Gleðilegt ár.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekkert með það að segja hvort við getum kosið eða ekki. 

Þetta voru Einkabankar með enga Ríkisábyrgð á sér, það er alveg komið í ljós. Það er líka alveg komið í ljós að það var engin Ríkisábyrgð á Innistæðutryggingasjóði þessa Banka.

Þð er líka alveg ljóst að þetta voru EINKABANKAR. Það er líka alveg komið í ljós að Bretar og Hollendingar vissu þetta allt saman.

Að skella stærðar ránsskuld á þjóð sína sem persónulegir vinir  Ríkistjórnarinnar urðu uppvísir af að  koma sér í og finnast það bara allt í lagi, er ekki allt í lagi.

Að vera búinn að taka þessa ránsskuld og umbreyta henni í einhverjar Þjóðréttarfarslegar skuldir er ekki hægt að gera, ætti ekki að vera hægt að gera.

Það er ekki hægt að fara fram á að við þjóðin borgi þessa skuld fyrir þessa menn nema spyrja okkur fyrst. 

Ef þetta væri lánaskuld sem væri komin í vandræði hjá Seðlabanka til dæmis vegna slæmra vinnubragða þar, þá bæri okkur skylda vegna þjóðréttarfarslegrar stöðu okkar að borga sem Íslendingar í formi hærri álaga og skatta.  Þetta er ekki okkar skuld, nægar eru okkar skuldir fyrir. Svo miklar reyndar að við eigum í fullu fangi með að borga þær. Það verður að spyrja þjóðina hvort hún vilji gefa Fjármálaráðherra sínum honum Steingrími J. Sigfússyni samþykki sitt fyrir ríkisábyrgð á þennan samning. Þetta voru Einkabankar svo þjóðréttarfarslegar skyldur okkar eru engar þar...  Ég hef fulla trú á að Forsetinn okkar hafni þessum nýja búningi og krefjist þess að fyrri búningur standi.   Gleðilegt ár til ykkar. Kveðja.


mbl.is Gerir ekki athugasemd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband