Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Vanhæf Ríkisstjórn...

Ég get ekki lesið neitt annað úr þessari frétt en að Ríkisstjórnin sé algjörlega vanhæf til þess að leiða Landið...

Algjörlega vanhæf í að vita hvenær eigi að borga afborganir og hvernig segi ég vegna þess að Ríkisstjórnin þarf AGS til að segja sér....

Algjörlega vanhæf vegna þess að halda mætti að Ríkisstjórnin geri sér ekki grein fyrir því að peningar vaxa ekki á trjánum hjá okkur almenningi...

Algjörlega vanhæf vegna þess að Íslendingar kusu sér Ríkisstjórn sem átti að sjá um fjármál Íslendinga, en ekki Ríkisstjórn sem vissi ekki meir en svo að hún fær annan aðila strax til að segja sér til verka... Án umboðs frá okkur Íslendingum sem kusu hana til þessa verka sem Ríkisstjórnin lætur  AGS vinna....

Er Ríkisstjórn Íslendinga að borga AGS í laun fyrir þessa vinnu... Vinnu sem hún sjálf ætti að vera að vinna...


mbl.is AGS passar upp á fjármagnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta það sem koma skal Íslendingar...

Er þetta það sem koma skal ef að Íslendingar ganga í ESB...

Það að við Íslendingar munum þurfa að fara til Brussel til að mótmæla...

Þá segi ég nei takk við ESB og segi að það er þá betra að við Íslendingar þurfum ekki að fara lengra en niður á Austurvöll til þess að mótmæla....

Það er komin timí á að Íslendingar taki sig saman allir sem einn og mæti á Austurvöll Föstudaginn 1 Okt. þegar nýtt Alþingi á að koma saman, og krefjast þess að Alþingi verði rofið tafarlaust og boðað verði til nýrra kosninga þar sem að það kom bersýnilega í ljós í gær á Alþingi, að vanhæft er Alþingi til starfa með okkar hag og velferð að leiðarljósi...

Ekkert ESB segi ég vegna þess að það er ekki það sem að ég vil mér eða mínum í framtíðinni að eitthvert skrifstofuskoffín út í Brussel sem hefur jafnvel aldrei til Íslands komið viti betur hvort almenningur hér á Íslandi nái endum saman á innkomu sinni, eða hvað þá að skrifstofublókin segi okkur Íslendingum að hálft mjólkurglas má barnið okkar bara drekka á dag vegna þess að Icesave skuldin sé ógreidd...

Þá er betra að við stjórnum okkur sjálf á alla vísu segi ég, og snúum þessari ESB fátækra gildru í burtu frá okkur sem Ríkisstjórnin vill endilega að við förum í.

Við Íslendingar gætum tildæmis aukið alla famleiðslu sem til er í Landinu með það að leiðarljósi að útrýma fátækt hér heima fyrir... Þannig er hægt að lækka vöruverð svo allir jafnt börn sem fullorðnir eigi kost á því að geta mettir lagst á kodda sinn að kveldi komið...


mbl.is Mótmælt víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimdallur að gera það sem að Alþingi...

Mér sýnist Heimdallur vera að gera það sem að Alþingi hefði átt að vera búið að gera....

Ríkisstjórninni er ekki stætt lengur vegna þess að eftir viðtalið við Lilju Mósesdóttir í kvöld hjá Þórhalli þá er ljóst að Ríkisstjórnin er búin að ljúga að okkur þjóð sinni frá upphafi...

Vanhæfur Fjármálaráðherra sem og allir aðrir Ráðherrar í Ríkisstjórn segi ég vegna samráðs þeirra ráðamanna um þær lygar sem bornar hafa verið á borð fyrir okkur um rétta stöðu mála....


mbl.is Heimdallur ákærir fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig...

Það sem er leiðinlegt í þessu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir er að hún er ekki trúverðug....

Hún er búin að ljúga að okkur þjóð sinni áður og einhvern vegin þá var þetta svar hennar ósköp aumt og grátlegt í átt að EKKI BENDA Á MIG...

Sem fær mann til að hugsa að hennar tími er trúlegast búin...

Eftir að hafa hlustað á nýja þáttinn hans Þórhalls í kvöld þar sem að Lilja Mósesdóttir var gestur og sat fyrir svörum þá er erfitt á horfa á Ríkisstjórnina með virðingu í huga...

Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Björgvin G. Sigurðsson voru áhrifavaldar í áhrifastöðum á þessum tíma og eru þess vegna ekki hæf til setu í Ríkisstjórn og á Alþingi í dag.... Þessi ummæli Jóhönnu Sigurðardóttir á Alþingi í dag um störf  nefndarinnar gera það að verkum að Alþingi ber að rjúfa þing og kalla eftir nýju umboði frá Þjóðinni til starfa með boðuðum kosningum...

Þessi ummæli Lilju í kvöld þar sem að það kom bersýnilega í ljós þrátt fyrir að Fjármálaráðherra okkar hafi þvertekið fyrir að væri svo, að það er AGS sem er að stjórna öllum fjármála-aðgerðum hérna hjá okkur Íslendingum, þá er Ríkisstjórnin algjörlega ó-starfhæf vegna þess að lygar er það eina sem að hún hefur borið á borð fyrir okkur Þjóð sína...

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég og á krefjast þess að hún víkji tafarlaust...

Það var greinilega aldrei tilgangur Ríkisstjórnarinnar að bjarga okkur Þjóðinni vegna þess að bönkunum bjargaði hún á okkar kostnað vitandi að það var nýbúið að ræna þá að innan öllu því fé sem þar var til af eigendum og ráðamönnum þeirra...

Hversu ábyrgðarfullt er þetta af Ríkisstjórn Íslands gagnvart okkur Íslendingum, Ríkisstjórn sem ber þá skildu á herðum sér að vinna að okkar velferð og hag...

Hvernig getur það verið okkar hagur og velferð að fara í ánauð....


mbl.is Gaf ekki samþykki fyrir undirritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúfa á Alþingi tafarlaust og boða til kosninga...

Sorglegt var sem Íslendingur að horfa á hvernig Alþingi vann vinnuna sína í dag vegna þess að það var ekki að taka á málefninu sem slíku.

Málefninu sem var það að allt hrundi hérna á Íslandi vegna þess að hinir ákærðu, fyrrverandi Ráðherrar ákváðu að gera ekkert eftir að þeir fengu vittneskju um hvert stefndi, ákváðu að gera ekki neitt vegna þess að það hefði ekki bjargað neinu úr því sem komið var....

Hverslags hugsunarháttur var þetta eiginlega sem var ríkjandi, og hver átti hugmyndina að því að það skipti ekki máli úr því sem komið var....

Það sem mér finnst hafa vantað í umræðuna og ekki verið nóg spurt um er...

Hversu mikið stækkuðu innistæður Icesave reikningana í öllum föllnu Bönkunum sem og þessum sjóðsávaxtarreikningum eða hvað þetta allt nú hét frá því vorið 2006 til loka 2008... Var Icesave ekki stofnað 2006 í Hollandi...

Það skal engin segja okkur Almenningi það að það hefði ekki skipt neinu máli hvort allt hefði hrunið vorið 2006 eða veturinn 2008...

Hrunið hefði ekki þurft að verða að þeirri ofurstærðar-gráðu sem það varð það hlítur hverri manneskju að vera það ljóst.

Alþingi sýndi það með vinnubrögðum sínum í dag að það er óstarfhæft vegna þess að það er ekki að hafa hag okkar almennings að leiðarljósi í ákvörðun sinni þar sem að meirihluti Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að það væri allt í lagi að ljúga að okkur þjóð sinni sem olli því að svo fór sem fór, allt í lagi að svíkja okkur sem olli því að svo fór sem fór, og greinilega finnst Alþingi allt í lagi að ræna okkur öllum eigum okkar vegna þess að það er það sem þjóðin er að ganga í gegnum núna vegna þessa alls, það að missa eigur sínar og fara á götuna vegna þess að þetta var bara allt í lagi liggur við að maður segi vegna þess að það á bara að gera 1. mann ábyrgan Forsætisráðherra fyrrverandi Geir H.Haarde.... 

Rjúfa á Alþingi tafarlaust og kalla eftir kosningum....


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju VG í Reykjavík.

Þetta eru mikil umskipti í VG í Reykjavík það er á hreinu og örugglega ekki sú niðurstaða sem að sumir ESB sinnar bjuggust við.

Ég segi til hamingju VG með þessa nýju stjórn ykkar sem er skipuð þessu góða fólki.


mbl.is Umskipti í stjórn VGR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir Samfylkingarmaðurinn sjálfur...

Ja hérna segi ég líttu þér nær maður...

Það er alveg sama hvað fyrri Ríkisstjórnir hafa gert það réttlætir ekkert, og ég segi ekkert þessi svik sem NÚVERANDI Ríkisstjórn  er búin að framkvæma á okkur þjóð sinni...

Ég kalla það svik að lofa því að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna verði bjargað með skjaldborg sem slá átti utan um þau. Bara ef Samfylkinguna verði kosið,

í dag er allt gert af hálfu Samfylkingarinnar til þess að sem flestir missi allt sitt og helst vil hún Samfylkingin hafa það þannig að kynslóðir okkar beri þær restar sem af skuldum okkar standa þegar við verðum farin yfir móðuna miklu...

Ég kalla það svik að lofa því að tryggt verði að þjóðin borgi ekki einka-óreiðurskuldina Icesave sem var verið að krefja hana um að borga, bara ef Samfylkingin verði kosin, í dag er Samfylkingin að reyna allt sitt til að troða Icesave á axlir okkar til greiðslu...

Ég kalla það líka svik að lofa því að allt verði upp á borðum en svo er ÖLLU stungið undir stóla og skúffur....

Þjóðin er að horfa á það í dag að henni er verið að fórna fyrir þá sem að komu henni á kaldan klakan í boði núverandi Ríkisstjórn Samfylkingar...

Núverandi Ríkisstjórn er í dag að sína af sér STÓRKOSTLEGT GÁLEYSI og ALVARALEGA VANRÆKSLU með þessari ákvörðun sinni að styðja og bjarga bönkunum og stinga þjóðina frekar í bakið fyrir fjármagnið....

Margur verður af aurum api segi ég bara... 


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörlega sammála...

Mikið er ég sammála því sem hann segir um að allt sé í upplausn og allt sé látið reka á reiðan hjá Ríkisstjórninni.

Hvet ég líka Þingið til að kalla eftir nýjum kosningum um leið og það kemur saman í nýtt Þing.

Líka útaf þessari miklu upplausn sem er í gangi í Þjóðfélaginu vegna þessa miklu kosningasvika sem að við Þjóðin urðum fyrir, og erum í dag að missa allt vegna afleiðinga þeirra sem að þessi svik hafa haft....


mbl.is Skynsamlegast að rjúfa þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit Össur hvað Mannréttindi eru...

Mannréttindi tala maðurinn um...

Hann segir að Íslendingar óttist ekki afleiðingar þess að berjast fyrir réttindum Palestínumanna þar sem MANNRÉTTINDI væru brotin daglega...

Líti hann sér nær segi ég.

Mannréttindi eru brotin daglega í hans eigin Landi af honum sjálfum og hans flokki Samfylkingunni...

Þvílík hræsni hjá Utanríkisráðherra Íslands sem finnst allt í lagi að ljúga að þjóð sinni og svíkja hana, finnst allt í lagi að vinna vinnuna sína ílla og með hangandi hendi, finnst allt í lagi að fremja MANNRÉTTINDARBROT í sínu eigin Landi á sínu eigin fólki á sama tíma og hann lætur út úr sér að það sé brot á mannréttindum annarstaðar að refsa fyrir HÓRDÓM......

Veit Össur Skarphéðinsson hvað mannréttindi eru....

Ég efast um það vegna þess að okkur Íslendingum hefur hann sýnt óheiðarleika og siðblindu. Að finnast það mannréttindarbrot að refsa fyrir hórdóm á sama tíma og það er refsað fyrir svoleiðis brot í hans eigin Landi er ég ekki að skilja. Vissulega er dómurinn þungur og hver hefur sína skoðun á því. hvert Land hefur sinn eigin Lagaramma og ég veit ekki betur en að í Bandaríkjunum sé en verið að nota dauðarefsingar....


mbl.is Íranar þyrmi lífi Ashtiani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna verði látin víkja og svari fyrir sig...

Hverslags framkoma er Þetta eiginlega við okkur Þjóðina...

Það sem kemur fram hjá Ingibjörg Sólrún er það að áður en hún gaf undirskrift sína fyrir hönd Jóhönnu Sígurðardóttir þáverandi Félagsmálaráðherra, þá gekk hún Ingibjörg frá því að hún Jóhanna Sigurðardóttir væri sama sinnis....

Það sem er sorglegast í þessu öllu saman er að það er allveg ljóst að núverandi Ríkisstjórn er ekki að vinna að OKKAR hag og velferð...

Núverandi Ríkisstjórn í Forsæti Jóhönnu Sigurðardóttir er ekki stætt deginum lengur á setu sinni sem Ríkisstjórn Íslands...

Núverandi Ríkisstjórn er starfandi í boði Samfylkingarinnar sem er með manneskjur innanborðs sem eru búnar að vera í áratugi viðloðandi stjórnarstörf á Íslandi eins og Jóhönna Sigurðardóttir sem er búin að vera starfandi frá 1978. Össur Skarphéðinsson er örugglega búin að vera álíka lengi án þess að ég viti það nákvæmlega, þessar tvær manneskjur eru búnar að taka þátt í þessari spillingu og verður að koma þeim frá.

Félagsmálaráðherra var hún Jóhanna þá, Forsætisráðherra er hún í dag, og í dag þá vinnur hún Jóhanna hörðum höndum  að því að við Íslendingar missum allar eigur okkar og förum í ánauð það sem eftir er....

Það er ekki hægt að lesa neitt annað úr stöðunni í dag þegar litið er yfir vinnu þá sem Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er búin að vinna frá því að hún tók við Embættisstörfum...

Þessari vanhæfu Rikisstjórn er ekki stætt lengur á setu sinni vegna þessa miklu svika sem upp hafa komist í vinnubrögðum hennar okkur til, og verst er fyrir VG. að það eru þeir VG. sem að Samfylkingin mun kenna um að fór sem fór, það er háttur Samfylkingarinnar að kenna öllum öðrum um...


mbl.is Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband