Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Sparnaðar hugmynd ein...

Mín tillaga er sú að það verði byrjað á því að segja fjármálaráðherra upp starfi sínu. Hann er Jarðfræðingur að mennt að mér skilst svo ég hef stundum vellt því fyrir mér hversu mikil eru auka launatengd útgjöld hjá ríkisjóði vegna þessa starfs-embætti.... hann hlítur að þurfa að fá ráðgjöf með sínu starfi ekki er menntuninni fyrir að fara á fjármálasviðinu...

Það má sjá hversu mikið er hægt að spara með þessari aðgerð einni saman, og myndi ég gjarnan vilja að það yrði kannað..., og í kjölfarið á því þá skoða hin embættin með menntun manna í huga, og hversu mikið væri hægt að spara í ríkisgjöldum á þeim bæ væri gott að sjá....  Kveðja.


mbl.is Skattar eiga að hækka um 11 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslu strax...

Jóhanna Sigurðardóttir lofaði okkur, þjóðinni því að tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu fengjum við ef það væri það sem að við þjóðin vildum...

Hún steig fram á sínum tíma og sagði okkur að það væri ekki til peningur þegar við þjóðin kröfðumst þess að segja hug okkar í þessu mikla máli sem að innganga í ESB er fyrir okkur áður en þetta ferli fór af stað....  EKKI TIL PENINGUR... en það er búið að kosta milljarða þetta ferli sem búið er, og er ekki lokið... Svei og skömm til þín forsætisráðherra segi ég bara...

Við þjóðin sem og ég... vitum í dag að það var hræðsla sem að stjórnaði því að við fengum ekki að segja hug okkar þar. Hræðsla við að meiri hluti okkar segði nei og hvað þá.... Það sem að við eigum að gera núna er að krefjast þess að þessi umsókn verði tafarlaust dregin til baka vegna þess að hún er í andstöðu við rödd þjóðarinnar. Það er ástæða fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir fékk breitingu á gildi þessara einu þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja okkar inn í ESB. Það sem annað er, er að þessi breyting gildir bara fyrir eina atkvæðagreiðslu svo við þjóðin eigum að krefjast þess að fá að segja hug okkar núna um hvort við viljum í þessar aðildarviðræður eða ekki. 

Hún Jóhanna Sigurðardóttir getur þá HUNSAÐ vilja okkar þar, en þegar að aðalkosningarnar verða þá ber að hlusta á raunverulega niðurstöðu og fara eftir henni.  Hver sem að ástæðan var fyrir þessari breytingu á gildi Þjóðaratkvæðagreiðslunar hjá Forsætisráðherra þá er spurning hvort hún sé okkur til góða... Þetta hljómar frekar eins og manneskja sem veit fyrirfram að hún mun ekki sigra og gerir allt í sínu valdi til að tryggja sig hvað sem að LAUNAGREIÐANDI hennar segir. (við í þessu tilfelli). Krefjumst þess að þessi umsókn verði tafarlaust dregin til baka.....  Ekkert ESB segi ég. Höldum vörð um sjálfstæði okkar sem og fullveldi, það er okkur dýrmætara en þetta.  kveðja.


mbl.is Grænt ljós gefið 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er skynsemi okkar...

Einhvern vegin þá kemur upp í huga mér meir og meir þessi hugsun.. hvar er skynsemin okkar eiginlega... Hvar er siðferðið okkar eiginlega líka...

Þessi umsókn fékkst samþykkt með naumindum, og þurfti að ljúga að fólki svo það næðist í gegnum Alþingi. Ljúga segi ég vegna þess að menn voru látnir halda og trúa að það væri bara um viðræður að ræða...

Það þorði greinilega engin að segja að það þyrfti að breyta öllu regluverki okkar fyrst áður en til aðildarviðræðna kæmi...

Þessi Ríkistjórn hefur brugðist í öllu segi ég nema þessu ESB ferli sínu sem hún er búin að þröngva eins langt og hún getur á okkar kostnað. Það er ekki hægt að horfa á þetta lengur eða lesa án þess að láta í sér heyra. Þessi Ríkistjórn var líka kosin til að slá skjaldborg utan um heimilin í landinu sem og fyrirtæki, þar hefur ekkert gerst voga ég mér að segja vegna þess að það sem hefur verið boðið er einhverjar skammtímalausnir hverju sinni, og eru ekki þúsundir fjöldskyldna að missa heimili sín í haust vegna þessa kosningaloforðs sem reyndust svo svik þegar uppi var staðið spyr ég...

Eins er með þennan Icesave reikning... Loforðið var í kosningunum að það væri sko ekki okkar að borga þennan óreiðureikning sem hann væri...

Það er búið að líða rúmt ár og hver er barátta Ríkistjórnarinnar búin að vera þar... Jú út á eitt þá er hún búin að ganga og það er það að reyna allt sem að hún hefur getað til að troða þessum reikning á herðar okkar...

Það er komið nóg finnst mér. Við Íslendingar höfum ekki efni á þessu. Það er alveg ljóst og á hreinu fyrir mér, algjörlega burt séð frá því að það er ekki vilji hjá meiri hluta þjóðarinnar og er ég þar á meðal, en þá höfum við ekki efni á þessu.... Var ekki verið að selja part af AUÐLIND okkar til útlendinga vegna þess að ríkið á ekki pening.... Drögum umsókn okkar til baka tafarlaust, og komum þessari Ríkistjórn frá hið fyrsta og förum að snúa okkur að innivið okkar segi ég. Mótmæli upp aftur ef það er það eina sem Ríkistjórnin skilur og þarf segi ég núna...  Kveðja.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logið að okkur...

 Var þjóðin ekki látin halda það að þetta væri bara viðræður....

Það var mikil umræða um þetta á sínum tíma þegar það var verið að keyra þessa umsókn í gegnum Alþingi, þar var þetta rætt sérstaklega, það er hvað það þýðir að fara í þessar viðræður...

Sú mynd sem okkur almenningi var gefin er ekki þessi mynd sem við erum að sjá í dag af þessum aðildarviðræðum, það er búið að breyta meira og minna öllu regluverki okkar fyrir ESB.

 Það er ekki verið að gera þetta vegna þess að það er betra fyrir okkur og það ætti hver heilvita maður að sjá í dag.

Að við Íslendingar skulum vera með svo spillta Ríkistjórn sem hefur blákallt komið fram aftur og aftur og logið að okkur er ekki hægt að líða lengur, allar þessar breytingar á skattkerfinu, sem og lagarramma okkar er ekki fyrir okkur til að okkur vegni betur, nei þetta er allt fyrir ESB og það sem að þjóðin á að krefjast núna er Þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort við Þjóðin viljum þarna inn eða ekki. Það er ekki hægt að Íslendingar séu með Ríkistjórn sem er að fremja Landráð á okkar kostnað ...


mbl.is Vill klára málið fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband