Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Verðug kona.

Til hamingju Edda Heiðrún Backman með þennan heiður. Ég þekki þig ekki en hef fylgst með þér í gegnum árin og þú ert svo fyllilega verðug að þessum titli sem KONA ársins. Megi baráttuandinn sem og ljós friðar og kærleika vera með þér og þínum um ókomna tíð.  Kveðja og Gleðilegt ár.
mbl.is Edda Heiðrún maður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekkert með það að segja hvort við getum kosið eða ekki. 

Þetta voru Einkabankar með enga Ríkisábyrgð á sér, það er alveg komið í ljós. Það er líka alveg komið í ljós að það var engin Ríkisábyrgð á Innistæðutryggingasjóði þessa Banka.

Þð er líka alveg ljóst að þetta voru EINKABANKAR. Það er líka alveg komið í ljós að Bretar og Hollendingar vissu þetta allt saman.

Að skella stærðar ránsskuld á þjóð sína sem persónulegir vinir  Ríkistjórnarinnar urðu uppvísir af að  koma sér í og finnast það bara allt í lagi, er ekki allt í lagi.

Að vera búinn að taka þessa ránsskuld og umbreyta henni í einhverjar Þjóðréttarfarslegar skuldir er ekki hægt að gera, ætti ekki að vera hægt að gera.

Það er ekki hægt að fara fram á að við þjóðin borgi þessa skuld fyrir þessa menn nema spyrja okkur fyrst. 

Ef þetta væri lánaskuld sem væri komin í vandræði hjá Seðlabanka til dæmis vegna slæmra vinnubragða þar, þá bæri okkur skylda vegna þjóðréttarfarslegrar stöðu okkar að borga sem Íslendingar í formi hærri álaga og skatta.  Þetta er ekki okkar skuld, nægar eru okkar skuldir fyrir. Svo miklar reyndar að við eigum í fullu fangi með að borga þær. Það verður að spyrja þjóðina hvort hún vilji gefa Fjármálaráðherra sínum honum Steingrími J. Sigfússyni samþykki sitt fyrir ríkisábyrgð á þennan samning. Þetta voru Einkabankar svo þjóðréttarfarslegar skyldur okkar eru engar þar...  Ég hef fulla trú á að Forsetinn okkar hafni þessum nýja búningi og krefjist þess að fyrri búningur standi.   Gleðilegt ár til ykkar. Kveðja.


mbl.is Gerir ekki athugasemd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkistjórnin fagnar...

Mikið ætla ég að vona að Samfylkingunni og VG líði vel.

Líði vel yfir að vera búinn að ná markmiði sínu.

Líði vel yfir því að vera búinn að setja þjóðina í ánauð næstu kynslóðir.

Líði vel yfir því að vera búinn að fá útrás fyrir hatri sínu á Sjálfstæðisflokkinn og alla þjóðina.

Líði vel yfir þessum sigri sínum, fagni honum vel og vandlega því ef maður hlustar á púls þjóðarinnar þá eiga þessir flokkar ALDREI...ALDREI aftur eftir að komast til valda vegna þessa.

Dýrkeyptur miði það.

Ég treysti því að Forsetinn okkar Herra Ólafur Ragnar Grímsson hlusti á þjóðina sína. Hann veit nefnilega að það eru aðrir einstaklingar  en við sem eiga þennan reikning.

Við erum búin að bjóðast til að gera það sem við getum. Það sýna þeir samningar sem voru undirritaðir í sumar og gerðir að lögum. Meira getum við ekki gert, við þurfum að eiga fyrir matnum okkar og nauðsynlegustu útgjöldum, við þurfum að eiga fyrir óvæntum uppákomum sem kunna að koma, til dæmis í formi veikinda eða tannlæknis. Þessar nauðsynlegu þarfir okkar eru ekki lengur til staðar hjá okkur ef þessi samningur verður samþykktur í þeirri mynd sem hann er nú. Við Íslendingar erum að setja okkur í mikla ánauð bara með fyrri samningi, margir okkar munu ekki geta átt fyrir dagsdaglegum þörfum með tilkomu hans. En með tilkomu nýja samningsins þá fer öll þjóðin meira og minna í sultarstöðu... og hver vill þjóð sinni það. Þjóð sem er svo samviskusöm í sér, vill allt fyrir alla gera ef hún getur. En hún þarf að geta... Þjóðin er ekki að sjá sig geta borgað þennan nýja samning, þó að Ríkistjórn sé að sjá sig geta tekið þennan pening af þjóðinni í skattaformi... Ljótur dagur í sögu okkar Íslendinga er runnin upp, vonandi getum við breytt honum með hjálp Forseta vor Herra Ólafs Ragnars Grímssonar.  Gleðilegt ár til ykkar frá mér.  Kveðja.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Standi með þjóð sinni..

Eftir að hafa hlustað á forseta vor Herra Ólaf Ragnar Grímsson þá kveiknar sú von að ekki sé öll nótt úti... Herra Ólafur Ragnar Grímsson hefur staðið með þjóð sinni. Ég ætla að trúa því að eins verði í þetta sinn. Það á að standa við fyrri samning algjörlega óbreyttan, kæmi mér ekki á óvart ef hann ítrekaði þá staðfestingu sína á þeim lánasamningi sem hann gerði að lögum með undirskrift sinni síðastliðið sumar, og hafnaði þar af leiðandi þessum breytingum sem er verið að fara fram á.

Forseti vor hefur notið fullt traust frá okkur þjóðinni sinni í setu sinni sem Forseti, Sýnir tíminn sem hann hefur verið í þessu Embætti það.

Gleðilegt ár til allra frá mér.   Kveðja.

 


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinning...

Tilfinningin sem ég fæ er að það skiptir mig miklu máli að þessi lögfræðistofa Mishcon de Reya viti það að ég trúi henni 100%.

Vonandi að hún haldi áfram að senda þau mikilvægu gögn sem hugsanlega eru til í viðbót varðandi Icesave, og skipta máli.

Það er veðsetning í öllum okkar eignum í þessum samningi sem er verið að fara fram á að við borgum, samningi á skuld sem nokkrir eigendur eiga og stofnuðu til með þjófnaði á eigum annarra. Þessir einstaklingar eru hvergi en sóttir til saka, heldur er Ríkistjórnin að hampa þessum mönnum á okkar kostnað með ævilangri ánauð á okkur og afkomendur okkar með því að þröngva þessari skuld þessarra manna á okkur. það er vitað að við munum aldrei geta staðist þessar greiðslur, við Íslendingar höfum enga tryggingu fyrir því að Bretar muni ekki ganga að veðsetningunum sem þeir hafa ef við getum ekki borga.

Þetta er ekki okkar skuld, og því miður þá er þjóðin ekki aflögufær til að greiða þennan reikning.

Það er ekki hægt að hlusta lengur á þessa þvælu í sumum Ráðherrum og er Ríkstjórnin algjörlega VANHÆF og verður að víkja tafarlaust.... UPPVÍS AÐ LYGUM OFAN Á LYGAR. Krefst afsagnar hennar tafarlaust...     Kveðja.


mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borð, sýndarmennska út í eitt..

Allt upp á borð núna.

Svavar Gestsson ræður engu um það hvort hann vilji eða vilji ekki koma og útskýra málið fyrir sína hönd. Honum ber skylda að mæta ef hann er beðin um það. Þetta er það stórt mál, og það mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga. Annars er hægt að líta á það sem hann vilji ekki útskýra mál sitt og hafi eitthvað að fela, en fyrir okkur þá er hægt að biðja Lögmannsstofuna um öll þessi gögn sem er nú þegar búið að biðja um og kalla eftir, og fyrir þá sem eiga að meta trúverðugleika þá er þetta náttúrulega ekki spurning um hvorum á að trúa, þegar annar aðilinn neitar að sýna samvinnu við upplýsun á þessu máli...

Það á að hafna þessum Icesave samningi strax, það er verst að það skuli vera komin ríkisábyrgð á fyrri samningin, en samt er spurning hversu mikið hann haldi eftir þessar upplýsingar, Íslendingar og Alþingi voru plötuð til að samþykkja hann vegna eilífrar hótanna um ömurlega samningsstöðu sem átti að vera uppi á borði...

Hverslags Sýndarmennska er þetta sem er búinn að vera hér á borðum hjá Ríkistjórninni...

Verum vakandi....     Kveðja.


mbl.is Þingfundi nú frestað til 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir öðrum dagsetningum...

Að Svavar Gestsson verði kallaður til á ekki að vera spurning.. Þetta eru það alvaralegar upplýsingar sem eru að koma hér fram hjá Lögmannsstofunni er varða trúverðugleika hans sem og samningsnefndar, sem og Össurar Skarphéðinssonar og hverjum fleiri segi ég, jú Steingrími Sigfússyni því Þessar upplýsingar eru ekki nýjar fyrir honum..  Ja hérna segi ég bara, kunna þessir menn ekki að skammast sín, Steingrímur segir að ekkert nýtt sé fyrir honum í þessu, allt sem hann vissi fyrir... er hann sjálfur að gera sér grein fyrir vit-leysunni sem er að koma frá honum.

Að sum þessara gagna hafi verið opinber í marga mánuði en UNDIR ANNARRI DAGSETNINGU.. ég gat nú ekki heyrt annað á Alþingi í gærkvöldi en að allar upphafs dagsetningar á upphaf degi þessara gagna sem voru að berast frá þessari ágætu Lögræðistofu kæmi fram, sem og endursetningar dagar.

Svo ég spyr hver breytti hverju þarna í dagsetningum...

Svo fyrir Steingrími Sigfússyni fjármálaráðherra var greinilega engu haldið leyndi... og hvað segir það okkur.... Jú hann er búin að ljúga að Alþíngi og okkur.

Þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn sem Fjármálaráðherra sem á að verja okkur og vernda í peningamálum, hugsa um okkar hag númer 1.2 og 3. Þessi Ríkistjórn verður að víkja tafarlaust..... Stöndum saman um að halda vörð um Land okkar og Þjóð.   Kveðja.


mbl.is Vilja að Svavar verði kallaður fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert nýtt fyrir hverjum...

Að fjármálaráðherra segir ekkert nýtt komið fram, segir okkur hinum að hann er búinn að vita þetta allan tímann, og að þessar upplýsingar séu ekki nýjar fyrir honum.

Að semja burt réttarstöðu okkar og afsala okkur Íslendingum öllum lagalegum rétti á að sækja rétt okkar gagnvart þessu svívirta máli sem þetta Icesave er, og setja okkur alla Íslendinga sem einn í ánauð er mjög alvaralegur hlutur ef þess hefði ekki þurft.

Það er alveg ljóst að það er annað en Icesave sem stjórnar þessum aðferðum sem er verið beita hér, og hvað það er  verðum við að fá að vita.

Nú vil ég fá að vita hverjir það voru sem tóku þessa ákvörðun um að háskólinn skyldi vera sú stofnun sem tæki ákvörðun um hverjir skyldu borga þennan óhroða reikning sem Icesave er, það er, við eða eigendur sjálfir á þessum reikningi.  Stöndum saman um velferð okkar, verjum Sjálfstæði okkar og Fullveldi, það er full þörf á því núna. EKKERT ICESAVE.. EKKERT ESB. Verum Sjálfstæð og verðum fullorðin...  Kveðja.


mbl.is Leynd sem verður að skýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu trúverðugir eru þessir menn...

Ég verð að segja það að fyrir mitt leiti að þá tek ég þessa Lögmannsstofu fram yfir Fjármálaráðerra og Utanríkisráðherra í trúverðugleika..

Við skulum athuga það að þessi gögn og þessar upplýsingar sem eru að koma fram og varða meðal annars réttarstöðu okkar gagnvart Hryðjuverkalögunum sem Bretar skelltu á okkur, voru fyrst send í MARS síðastliðinn á þessu ári, send á núverandi Ríkistjórn FYRIR KOSNINGAR, svo það er búið að ljúga bæði að Alþingismönnum og okkur Íslendingum af sitjandi Ríkistjórn... 

Þetta er svo alvaralegt mál sem er að uppvísast hér. Svo alvaraleg, þegar staðan er skoðuð sem er verið að setja okkur í efnahagslega séð, vegna þess sem við erum látin halda. Látin halda segi ég því það er búið að vera kappsmál hjá Ríkistjórninni að halda þessari fölsku mynd á lofti.

Ég held að Ríkistjórninni sé ekki stætt lengur við stóla sína hvað þá að setjast í þá. 

Hún hlítur að verða að segja sig frá vegna þessa máls alls. Vegna þeirra svika og pretta sem hún er búinn að vera með gagnvart fólkinu sem kaus hana, kaus af heilum hug og í góðri trú á kosningarloforðin. Segja sig frá vegna þess að allur hennar tími er búinn að fara í þetta mál Icesave og ESB inngöngu sína, sem og í að taka lán. Það er verið að setja okkur og afkomendur okkar í ánauð. Það er ekkert búið að gera fyrir fólkið í landinu en þá. Fleiri að bætast í tölu Atvinnulausra, fleiri að missa heimilin sín vegna þess að engar raunhæfar aðgerðir koma þar. Við sjáum á þessu hvert öll orka Ríkistjórnarinnar hefur farið. 

Maður veit ekki alveg hvað er næsta skref, en það hlítur að verða eitt af fyrstu skrefum að stoppa þetta bull sem er í gangi þarna innandyra. Það er ekki verið að vinna með okkar hag og velferð í huga og það er ekki hægt að líða lengur, með allar þessar upplýsingar sem eru komnar fram í viðbót. Stöndum saman og pössum fullveldi okkar og sjálfstæði, það er í mikillri hættu núna.  Kveðja.


mbl.is Steingrímur segist trúa Össuri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisatriði.

Ég held að þessir skannir séu bara nauðsynlegir eins og þjóðfélagið er orðið um allan heim. Það hlítur að vera mikið öryggisatriði fyrir alla sem fara ferða sinna flugleiðis að vita að allir sem um borð eru hafi farið í gegnum svona skanna. Erum við íslendingar með svona..? Veit einhver um það, og ef ekki hvað kostar þá eitt svona stykki fyrir okkur Íslendinga að eignast.. Ég myndi halda vegna staðsetningar okkar og allra millilendinganna hér á flugi að þá væri nauðsynlegt að við ættum við að hafa svona.  Kveðja.


mbl.is Vilja skanna á alla flugvelli Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband