Hef fulla trú á Forseta vor.

Gleðilegt nýtt ár allir saman. Árið 2010 gengið í garð, ár uppgjörs og ár mótunar á nýjum gildum er runnið inn og þau gildi sem við setjum inn í mótun á réttlæti, siðferði og mannlegum gildum munu hafa mikið að segja með mótun næstu kynslóðar okkar að gera, svo vöndum okkur vel og vandlega. Út frá tölfræðinni fyrir árið 2010 segi ég þetta.

En það er ekki það sem mig langar að tala um hér og á ekki við þessa frétt.

Eftir að hafa hlustað á ávarp hans í dag Nýársdag, sem og orð hans í gær eftir móttöku nýs samnings frá Ríkistjórninni með ósk um  undirritun á nýjum lagasamningi um Icesave, þá hef ég fulla trú á að Forseti vor Hr.Ólafur Ragnar Grímsson hlusti á þjóð sína. Ef einver von kveiknaði hjá mér um þessi gildi að rétt á að vera rétt þá gerðist það.

Það vor punktar sem gáfu mér þessa von, svo sem þegar hann talaði um það að hann væri nú búinn að vera að fylgjast með fréttaflutningi síðustu daga, ( fréttaflutningur síðustu daga varðandi Icesave hefur vægast sagt verið skellur á Íslensku þjóðina í upplýsingum um hversu sterk réttarstaða okkar er í að eiga ekki að borga þennan Icesave reikning ) gefur sér þennan tíma sem þarf til umhugsunar áður en hann ákveður eitthvað, gefur Indefence fund, sem honum er í sjálfu sér ekkert skylt að gera, við höfum séð marga undirskriftarlista mótekna í dyrunum. Það sem var mikilvægast hjá mér voru þessi sterku orð hans um rétt þjóðarinnar, og vægi hennar í miklvægum málefnum þegar á reynir.

Ég ætla að hafa fulla trú á Forseta mínum í þessu mikilvæga máli, máli sem þjóðin á sjálf að fá að skera úr um hvort hún vilji gefa Steingrími J Sigurðssyni Fjármálaráðherra samþykki sitt fyrir ríkisábyrgð á þennan reikning eða ekki.   Kveðja.


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband