Ekki spurning.

Ofan í saumana á þessu öllu saman. Þjóðina vantar svör. Svo það á ekki að vera spurning um að leggja þetta fram, það er það sem þarf núna.

Það er svo margt sem bendir til að Ríkistjórnin hafi lifað í þeirri von að tíminn einn og sér hafi átt að afleiða hug þjóðarinnar  frá þessu mesta skýta máli Íslandssögunnar ,segi ég, máli sem mun gera þjóðina gjaldþrota eins og skot, og verra er að allir vita það innst inni, því engin getur sagt okkur í mannamáli annað sem talar út frá staðreyndum, það að hvernig þetta eigi að ganga vel upp, og í ljósi þess að bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigurðsson hafa sagt í sitt og hvoru lagi, að þeim finnst ekki réttlátt að þjóðin borgi þetta, en krefjast þess samt..og í von um að Alþingi samþykki þessa skuld til greiðslu, greiðslu sem þjóðin þarf að borga án þess að hún yfir höfuð sé spurð að því,

HVORT HÚN VILJI.

HVORT HÚN GETI.

HVORT HÚN SÉ TIL Í ÞETTA, almennt og er þetta það stórt mál fyrir okkur Íslendinga. 

Það  er mikilvægt að þetta allt sé skoðað í ljósi þess feluleiks sem hefur verið í kringum öll samskipti, bréfaskifti, sem og tímasetningar þarna og þarf að skoða vel.

Bara hvernig átti að keyra þetta í gegn í upphafi og samþykkja án þess að vita eða hafa hugmund um hvað væri verið að undirrita, er mjög alvaralegt hjá Ráðamönnum þjóðarinnar, og ekki hægt fyrir þjóðina að hafa svoleiðis fyrirmynd.

Flugvéladæmið þarf að skoða, því það er mjög alvaralegt þar, að þau stíga fram aftur og aftur Jóhanna og Steingrímur og segja, ekkert svar komið um viðbrögð Breta og Hollendinga við þessum fyrirvörum Alþingis á þennan reikning, og á sama tíma rís ráðamaður upp frá Hollandi og segist ekki skilja þetta.. skrýtin staða, það heyrðist ekkert frá ríkistjórn Íslendinga.. En þjóðin veit í dag að Jóhanna og Steingrímur lugu þarna. Svo allur þessi óþarfa tími sem er búinn að kosta þjóðina mikið þarna skiptir máli.  Það er eitthvað annað sem hangir þarna að baki á spýtunni, og það þarf að koma fram hvað það er.....ESB..? Veit ekki, en þætti líklegt.

Svo ef það eru Alþingismenn sem standa frammi fyrir því að þora ekki að standa með þjóðinni sinni einhverja hluta vegna, og innsæi sínu, og hafna þessu ICESAVE, þá krefst ég þess að þeir rísi upp fyrir þjóð sinni og segi henni hvers vegna hún eigi að setja sig, börnin sín, afkomendur þeirra og jafnvel afkomendur þeirra líka í slíka ánauð... Ánauð vegna vítaverðs þjófnaðar á peningum sem nokkrir einstaklingar komust upp með. Og hvar eru nöfn þessara manna... Allar þessar hótanir sem ríkistjórnin er búinn að vera með, og bara þessar lygar er há alvaralegt mál, og þarf að skoða hvaða skilaboð ríkistjórnin er að gefa með þessari aðferðarfræði sem hún er að nota þarna, og afleiðingarnar sem geta orðið til vegna hennar...það er aðferðarfræðinnar.

Að það er allt í lagi að ljúga...

Að það er allt í lagi að stela...

Hjá okkur foreldrum,.. kannski stórt orð.., en vona að það eigi við sem flesta, alla vega mig og marga aðra sem ég veit um, og svo skólar, kirkjan, svo einhvað sé nefnt, þá er það eitt af grunnreglum sem við kennum börnum okkar í uppeldi þess, að við stelum ekki.. við ljúgum ekki. Og ekki má að gleyma líka að nefna, að þú kemur fram við náungann eins og þú vilt að það sé komið fram við þig, og sannleikurinn er alltaf sagna bestur.

Jóhanna og Steingrímur eru kannski alin öðruvísi upp..ég veit ekki. 

En eitt er víst að þjóðina vantar svar þarna, svo hún skylji hvers vegna ykkur finnst bara allt í lagi að hún setji sig í þessa ánauð sem er verið að fara fram á hérna.

Hafnið ICESAVE og krefjist þess að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla, um hvort þjóðin vilji inn í ESB.  Ef það er verið að þröngva ykkur til að samþykkja  þennan reikning sem kemur þjóðinni á hausinn svo Jóhanna og félagar komist þangað inn, þá þarf að vita það fyrst hvort þjóðin vilji þarna inn eða ekki, svo þið getið staðið með þjóðinni. Standið með þjóðinni Alþingismenn sem kaus ykkur í góðri trú til að gæta hagsmuna sinna.... kveðja.


mbl.is Spyr um Icesave-fundargerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ætti nátúrulega ekki að hætt mér í svona umræðu. Finnst hún út í hött. Þú veist sjalfsagt eins og aðrir að Íslendingar að aldrei í sögunni hafa þingmenn né alemnningur haft eins mikin aðgang að öllum göngum og í þessu máli.

Og eins finnst mér þú eins og aðrir vera alveg heltekin af Icesave þega að ljóst er að upphæðin verður í mestalagi um 20% af skuldum okkar. Aðrar skuldir okkar bera hærri vexti, greiðast fyrr og við byrjum að borga þær strax á þar næsta ári. Vonandi verðum við komin í betri mál eftir 6 ár þegar við förum að borga af icesave sem við höfum þó leyfi til að lengja um nánast það sem vð viljum til að létta greiðslubirgði.

Og eins að það er aðeins okkar túlkun að okkur beri ekki að borga Icesave. Bendi þér líka á a við borgum ekki innistæður sem fyrirtæki, stofnanir, samtök áttu inn á Icesav. Við borgum ekki þann hluta innistæðna einstaklinga sem voru yfir 20.880 evrur. 

Og eins þá skautar þú fram hjá því að Geir Haarde og Árni og ríkistjórnin var búinn að samþykkja þann skilning að við ættum að bera innstæðutryggingar af þessum reikningum.

O

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband