Segja já á rangri forsendu...

Jæja einu sinni en ICESAVE skrif...

Þetta sem við erum að horfa hér upp á í beinni er alveg ótrúlegt.. Að Ásmundur Einar Daðason muni að öllum líkum samþykkja Icesave frumvarpið til að koma í veg fyrir sundrung innan flokksins og til bjargar Ríkistjórninni er alveg ótrúlegt að heyra, Hvar er vitið...... 

Þráinn Bertelsson að samþykkja vegna þess að þessar HÖRMUNGAR sem hann kýs að kalla Icesave eru sem betur fer ekki af þeirri stærðargráðu... 

Perónulega þá finnst mér Þráinn vera ansi strekktur á tauginni í þessu viðtali enda ekki skrítið ef maður hlustar á hvísl einhverstaðar um að heiðurs listamannalaun séu í húfi hjá honum, og eins skynja ég jafnvel að örli í hroka hjá honum í garð fréttamannsins.

Málið er að þessir báðir sem eru hér taldir eru ekki að samþykkja vegna þess að okkur ber skylda lagalega séð til að borga þennan óhróðsreikning sem Icesave er. Þessir menn eru ekki að átta sig á því að þeim ber skylda til að gera það sem er þjóðinni réttast og best.

Að samþykkja til að halda Ríkistjórninni saman er ekki til að hrósa sér yfir og sýnir í fljótu bragði að það getur ekki verið mikið á milli eyrnanna hjá þeim.(Hafði vissar vonir með Ásmund ungur og kraftmikill maður) Hvað eru þessir einstaklingar að gera á þingi spyr ég, ef þeir geta ekki fylgt því sem er rétt fyrir þjóðina og satt. Að vera í svona störfum er ábyrgð og að taka ákvarðanir út frá því sem þeim er sagt er ekki rétt forsendan. Þessir menn eiga að vinna að okkar málefnum, fyrir okkur, af heillindum, en ekki því sem formanni hentar, hvað þá formanni sem er á skjön við allt sem heitir raunveruleiki.. Hafið manndóm í ykkur strákar og hafnið þessu, ef ykkur langar að eiga pólitískan feril áfram þá er þetta ekki leiðin. Hérna eru þið að enda hann með þessu samþykki.  Kveðja.


mbl.is Átök innan Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Ég hélt að alla langaði til að standa vörð um fullveldi lands síns.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Helga, maður hefði ætlað það. Þér að segja þá hlýtur líftími þessara stjórnar að vera syngja sitt síðasta. Þetta getur allavega ekki verið svona mikið lengur ástandið hjá okkur, ekkert færist áfram.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband