Allt upp á borðið takk.

Ef að Jóhanna Sigurðardóttir er sjálf farin að hafa áhyggjur yfir þessu..ja hversu ljótt er það þá orðið. Stend með Pétri þarna..

Allt upp á borð áður en það verður einu sinni farið að huga að undirskrift á ríkisábyrgð, ríkisábyrgð sem á náttúrulega að ráðast af vilja þjóðarinnar, hvort hún þjóðin vilji taka þessa þjófnaðarskuld á sig til greiðslu eða ekki...

Þetta er ekki okkar að greiða, en þjóðin er tilbúin að sína það að hún er tilbúin að greiða eitthvað upp í þennan skaða sem einstaklingar ollu, hjá þessum einstaklingum sem trúðu í blindni sinni á þessa galgopa sem stálu svo öllu frá því.

En einhverja hluta vegna vilja þarlend stjórnvöld ekki þyggja þessa réttarhönd sem við íslendingar erum tilbúinn að rétta þeim.. þó að okkur beri engin skylda til þess.

Þessi réttarhönd okkar íslendinga, sem við íslendingar erum að rétta er dýrkeypt. Svo dýrkeypt að það verða fáar fjölskyldur á íslandi sem munu geta þetta til enda, Að Íslendingar taki ALLA icesave skuldina eins  og hún leggur sig á sig verður henni ofviða.

Svo fyrir íslensku þjóðina er eiginlega hvað til boða spyr maður sig.. Jú annarsvega að samþykkja þetta allt, já allt segi ég því bretar og hollendingar ætla sér ekkert annað en að fá allt borgað í topp og meira til eins og ég hef sagt í öðrum skrifum mínum, svo hvað það kostar okkur íslendinga vitum við núna,, komin smjörþefur af því.. margir, já margir munu missa allt sitt, sumir búnir, íslendingar munu lifa við fátækt næstu kynslóðir og verða skammtaður peningur til að geta framfleytt sér, og allt annað mun fara í borga einhverjum útlendingum sem létu glepjast, eins og ég hef líka sagt áður. Svo spurningin þarna er, eru íslendingar tilbúnir að fórna sér og sýnum afkomendum næstu kynslóð fyrir þessa galgopa sem með græðgi sinni rændu og rupluð, og eru að komast upp með það hjá  núverandi ríkistjórn virðist vera. 

Og hvað gerist ef við Íslendingar höfnum þessum reikningi á þeirri forsendu að hann er ekki okkar, og þó að við viljum með stolti sem íslendingar bæta þolendum allavega eitthvað upp í skaða þann sem þeir urðu fyrir, þá getum við sem íslensk þjóð ekki staðið undir þessu sem er verið að fara fram á, og það er bara veruleikafyrring að ætla annað.

Hjá Íslendingum þarf lífið nefnilega líka að halda áfram, og með þennan reikning á bakinu inn í framtíðina þá verður það líf nú ósköp dapurlegt og sorglegt.

Svo stöndum saman á okkar.. Höfnum þessu, við getum ekki meir enn við getum, og annað ekki. Látum ekki troða svona á okkur.

 


mbl.is Icesave-skuldabréf hækkað um 80 milljarða á hálfu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband