Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Kjaraviðræður án þvingana...

Gylfi segist vilja kjaraviðræður án þvingana og hvað þýðir það hjá honum...

Að láta það út úr sér að ASÍ vilji að Launafólki sé sýnd virðing en ekki skætingur er að koma úr hörðustu átt finnst manni einhvern vegin vegna þess að almenn laun verkafólks hér á landi eru skítalaun....

Að sína Launafólki virðingu er að berjast fyrir kjörum þess og aðbúnaði teldi ég, berjast fyrir því að launamátturinn fylgi verðlaginu í það minnsta, og ef að Gylfi væri búinn að standa sig þar þá væri þessi erfiða fjárhagsstaða hjá meiri hluta þjóðarinnar ekki svona eins og hún er voga ég mér að segja...

Að ætlast til þess að verkafólk og aðrir nái ekki endum saman er ekki að sýna virðingu heldur niðurlægingu...

Eg segi lágmarkslaun  400,000 til 450,000 á alla....

Minna má það ekki vera segi ég svo að fólk geti staðið blikk sitt og fundið þá tilfinningu að vel er það að gera í að geta staðið sig sem er svo nauðsynleg tilfinning hverjum og einum...

 


mbl.is Krefst þess að launafólki sé sýnd virðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hún runnin út á tíma...

Eins og staðan er orðin þá held ég að margir velti því fyrir sér hvort er meira aðkallandi fyrir okkur núna...

Að losna við Ríkisstjórnina eða kjósa til annars Stjórnlagaþings...

Að það sé ekki hægt að vinna að breytingum á Stjórnarskránni nema hún og hennar Ríkisstjórn séu við völd er bara ekki rétt. 

Ef að hún Jóhanna Sigurðardóttir vill gera sérstakar breytingar á Stjórnarskránni sem hlýtur að vera þá er þingið til þess teldi ég, og þangað ber henni að fara með sínar tillögur og leggja þær fram og fá tillögur sínar samþykktar þá áfram ef samstaða verður...

Ég veit ekki betur en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið að bjóða þá samvinnu núna, en orðið Sjálfstæði þolir Forsætisráðherra víst ekki svo kannski heyrir hún ekki það sem að hún ætti kannski frekar að leggja hlustir við ef skynsöm væri...

Það sem mér finnst alvaralegast í þessu öllu saman er að það er hvergi verið að hugsa um hag og velferð fólksins í Landinu eins og lofað var ef til valda kæmust....

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég og á hún að segja af sér strax....


mbl.is Ný stjórnarskrá fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er okkur til skammar...

Sú tilfinning að það sé verið að hengja vittlausa aðila hér læðist að manni...

Það er augljóst að Landskjörstjórn gerði það sem henni var SAGT að gera...

Hver gaf Landskjörstjórn verkskipun til dæmis...  Hver fór fram á það þetta breska kosningarkerfi væri notað, kosningarkerfi sem augljóst var að þungt yrði í vöfum fyrir vissan hóp manna...

Að hlusta á þetta væl hjá Ríkisstjórninni um að þessi og þessi sé ábyrgur en ekki hún Ríkisstjórnin sjálf er sorglegt að sjá og henni til háborinnar skammar.

Öll Ríkisstjórn Íslands á að segja tafarlaust af sér vegna þessa, það er ekki nóg að Landskjörstjórn geri það vegna þess að hún var að vinna vinnuna sína og fékk sín fyrirmæli annarstaðar frá, það er hægt að ásaka hana fyrir að hafa ekki risið upp og bent á þessa galla þegar þeir urðu augljósir... 

 


mbl.is Gagnrýnir löggjöfina um kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið nóg...

 það hefur hljómað í eyrum okkar síðustu daga frá Ögmundi Jónassyni "Ríkissjóður tómur"....

Að hlusta núna á það að það eigi bara að henda nýjum kosningum af stað fær mig til að hugsa það að það er greinilega til peningur í Ríkissjóði fyrir þessu...

Það var ekki til peningur nema fyrir einni Þjóðaratkvæðagreiðslu þegar Þjóðin vildi fá að segja orð sitt um það hvort hún ætti að fara í ESB aðildarviðræður eða ekki og það finnst mér mjög alvaralegt í ljósi þessa alls og myndi ég vilja að ráðamenn verði látnir útskýra það hvernig stóð á því...

Það er ekki hægt að gera eitt eða neitt til þess að bæta kjör eða lífsskilyrði okkar almennings, Það er ekki hægt að koma með leiðréttingu fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu á sama tíma og við horfum á það að það er endalaust til peningur til að bæta hvert klúðrið á fætur öðru sem að Ríkisstjórnin gerir....

Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessu klúðri sem og Landskjörstjórn og það eru aðilarnir sem eiga að sæta ábyrgð á þessu með afsögn þegar í stað...

Hvað kemur í staðin er ekki þeirra að huga að, það er okkar....


mbl.is Enn óvissa um stjórnlagaþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir það miklir segir hann....

Það er mjög alvaralegt fyrir okkur Íslendinga ef það er komið frekar í ljós að byrðin er ekki okkar að bera í þessu Icesave máli og okkur ekki sagt frá því....

Þetta er ennþá alvaralegra mál ef að Ráðamenn okkar eru búnir að vita þetta allan tímann vegna þess að þessir Ráðamenn okkar sem sitja í Ríkisstjórn voru kosnir til þess að tryggja það að þessi Icesave óhroði yrði ekki lagður á okkar herðar....

Ég krefst þess að þessar upplýsingar verði settar á borð fyrir okkur Íslendinga og það verði svo okkar að ákveða það á endanum hvort við viljum eða getum borgað....

Ef að það reynist rétt sem gefið er í skyn í þessari frétt að þessar upplýsingar gætu skipt sköpun í þessu fyrir okkur þá á það ekki að vera spurningin...

Það eru jú hagsmunir okkar Íslendinga sem eiga að vera leiðarljós hérna en ekki hagsmunir eins stjórnmálaflokks eða  hagsmunasamtaka....

Hvað þá reiði og hatur í garð Sjálfstæðisflokksins...


mbl.is Krefst þess að trúnaði verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin á að axla ábyrgð...

Ríkisstjórnin á að axla ábyrgð á þessu og segja af sér tafarlaust...

Axla ábyrgð vegna þess að Þetta er orðin ljótur verkefnalisti hjá Ríkisstjórninni í klúðri og okkur Þjóðinni dýr í kostnaði, ég segi að það sé alveg sama hvaða ákvörðun verður tekin með þetta Stjórnlagaþing þá á það ekki að vera hlutverk þessara Ríkisstjórnar að taka þá ákvörðun vegna þess að þetta er klúður...

Klúður sem hefur nú þegar kostað okkur þjóðina yfir hálfan milljarð og er þá eftir að taka allan þann kostnað sem á eftir að falla á okkur vegna þessa klúðurs-vinnubragða í formi skaðabóta....

Ríkisstjórnin á að víkja vegna þess að þjóðin stendur frammi fyrir því að það er ekki til króna í eitt eða neitt sem snýr að uppvexti heimila fyrirtækja atvinnu eða hagvexti hér á landi en það er til nóg af pening virðist vera til að endurtaka þennan leik tafarlaust eftir orðum Ráðamanna á Alþingi í gær...

Axlið ábyrgð Ríkisstjórn segi ég og komið ykkur tafarlaust frá. Þið eigið að skammast ykkar....

 


mbl.is Kostnaður um hálfur milljarður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði þeim að góðu...

Það liggur við að ég segi verði þeim að góðu....

Ég veit ekki til þess að við höfum verið að landa makríl á þessum ESB stöðum...

Annað sem  þessi frétt fær mig til að líta til og það eru þessar hótanir sem virðast vera notaðar sem stjórntæki...

En og aftur segi ég við höfum ekkert inn í ESB að gera og það besta sem að við gerðum núna myndi ég ætla eins og staðan er erlendis sem og hér heima fyrir er að draga þessar aðildarviðræðu-umsókn tafarlaust til baka og fara að snúa okkur að þeim vanda sem fyrir liggur hér heima....

 


mbl.is Vill frekari refsiaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála því...

Það á ekki að koma annað til greina en að birta þetta samtal til okkar, það er verið að ætlast til þess að við borgum þessa skuld þó svo að hún sé ekki okkar...

Við Íslenskir skattgreiðendur vitum að það er ekki okkar að borga þessa einkaskuld, við kusum okkur Ríkisstjórn sem gaf það út í kosningarbaráttu sinni og með kosningarloforðum að tryggja það ætlaði hún sér að það yrði sko ekki Íslensku þjóðarinnar að borga þessa óráðsíu Icesave...

Í dag stöndum við Íslendingar frammi fyrir því að það er búið að vera eitt aðalmarkmið Ríkisstjórnarinnar að troða þessum óhroða Icesave á herðar okkar alveg sama hvað...

Ríkisstjórninni er búið vera svo mikið sama um hag okkar og rétt að tilbúin hefur hún verið í að samþykkja hvað sem er án þess að vita jafnvel hvað hún er að samþykkja á herðar okkar til greiðslu í þessu mikla óréttlætismáli sem ég segi að þetta Icesave sé...

Ennþá meira óréttlætismál í augum okkar finn ég þegar svona staða kemur upp þar sem það á að halda upplýsingum frá okkur sem gætu varpað nýrri sýn á málið, á sama tíma og það er ætlast til þess að við borgum...

Það er ekki okkar að borga þetta...

Ríkisstjórnin er óstarfhæf í þessu máli vegna fyrri vinnubragða í þessu...


mbl.is Segir samtalið eiga erindi við almenning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki okkar að borga...

Þjóðin er búin að segja í kosningu vilja sinn um þennan óreiðureikning Icesave..

Það liggur ljóst í þessum nýja samningi að það er ekki okkar að greiða þessa óreiðu...

Ef að Ríkisstjórnin er svo heyrnalaus og blind að hún heyrir ekki eða skilur þjóðina sína þá verður þessi Ríkisstjórn að koma sér frá hið snarasta...

Þjóðin veit að það er ekki hennar að greiða þennan Icesave reikning svo maður spyr sig af hverju er Ríkisstjórnin ekki að fara eftir vilja launagreiðanda sinna....

Það er jú þannig að þessi blessaða Ríkisstjórn er á launum hjá okkur Íslensku þjóðinni...


mbl.is Skiptar skoðanir lögfræðinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin á að segja næsta leik...

Það eina með viti núna er að láta Þjóðina segja til um vilja sinn varðandi áframhaldandi ESB aðildarviðræður...

Þar sem það er öllum ljóst að það er ekki lengur um viðræður að eiga heldur aðlögun án þess að þjóðin hafi fengið að segja sitt orð um það eins og henni var lofað þegar lagt var af stað í þessa ESB viðræður þá á að láta þjóðina segja til um það hvort hún vilji að áframhald verður á þessu ESB brölti...

Þetta er að kosta mikið fé og mikin tíma eins og Þjóðin er að finna íllilega fyrir...


mbl.is Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband