nú...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2012 kl. 00:54

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Að afgreiða lánasafn heimilana svona eins og Steingrímur gerði og láta svo heimilin sitja eftir með yfir 110% skuld á bakinu og kalla það hjálp er ekki hjálp...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2012 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband