Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Rúinn trausti...

Það er allt búið að snúast um þessa ólánsskuld Icesave...

Hver hótunin á fætur annarri um þvílíkar harmfarir sem yfir okkur gæti komið ef við ekki samþykkjum Icesave hefur hljómað...

Hvernig Ríkisstjórn Íslands er búin standa að því að reyna allt sitt til þess að koma þessum löglausa reikning Icesave á herðar okkar til greiðslu er ekki eðlileg...

Frá þeim tíma þar sem Steingrímur Jóhann Sigfússon Fjármálaráðherra Íslendinga tilkynnti Þjóðinni að það væri komin sá besti samningur sem náðs gæti og hann yrði að samþykkja strax hefur mikið vatn runnið til sjávar eins og sagt er...

Bara sú uppákoma sem varð varðandi Icesave 1. hefði átt að duga til þess að Ríkisstjórnin segði af sér tafarlaust, Icesave 2. felldi þjóðin í Þjóðaratkvæðagreiðslu sem leiddi af sér Icesave 3. sem er á leið í Þjóðaratkvæðagreiðslu núna og hvað segir þessi staða á málinu okkur ef grant er skoðað, jú að Ríkisstjórnin hefur ekki traust eða umboð fyrir starfi sínu í þessu máli...

Milli Icesave 1. 2. og 3. varð Þjóðin uppvísari um Icesave og leiddi Icesave 3. það í ljós að ábyrgðin liggur ekki hjá okkur skattgreiðendum að borga þennan óreiðureikning...

Að sú staða skuli vera uppi að Icesave verði að samþykkja til þess að ESB aðild komi til greina, og sú sé ástæða þess að Ríkisstjórn Íslands ætlaði bara að láta okkur borga alveg sama hvað er mjög alvaraleg staða vegna þess að það er ekki verið að hugsa um hag okkar og velferð hérna heldur vilja og löngun nokkra einstaklinga sem vilja inn í ESB... ( er ég með í huga að Ríkisstjórnin reyndi allt sitt til þess að koma Icesave 1. á okkur og hann var ekki fallegur fyrir okkur eins og þjóðin veit væntanlega í dag ) 

Þessi Ríkisstjórn sem hefur gefið sig út fyrir að vera norrræn velferðar-Ríkisstjórn og var kosin til þess að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna, kosin til þess að tryggja það meðal annars að óreiðureikningar eins og Icesave yrði ekki okkar að greiða hefur ekki staðið sig eins og hún lofaði að gera...

Fyrir mér þá er Ríkisstjórnin löngu búinn að missa allt sitt traust og hald frá þjóðinni og eins og Forseti vor sagði þá hefur Ríkisstjórnin ekki endurnýjað umboð sitt frá Þjóðinni milli samninga og meðal annars vegna þess vísaði hann þessum Icesave 3. í Þjóðaratkvæðagreiðslu...

Það er spurning hvort Ríkisstjórnin verði ekki að fá endurnýjað vinnu-umboð sitt það myndi ég telja meira áríðandi eins og staðan er í dag og Íslendingar eiga að taka áhættuna á að Icesave fari Dómstólaleiðina vegna þess að annað væri fyrra þar sem að okkur ber ekki lagaleg skylda til þess að borga þessa Icesave óreiðu...

 


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugur...

Hann hefði átt að segja af sér segi ég vegna þess að þá gæti hann borið höfuð sitt hátt í dag á réttri forsendu...

Í staðin kaus hann að verða ótrúverðugur og fara gegn því sem hann hafði lofað kjósendum sínum...

Þegar ég lít til kosningarloforða Steingríms og stöðuna í dag þá er þar ekkert annað en svik á svik ofan að sjá...

Skjaldborg átti að slá utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna og allir vita hvernig það hefur verið afgreitt...

Óreiðureikninginn Icesave átti að tryggja að ekki kæmi á herðum okkar og allar vita hvernig sú staða er...

Inn í ESB vildi hann alls ekki fara og allir vita hvernig það stendur í dag...

Ríkisstjórnin er algjörlega rúin trausti í þessu Icesave máli segi ég og hefur ekki stuðning eða umboð fyrir vinnu sinni þar hjá Þjóðinni og ætti að víkja strax...

Að hlusta á Stjórnmálamanninn frá Hollandi í kvöldfréttunum sagði mér eiginlega það sem ég var farin að óttast og það er að allt útlit er fyrir að Ríkisstjórn Íslands virðist vera búin að draga ansi marga á ASNAEYRUNUM með það veganesti að þetta Icesave verði bara samþykkt og komist langt lítur út fyrir...

Ef það á að fara að blanda fleiri en 1 Þjóðaratkvæðagreiðslu saman þá er eins gott að gera þetta almennilega og fá úr því skorið í leiðinni hvort þjóðin vilji áframhald á þessum ESB viðræðum eða ekki vegna þess að það kom einnig fram hjá þessum Hollendingi að samgangur er á milli Icesave, AGS og ESB......


mbl.is Steingrímur íhugaði afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er til annað land sem heitir Ísland...

Við lestur þessara fréttar þá velti ég því fyrir mér hvort það sé annað land til sem heitir Ísland og við ekki meðvituð um það...

Að segja að Íslendingar hafi sloppið vel er bara ekki rétt...

Það sem hefur verið gert er að þessu hruni hefur verið sópað og troðið á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda sem hefur gert það að heilu fjölskyldurnar eru búnar að missa heimili sín.

Fólk á ekki fyrir reikningum sínum, ekki fyrir matnum sínum, ekki fyrir þeim nauðsynjum sem þarf til að fjölskyldueiningin geti gengið sómasamlega svo ég spyr mig eðlilega hver er ekki í takt við raunveruleikan hérna...

 Íslendingar eru búnir að vera í stríði og eru í stríði við eigin Ríkisstjórn vegna þess að Þetta hrun er verið að setja á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda þó ólöglegt sé...

Svo við lestur þessara fréttar þá er eðlilegt að það hvarli að manni hvort það sé til annað land sem heitir Ísland...


mbl.is Íslendingar sagðir hafa sloppið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur okkar að ráða för í þessu máli...

Það er réttur okkar að ráða för í þessu máli þar sem það er ekki okkar lögum samkvæmt að borga þennan óreiðureikning Icesave...

Forseti vor Hr. Ólafur Ragnar Grímsson gerði sér grein fyrir því og útskýrði það um leið og hann setti síðasta Icesave samning í hendur okkar...

Það hefur ekkert breyst síðan síðast í lagarammanum sem segir okkur að ábyrgðin sé okkar núna....

Lee Buchheit lætur það út úr sér að Icesave SAMNINGARNIR (fleirtala) sé viðunandi á óviðunandi vandamáli og skiljanlega séu sumir óánægðir....

Lee Buchheit lét það líka út úr sér í viðtali fljótlega eftir að þessi Icesave samningur lá fyrir að Bretar og Hollendingar settust frekar að samningarborði aftur en að fara til Dómsstóla og hvað segir það okkur Íslendingum...

Það er ljóst að okkar er ekki að greiða Icesave og það veit Forseti vor. Það er óskandi að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson virðir og treystir okkur Þjóðinni áfram og setji þetta Icesave aftur í hendur okkar, það væri annað en það sem Ríkisstjórnin gerir. Þessi Ríkisstjórn var kosin til að tryggja það meðal annars að svona gerðist ekki sem búið er að gera og á þessi Ríkisstjórn að koma sér frá tafarlaust vegna þess að ekki er hún að vinna að okkar hag eins og hún ætti að vera að gera...


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammastu þín...

Það sem mér finnst alvaralegast í þessu er að Ríkisstjórnin kemur fram við Þjóðina eins og hún sé VANVITI...

Ríkisstjórnin treystir ekki vinnuveitanda sínum það er alveg ljóst og hvað segir það okkur...

Jú það að við sem vinnuveitendur ættum að geta sagt þessu fólki upp, rekið það úr vinnunni sinni vegna þess að það er ekki að standa sig...

Meiri hluti Þjóðarinnar er meðvitaður um það að lagaleg skylda er engin á okkur Íslendinga til borgunar á þessum óreiðureikning Icesave...

Steingrímur Jóhann Sigfússon var kosin til valda ásamt restinni af Ríkisstjórn vegna þess hann ásamt restinni lofaði því meðal annars að tryggja það ætluðu þau sér að það yrði ekki okkar að borga þennan óreiðureikning Icesave...

Þegar ég skoða svo hvernig háttarlag Ríkisstjórnar í máli þessu eru búin að vera og ganga núna rúmum 2. árum seinna þá er ekkert skrítið að maður verði hálf orðlaus...

Hótanir á hótanir ofan ef við bara ekki borgum á sama tíma og við fáum að vita það að lagalega séð þá ber okkur engin skylda til að borga Icesave...

Forsetinn okkar Herra Ólafur Ragnar Grímsson er búin að láta það frá sér í fréttum erlendis að þar sem að þetta er ekki okkar Íslensku þjóðarinnar lagalega séð að greiða þá yrði það að verða þjóðarinnar að segja lokaorðið í þessu máli...

Núna reynir á það hvort Ráðamenn okkar treysta okkur, okkur sem borgum þeim launin og leyfi okkur að segja lokaorðið...

Hvet ég Forseta vor til að virða okkur Þjóð sína það mikið og treysta að hann láti þetta í okkar hendur og leyfi okkur að segja lokaorðið...

 Ef að ESB umsóknin hangir á þessari spýtu þá verður það bara að vera svo, það að setja þetta á herðar okkar vegna þess er kúgun á okkur Íslendinga, það á ekki að vera hægt að leggja þetta á herðar okkar lagalega séð, og hvað þá að gera það vegna þess að annars fær Samfylkingin ekki inngönguseðil í ESB...

Lokaorðið á að vera í höndum okkar Þjóðarinnar segi ég...


mbl.is Afgreitt með „auknum meirihluta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki okkar að borga...

Að staðan skuli aftur vera eins og hún er varðandi þetta Icesave mál er alveg ótrúlegt...

Þjóðin sagði orð sitt um þennan óreiðureikning og er alveg með ólíkindum að Ríkisstjórnin skuli ekki vinna fyrir okkur að þessu máli...

Það er afsal á lögsögu Íslands í þessum samningi og ef sú staða kæmi upp að við eigum ekki fyrir greiðslu þá hvað...

Það er farið fram á að ensk lög gilda ef... 

Hvað þýðir það fyrir okkur....

Ríkisstjórn Íslands ber að gæta hag og velferð okkar Íslendinga númer 1. 2. og 3....

Þetta er siðleysa út í eitt og vegna fyrri aðkomu Ríkisstjórnarinnar þá hefði maður haldið að Ríkisstjórnin væri óstarfhæf í aðkomu á þessu máli og reyndar öllum málum vegna viðbragða sinna í þessu sem eru allt önnur en þau sem Þjóðinni var lofað...

Það að okkur ber ekki skylda til að borga þennan óreiðureikning segir það sem segja þarf finnst mér og hvet ég alla til að skrifa undir á KJÓSUM.IS


mbl.is Atkvæði um Icesave í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykktin svo mikilvæg að réttlætinu er kastað...

Að lesa önnur eins ummæli höfð eftir Utanríkisráðherra Íslendinga er hneysa...

Hann Össur TELUR að Icesave verði samþykkt og er það akkúrat málið hjá Ríkisstjórninni hún TELUR áður en staðreyndin liggur fyrir og gengur út frá því sem hún telur, en vitiborin manneskja bíður eftir að staðreyndin liggur fyrir og framkvæmir eftir niðurstöðu staðreyndar...

Hann Össur segir líka og það er öllu alvaralegra finnst mér, og það er að samþykktin er svo mikilvæg fyrir inngöngu Íslands í ESB..........

Ég veit ekki um neinn Íslending sem er tilbúin að taka á sig þessar Icesave birðar "bara vegna" og hvað þá til þess að Íslendingar geti gengið í ESB....

Meira en helmingur Þjóðarinnar vill ekki í ESB og að þessu verði troðið á herðar okkar "bara vegna" svo það sé hægt að halda áfram með þessar ESB viðræður er ekki að ræða fyrir mér. Ætti þjóðin að krefjast þess að fá að svara til um það hvort ESB sé þess virði áður en lengra er haldið...

Hverslags bull er þetta segi ég bara, hvar er réttlætið í þessu öllu saman....

Hverjir eiga að vera að berjast fyrir réttlætinu okkar spyr ég bara Íslendingar...

Hverjir aðrir en Ríkisstjórnin þar sem okkur Íslendingum ber engin skylda til að borga þennan óreiðureikning Icesave...

Þessi orð Össurar segja það sem segja þarf um hæfni hans sem og Ríkisstjórnarinnar og á þessi Ríkisstjórn að koma sér frá tafarlaust vegna þess að hún er því miður ekki góð fyrirmynd fyrir okkur og hvað þá börn framtíðarinnar segi ég...


mbl.is Icesave samþykkt í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég krefst þess að réttlætis verði gætt fyrir okkar hönd...

Það er með ólíkindum að heyra í Ráðherrum okkar og lesa eftirmæli þeirra um þessa óreiðuskuld Icesave ef hliðsjón er höfð á kosningarloforðum þeirra fyrir síðustu kosningar....

Það hljómaði vel og fallega að segja "Við ætlum að gera allt í okkar valdi til að tryggja Það að það verði ekki þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir annarra eins og Icesave....

Þessi Norræna velferðar-Ríkisstjórn komst til valda vegna þessa fögru kosningaloforða sinna, þau voru fleiri loforðin sem hljómuðu vel BARA EF...

Svo sem að það átti líka að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...

Allt upp á borðum...

Núna eru rúmlega 2. ár síðan þessi Ríkisstjórn tók til valda og hvar erum við Íslendingar staddir með þetta Icesave í dag....

Við eru komin í stríð við eigin Ríkisstjórn vegna þess að hún er ekki búin að gera neitt annað í 2 ár en að reyna allt sitt til að koma þessum ólöglegu skuldum á herðar okkar. ALLT SITT...

Það er spurning hvort við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að þurfa að auglýsa eftir Lögfræðingum okkur til...

Lögfræðingum sem eru tilbúnir að vinna að þessu mikla óréttlætis máli RÉTTLÆTISINS vegna fyrir okkar hönd...

Það er ekki okkar að borga ÞESSA óreiðu Íslendingar, nægar eru skuldir okkar fyrir...

Að fara Dómstólaleiðina er alltaf áhætta. Enda er aldrei neitt fyrr en í hendi er komið. En eins og staðan er í dag þá segi ég að höfum við engu að tapa og ættum ekki að óttast það...

Þetta er og á að vera mikið Réttlætismál fyrir okkur vegna þess að okkur ber engin skylda til að borga þessa óreiðuskuld Icesave...

Þjóðaratkvæðagreiðsla á ekki að vera spurning vegna þess sem á undan er gengið... 


mbl.is Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála honum.

Ég er sammála honum um að Þjóðin eigi síðasta orðið...

Sammála honum Birni Bjarnasyni sem og Forseta vor sem gaf það frá sér að það sé Íslensku Þjóðarinnar að ákveða hvort hún vilji borga þennan Icesave óreiðureikning eða ekki...

Hennar Þjóðarinnar að ákveða það vegna þess að Icesave óreiðureikningurinn er ekki Þjóðarinnar lögum samkvæmt að borga...


mbl.is Þjóðin eigi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðararkvæðagreiðslu takk...

Ég verð að segja það að ég varð fyrir vonbrigðum...

Það er ljóst að þetta er skuld sem við almenningur komum okkur ekki í og eigum engan þátt í að varð til og þar af leiðandi ekki okkar að greiða....

Það liggur líka ljóst að við Íslendingar höfum orðið fyrir ráni...

Það er ekki hægt að við Íslenskir skattgreiðendur séum sett í þessa ánauð bara vegna, og að allir þeir sem að áttu að tryggja það að svona gæti ekki gerst sleppi undan allri ábyrgð...

Það koma engin rök fyrir því af hverju það sé betra að við borgum bara...

Þetta ætti og á að vera mikið réttlætismál fyrir okkur...

Ég vil að við Þjóðin köllum eftir Þjóðaratkvæðagreiðslu tafarlaust vegna þess að það virðist sem allar aðgerðir Ríkisstjórnarinnar hangi á því að þessar klifjar verði settar á herðar okkar til greiðslu þrátt fyrir að það sé ólöglegur gjörningur...

Þjóðaratkvæðagreiðslu segi ég um 2 hluti tafarlaust...

Icesave og ESB...

Vilja okkar þjóðarinnar í ESB vegna þess að ef að það er staðreyndin að það sé verið að láta okkur borga Icesave á þeirri forsendu að annars fær Jóhanna Sigurðardóttir ekki í ESB þá er mikilvægt að vilji okkar í ESB komi fram núna....

Einhvern vegin þá fær maður þá tilfinningu að það sé auðveldara að láta eina litla þjóð bera fjármálaskaðan í heild sinni frekar en að fjármálakerfið allt í heild sinni viðurkennist gallað...

Látum ekki kúga okkur til greiðslu á því sem er ekki okkar, stöndum á rétti okkar Íslendingar það er velferð okkar og framtíð afkomenda okkar í húfi...


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband